15 episodes

Podcast ætlað iðkendum Absolute Training sem og öllum sem hafa áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.

Absolute Training Absolute Training

    • Health & Fitness

Podcast ætlað iðkendum Absolute Training sem og öllum sem hafa áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.

    Júní vika 4 - Bjartsýni með Jóni Ragnari Jónssyni

    Júní vika 4 - Bjartsýni með Jóni Ragnari Jónssyni

    Jón Ragnar Jónsson er betur þekktur sem @jonfromiceland á Instagram. Jón fer sínar eigin leiðir og lætur það ekki stoppa sig í að ná árangri þó hann passi ekki í fyrirfram ákveðin box. Hann þorir að fara út í óvissuna og gerir það með bjartsýnina með sér. Þannig leysir hann þau vandamál sem á vegi hans verða og sér tækifæri í vandamálunum. Í þættinum fer hann yfir það hvernig hann fór frá því að starfa hjá ýmsum spennandi fyrirtækjum og yfir í það að stofna sitt eigið fyrirtæki. 

    • 1 hr
    Júní vika 3 - Ótti með Valentínu Tinganelli

    Júní vika 3 - Ótti með Valentínu Tinganelli

    Í þessum þætti færð þú að kynnast Valentínu sem er hönnuður, móðir og margt fleira. Valentína hefur tekist á við ótta á svo flottan hátt. Í þættinum ræðum við um það hvernig hún hugsar um óttann og hvað hún gerir til þess að láta hann ekki stoppa sig heldur hvetja sig áfram. Valentína hefur tileinkað sér það að tala um hlutina, vinna úr þeim í stað þess að burðast með eitthvað inni í sér sem jafnvel vex upp í vanlíðan og ótta yfir langan tíma. 

    • 50 min
    Október vika 1 - Bucketlistinn með Dóru Júlíu

    Október vika 1 - Bucketlistinn með Dóru Júlíu

    Dóra Júlía er landsþekktur plötusnúður og hefur verið það síðustu 3 ár. Dóra Júlía hefur einstakt hugarfar gagnvart lífinu, hún er ótrúlega jákvæð, lætur hlutina verða að veruleika og er óhrædd við að hugsa út fyrir boxið. Hún kom í Podcast til að deila því með okkur hvernig hún hugsar um markmið og lífið almennt. 

    • 58 min
    September vika 4 - Rútan með Fanneyju Dóru

    September vika 4 - Rútan með Fanneyju Dóru

    Fanney Dóra er frábær fyrirmynd. Hún er þáttastjórnandi podcastþáttarins Seiglan og er með vinsælan Instagram aðgang þar sem hún deilir ýmsum ráðum tengt húðvörum og förðun. Hún leyfir fólki að fylgjast náið með lífi sínu með kærasta sínum, honum Aroni og kisunum þeirra, Sebastíani og Ísold (sem eru líka með Instagram). Fanney Dóra hefur lengi stundað Absolute Training og hefur fyrir þann tíma verið dugleg að huga að andlegri heilsu þar sem hún hefur þurft að vinna sig í gegnum kvíða og þunglyndi. Hún kynnti Absolute Training fyrir rútunni sem nýtist fólki til að skoða samböndin við fólkið í lífi sínu.  

    • 56 min
    Ágúst vika 2 - Stress með Björgvini Páli Gústavssyni

    Ágúst vika 2 - Stress með Björgvini Páli Gústavssyni

    Björgvin Páll Gústavsson er kunnugur flestum sem markmaður í handbolta. Hann er líka þriggja, verðandi fjögurra, barna faðir. Hann hefur gífurlega mikinn metnað fyrir að hjálpa öðrum og er með marga bolta á lofti. Fortíð og lífstíll Björgvins krefst þess að hann þarf að huga að andlegu hliðinni. Hann hefur skoðað mikið öndun og aðrar leiðir til þess að draga úr og læra að lifa með streitunni í lífi sínu. Í þættinum deilir Björgin hvernig hann lítur á streitu og hvernig hann tekst á við hana. . 

    • 1 hr
    Ágúst vika 1 - Lífstílshönnun með Tönju Ýr

    Ágúst vika 1 - Lífstílshönnun með Tönju Ýr

    Tanja Ýr hefur lagt mikið á sig til að komast á þann stað sem hún er í dag og er hvergi nærri hætt. Hún deilir því með okkur í þættinum hvernig hún tileinkar sér markmiðasetningu og áskoranir sem hún hefur tekist á við í áttina að drauminum sínum. Tanja Ýr kemur hlutunum í verk og lætur ekkert stoppa sig og er klárlega manneskja sem er spennandi að fylgjast með. 

    • 41 min

Top Podcasts In Health & Fitness

Huberman Lab
Scicomm Media
The Doctor's Farmacy with Mark Hyman, M.D.
Dr. Mark Hyman
On Purpose with Jay Shetty
iHeartPodcasts
ZOE Science & Nutrition
ZOE
Ten Percent Happier with Dan Harris
Ten Percent Happier
The School of Greatness
Lewis Howes