59 episodes

Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fæ ég til mín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.

Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.

Með lífið í lúkunum HeilsuErla

    • Health & Fitness
    • 5.0 • 4 Ratings

Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fæ ég til mín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.

Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.

    #46. Hættu aldrei að láta þig dreyma. Eva Ruza Miljevic

    #46. Hættu aldrei að láta þig dreyma. Eva Ruza Miljevic

    Í þættinum spjallar Erla við Evu Ruzu skemmtikraft, útvarpskonu, velgjörðasendiherra SOS með meiru um heilsu, húmor, hreyfingu, heimsókn í SOS-barnaþorp, áhugann á fræga fólkinu í Hollywood, draumastarfið, sjálfsmynd og mikilvægi þess að sinna andlegu heilsunni.

    Það er ekki að undra að Eva Ruza sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins því hún á afar auðvelt með að létta lund landans. Hún tekur sjálfri sér ekki of hátíðlega og það er alltaf stutt í húmorinn. Þó að hún elski að hafa sig til þá segir hún að það sé alltaf mjög stutt í króatísku sveitakonuna. 

    Eva Ruza segist fyrst og fremst vera mamma og eiginkona, hún er mikil fjölskyldukona og segir fjölskylduna vera númer 1, 2 og 10. Hún er búin að vera með Sigga sínum í 24 ár og saman eiga þau 15 ára tvíbura.
    Eva er með útvarpsþátttinn Bráðavaktina á K100 með Hjálmari vini sínum og þeir sem þekkja til vita að það er aldrei lognmolla í kringum þau tvö. Hún segir húmor vera besta meðalið við andlegri og líkamlegri heilsu og að það sé engin víma betri en að hlæja eða vera í galsa. Hún segir að við megum aldrei missa húmorinn úr lífi okkar, hann er svo smitandi.
    Eva hugsar vel um heilsuna og byrjar alla daga á því að hreyfa sig, annað hvort á Boot camp æfingu, nokkrum ferðum í Himnastiganum í Kópavogi eða fer út að hlaupa.  Hún segist alltaf mæta á æfingu sama hversu þreytt hún sé, bæði fyrir félagsskapinn og fyrir sálina. Hún hefur líka alltaf hugsað vel um mataræðiði og hefur alveg frá unglingsaldri verið meðvituð um að líkaminn þyrfti gott ,,bensín". 


    Eva segir að þrátt fyrir að það sem allir haldi sé hún rólegasta manneskja sem þú getur fundið, mjög heimakær en þó hvatvís með sumt og vill oft að hlutirnir gerist núna!


    Hún er með fallega sýn á lífið, er þakklát og segist vera að lifa drauminn sinn. Hún hvetur líka alla hlustendur til þess að hætta aldrei að láta sig dreyma!


    Sendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 1 hr 15 min
    #45. MS-sjúkdómurinn og heilsa. Hjördís Ýrr Skúladóttir

    #45. MS-sjúkdómurinn og heilsa. Hjördís Ýrr Skúladóttir

    Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn,  fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans. 
    MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með 1000 andlit þar sem að einkenni hans eru mjög fjölbreytt og óútreiknanleg. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða. Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS- félagsins. 

    Sjúkdómurinn getur verið lífstílstengdur og það er mikilvægt að huga vel að almennri heilsu. Einkenni geta t.d. látið á sér kræla þegar stressið fer að banka upp á.

    Hjördís segir að þeir sem eru með sjúkdóminn geti bætt lífsgæði sín með því að velja í  hvað þeir nýta orkuna sína, hafa jafnvægi í mataræði, hreyfingu og svefni og þora að lyfta þungu og reyna á sig.

    Hjördís greindist sjálf með MS árið 2015 og finnst sjúkdómurinn ekki mjög hamlandi fyrir sitt líf. Það er sjaldan lognmolla í kringum Hjördísi og þó að hún upplifi sig með minni orku en áður þá segist hún þó gera meira en margir sem eru ekki með MS.

    Sjúkdómurinn gaf henni aðra innsýn inn í lífið og það er hennar von að hún geti verið falleg fyrrimynd fyrir einhverja og látið gott af sér leiða. Heilsa fyrir Hjördísi er að finna innri frið og finna sína gleði. Jafnvægi er sterkasta orðið sem hún finnur fyrir heilsu, þ.e. að gera ekki of og ekki van.

    MS-félagið  er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968. Félagið hvetur einstaklinga með MS-sjúkdóminn, aðstandendur og aðra áhugasama til að skrá sig í félagið og njóta þannig góðs af því sem félagið hefur upp á að bjóða. Maí er einmitt vitundarvakningarmánuður hjá MS félaginu og þemað í ár er Mitt MS - mín greining. Alþjóðadagur MS er 30.maí en vorhátíð verður síðasta miðvikudag í maí.

    Hjördís segir það verða spennandi að sjá hvað framtíðin beri í skauti sér og draumur hennar er að það verði til lækning eða bólusetning við MS.

    MS félagið á Instagram



    Sendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 1 hr 15 min
    #44. Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag? Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga nagli)

    #44. Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag? Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga nagli)

    Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.

    Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan.

    Ragnhildur sem oftast er kölluð Ragga nagli eða Naglinn er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur, pistlahöfundur og fyrirlesari. Hún hefur gríðarlegan áhuga á því að miðla heilbrigðum lífsstíll og jákvæðri hugsun til allra sinna fylgjenda. 
    Hún skrifar reglulega pistla á miðla sína og er með eindæmum skemmtilegur penni og stútfull af fróðleik. Hún er einnig með hlaðvarpið Heilsuvarpið þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar sem við kemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu.

    Hún leggur nú aðaláherslu á sálfræðimeðferðir og fjarþjálfun þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Spurðu þig hvað getur þú gert til þess að auðvelda þér heilsuhegðunina í framtíðinni? Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag?

    Áhugasamir geta fylgt Röggu nagla á Instagram 


    Sendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 1 hr 29 min
    Heilsumoli. 10 ráð til að nærast betur.

    Heilsumoli. 10 ráð til að nærast betur.

    Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira. 

    Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefnilega oftast þannig að ef við erum í ójafnvægi á einu ,,sviði” smitar það yfir á annað og okkur líður ekki nóg vel andlega og líkamlega. Það er t.d. þekkt af ef þú ert í sambandi sem gengur á afturfótunum eða óánægð/ur í vinnunni er líklegra að þú huggir þig með óhollum mat. Með því að vinna í þeim þáttum sem eru raunverulega að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar finnum við smám saman jafnvægi á öllum vígstöðvum.

    Þó svo að frumnæringin sé mikilvægust þá er að sjálfsögðu líka mikilvægt að velja góða næringu á diskinn. Hér eru nokkrir punktar sem geta auðveldað þér að borða betur. Farið er yfir hvern og einn í Heilsumolanum (hlaðvarpsþættinum). 
    Borðum til að nærast velVeljum fjölbreutta fæðuM&M- meira grænmeti og minni sykurBorðum mat- ekki matarlíkiVeljum hreina fæðu sem oftastSkoðum innihaldslýsingar90/10 reglan (eða 80/20)Forðumst öfgaEngin boð og bönnDrekkum vatnSendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 6 min
    #43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson

    #43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson

    Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um  lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni. 

    Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna.
     
    Bjössi er fæddur árið 1973 og alinn upp í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993, kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann starfaði við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá árinu 2001 sem lektor, dósent og prófessor og hefur verið skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá árinu 2015.
    Bjössi ætlaði alltaf að verða íþróttakennari og bóndi og rekur nú bú með kindum og hestum ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir sauðfjárræktina næra vísindamanninn í sér og segir ekkert gera eins mikið fyrir geðheilsuna og það að fá lambaknús!
    Bjössi hefur ávallt verið góður námsmaður en segir að íþróttirnar hafi gefið sér mest og séu stór hluti af hans sjálfsmynd. Ef hann hefði geta valið um að fá Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull þá segist hann alltaf hafa valið gulllið þar sem að hann hafði miklu meira fyrir íþróttunum og langaði miklu meira að vera góður í íþróttum.

    Bjössi hefur verið að glíma við krabbamein síðustu ár og skrifar reglulega pistla um það á FB síðu sinni.  Hann fékk líftæknilyf árið 2021 sem virkuðu í smá tíma og hætti alveg á lyfjunum í apríl 2022. Hann er enn með mein víða um líkamann en veit ekki hvort að þau séu virk og vill ekki ,,pota" í sofandi risa til að komast að því. 

    Bjössi er frekar léttur að eðlisfari og sér kómísku hliðarnar á hlutunum. Hann er vinnusamur og samviskusamur og vill alltaf gera hlutina vel. Ekkert hálfkák, en hann segist samt alveg kunna að slaka á. 
    Heilsa fyrir Bjössa er að hafa þennan möguleika að gera það sem þig langar til að gera.  ,,Maður ætti kannski að hægja á sér, staldra við og njóta lífins meira og litlu hlutanna en ég hef held ég aldrei haft meira að gera en þennan veturinn", segir Bjössi. 
    ,,Lífið er núna er stundum að mínu mati afsökun fyrir hömluleysi. Lífið er vissulega núna en stundum verður lífið betra á morgun eða eftir viku ef þú lætur eitthvað á móti þér núna. Það er hollt fyrir alla að bíða stundum." segir hann að lokum. 


    Sendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 1 hr 20 min
    Heilsumoli. Hugleiðsla fyrir svefninn.

    Heilsumoli. Hugleiðsla fyrir svefninn.

    Í þessum heilsumola leiðir Erla þig inn í draumalandið með róandi hugleiðslu. 
    Sendu HeilsuErlu skilaboð
    Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

    • 20 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
4 Ratings

4 Ratings

Top Podcasts In Health & Fitness

Huberman Lab
Scicomm Media
The School of Greatness
Lewis Howes
Nothing much happens: bedtime stories to help you sleep
iHeartPodcasts
Passion Struck with John R. Miles
John R. Miles
Ten Percent Happier with Dan Harris
Ten Percent Happier
On Purpose with Jay Shetty
iHeartPodcasts

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Eftirmál
Tal
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Spjallið
Spjallið Podcast
Mömmulífið
Mömmulífið