30 episodes

Ási spjallar á léttu nótunum við skemmtilegt fólk og þeirra betri helming.

Betri helmingurinn með Ása Ásgrímur Geir Logason

  • Society & Culture
  • 4.9 • 88 Ratings

Ási spjallar á léttu nótunum við skemmtilegt fólk og þeirra betri helming.

  #27 - Elma Lísa & Reynir Lyngdal

  #27 - Elma Lísa & Reynir Lyngdal

  Þau Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru sannkölluð listahjón en þau hafa bæði getið sér gott orð í leiklistarheiminum, Elma Lísa sem leikkona og Reynir sem leikstjóri- og kvikmyndagerðarmaður. 
  Það er nóg að gera hjá þeim um þessar mundir en Reynir er meðal annars að leikstýra áramótaskaupinu þriðja árið í röð og er Elma Lísa flugfreyja hjá Icelandair á milli þess sem hún leikur á sviði eða í kvikmyndum og þáttum en í sumar kom til að mynda út kvikmyndin Saumaklúbburinn sem sló rækilega í gegn þar sem Elma fór á algjörlega á kostum. 
  Reynir og Elma Lísa hittust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsinu café Ole í Hafnarstræti og urðu strax góðir vinir. Þau voru þá bæði í öðrum samböndum og flutti Reynir til Barcelona í nám og lágu leiðir þeirra ekki aftur saman fyrr en nokkrum árum síðar fljótlega eftir að Elma Lísa útskrifaðist úr leiklistaskólanum og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan en Reynir segir frá því í þættinum að hann hafi alltaf verið skotinn í Elmu enda sætasta stelpan í bænum og hafði hann enga trú á því að hann ætti séns í hana en í dag hafa þau verið gift í 19 ár. 
  Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars leiklistina, ást þeirra á Barcelona og bónorðið sem átti sér einmitt stað á þeim slóðum eftir sex mánaða samband, tangó námskeið sem fór úrskeiðis, söngvaraflækju í brúðkaupinu þeirra og sögðu þau mér skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, meðal annars frá óvæntum framlengingum þeirra á utanlandsferðum.
  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Ajax

  • 1 hr 24 min
  #26 - Björgvin Páll & Karen

  #26 - Björgvin Páll & Karen

  Í þessum þætti átti ég einlægt og stórskemmtilegt spjall við Björgvin Pál Gústavsson, landsliðsmarkvörð í handbolta, og eiginkonu hans og betri helming  Kareni Einarsdóttur. 
  Björgvin Páll er einn reynslumesti leikmaður landsliðsins í dag en hann á að baki yfir 230 landsleiki og hefur farið á 13 stórmót síðan á ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem landsliðið hreppti silvurverðlaunin eftirminnilegu.  Björvin Páll er með marga bolta á lofti en í dag spilar hann með Val ásamt því að hafa snúið sér að þjálfun og vinnur hann einnig inni í skólakerfinu þar sem hann heldur fyrirlestra og fræðslu fyrir börn og unglinga.
  Karen er meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf ásamt því að vera í fæðingarorlofi eins og stendur en þau eignuðust sitt fjórða barn fyrr á þessu ári og eru þau Björgvin eru tiltölulega nýlega flutt aftur heim til Íslands eftir marga ára dvöl hér og þar í Evrópu þar sem Björgvin hefur verið í atvinnumennsku. 
  Karen og Björgvin segja skemmtilega frá því í þættinum hvernig leiðir þeirra lágu saman á unglingsárunum en Björgvin var á þeim tíma góður vinur eldri bróður hennar þar sem þeir spiluðu saman handbolta og kolféll hann að eigin sögn fyrir fermingarmyndinni af Kareni sem prýddi vegg heimilisins sem varð á vegi hans í einu strákapartíinu það sumarið. Hlutirnir voru fljótir svo að gerast hjá þeim  hjúum eftir að boltinn fór að rúlla og var hann fluttur inn til fjölskyldunnar tveimur árum síðar.  Í þættinum fórum við um víðan völl og fórum við einnig við meðal annars yfir landsliðsferilinn og atvinnumennskuna, erfiðleika þeirra við að eignast börn, þrifgleði Björgvins og deildu þau með mér frábærum sögum, meðal annars einni góðri af óförum þeirra í ljósabekkjum hér um árið.  
  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Spaðinn -  https://spadinn.is

  Ajax

  • 1 hr 15 min
  #25 - Sylvía & Emil

  #25 - Sylvía & Emil

  Í þessum þætti átti ég virkilega skemmtilegt spjall við Sylvíu Briem Friðjónsdóttur og hennar betri helming, Emil Þór Jóhannsson.
  Sylvía er Dale Carnige þjálfari, markþjálfi,  fyrirlesari og athafnakona með meiru ásamt því að vera annar umsjónarmaður Normsins sem hefur verið eitt vinsælasta hlaðvarp landsins síðan það hóf göngu sína árið 2018. 
  Emil hefur starfað í flugbransanum undanfarin ár og var hann starfsmaður WOW air þegar hann þurfti að hugsa dæmið upp á nýtt á sínum tíma þegar það góða fyrirtæki fór í þrot en örfáum mánuðum síðar höfðu þau Sylvía stofnað saman fyrirtæki sem hefur gengið gríðarlega vel.  Sylvía og Emil segja frá því í þættinum þegar þau hittust fyrst á afmælisdeginum hennar Sylvíu árið 2012 en það má segja að þau hafi farið ansi hægt í sakirnar til að byrja með og höfðu þau talað saman saman daglega í heila 6 mánuði áður en þau loksins fóru á sitt fyrsta stefnumót en var þá ekki aftur snúið.  Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars hvernig það er að reka fyrirtæki með makanum sínum,  tónleika sem þau fóru á á elliheimili og plebbalega stemmnings playlista, keppnisskap,  þrifmaníu þeirra beggja og deildu þau með mér ansi skrautlegri sögu af óförum þeirra í upphafi sambandsins í rómantískri spontant ferð í Seljavallalaug.

  Njótið vel!

  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Spaðinn -  https://spadinn.is

  Brynju ís   

  Ajax

  • 1 hr 4 min
  #24 - Herra Hnetusmjör & Sara

  #24 - Herra Hnetusmjör & Sara

  Í þessum þætti fékk ég til mín frábæra gesti en Herra Hnetusmjör og hans betri helmingur, Sara Linneth, kíktu til mín í einlægt og ótrúlega skemmtilegt spjall. 
  Herra hnetusmjör ættu flestir að kannast við en hann er einn vinsælasti tónlistarmaður og rappari Íslands og hefur í rauninni verið það síðan hann vakti fyrst athygli árið 2014. Hann hefur einnig látið til sín taka í íslensku athafnalífi og opnaði hann skemmtistaðinn 203 í Austurstræti í febrúar 2020 og nú síðast versluna Vörina sem opnaði í júlí síðastliðinn á Dalvegi í Kópavogi. Sara útskrifaðist í sumar sem tómstunda-og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa verið í fæðingarorlofi en þau eignuðust son sinn árið 2020 og eiga nú von á sínu öðru barni í janúar.
  Herra Hnetusmjör og Sara eiga sér töluvert öðruvísi baksögu en flestir aðrir og segja þau frá því í þættinum þegar leiðir þeirra lá saman á afeitrunarstöðinni Vogi árið 2016 en þá var þeim góðfúslega bent á að ef þau ætluðu sér að vera saman þá væru nánast allar líkur á því að þau myndu falla og voru þau eindregið hvött til þess að halda sér frá hvort öðru. Þau fóru þó blessunarlega ekki að þeim ráðum og hafa þau bæði verið edrú allar götur síðan. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars tónlistarbransann & fjölskyldulífið, ævisöguna,  edrúmennskuna, rómantísku hliðina, drauma stefnumótið þeirra og sögðu þau mér skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð, þar á meðal eina ansi góða af því þegar fjölskylda Söru bauð í bröns snemma í sambandinu og fékk Herrann menningarsjokk að eigin sögn.
  Njótið vel!

  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Spaðinn -  https://spadinn.is

  Brynju ís   

  Ajax

  • 1 hr 7 min
  #23 - Rakel Orra & Ranni

  #23 - Rakel Orra & Ranni

  Í þessum þætti átti ég skemmtilegt spjall við Rakel Orradóttur og hennar betri helming, Rannver Sigurjónsson. Rakel er samskiptastjóri hjá Swipe Media og áhrifavaldur ásamt því að vera annar umsjónarmaður hlapvarpsins “Ástríðukastið” sem fjallar um samskipti í samböndum, kynlíf og allt þar á milli en það má heldur betur segja þessi málefni séu Rakel afar hugleikin en hún er einmitt ný sest skólabekk þar sem hún stefnir á að verða sambandsráðgjafi í náinni framtíð.  
  Rannver eða Ranni, eins og hann er gjarnan kallaður, starfar sem kírópraktor á Kírópraktorstöðinni og margir þekkja hann einfaldlega sem Ranna Kíró en hann var lengi vel í fótbolta og varð meðal annars íslandsmeistari með Breiðablik árið 2010.
  Rakel og Ranni höfðu bæði verið í öðrum samböndum áður en þau hófu sitt ævintýri saman fyrir tveimur árum síðan og áttu þau bæði fyrir tvö börn en vilja þau meina að alheimurinn hafði verið löngu búinn að ákveða að þeirra leiðir ættu saman þegar rétti tíminn kæmi.
  Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars hvernig það er að sameina tvær fjölskyldur í nútíma samfélagi, heilsu, skólakerfið, að verða ástfanginn í covid, hversu gríðarlega mikilvæg góð samskipti eru og sögðu þau mér eina góða og dálítið vandræðanlega sögu úr svefnherberginu á einu af þeirra fyrstu stefnumótum sem kostaði blóð, svita og tár. 
  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Spaðinn - https://spadinn.is

  Brynju ís   

  Ajax

  • 1 hr 19 min
  #22 - Bjarni Ben & Þóra

  #22 - Bjarni Ben & Þóra

  Í þessum þætti fékk ég til mín engann annan en fjármálaráðherra Íslands, Bjarna Benediktsson og hans betri helming og eiginkonu til 26 ára, Þóru Margréti Baldvinsdóttur. 
  Bjarni var í lögmennsku áður en hann sneri sér að pólitík en hann hefur verið alþingismaður síðan 2003 og hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009. Þóra er mikill fagurkeri og hefur hún í gegnum tíðina hjálpað fjöldanum öllum af Íslendingum að fegra í kringum sig en hún hefur starfað sem hönnunarráðgjafi ásamt því að sjá um stórt heimili þeirra Bjarna en saman eiga þau fjögur börn en til gamans má geta að 20 ár eru á milli elsta og yngsta barns þeirra.  
  Mikill húmor og vinátta skín af þeim hjónum í þættinum en þau segjast þykja fátt skemmtilegra en að verja frítíma sínum í góðra vina hópi enda einstaklega vinamörg og kunna þau vel að meta góða eldamensku en Bjarni lýsir Þóru sem sannkölluðum eðalkokk sem, að hans sögn, kann að vísu ekki að elda bara fyrir tvo. Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars djúsakúra, Þóru hlið af lífinu með alþingismanninum Bjarna, ástina sem kviknaði á unglingsárunum,  ömmu- og afa hlutverkið, snapchat hæfileika Bjarna og og sögðu þau mér kostuglega nsögu af nýlegu matarboði sem gleymdist að setja í calanderið.
  Njótið vel!
  Þátturinn er í boði:

  Blush.is -     https://blush.is/

  Bagel 'n' Co -   https://thebagelco.dk/pages/island

  Spaðinn - https://spadinn.is

  Brynju ís   

  Ajax

  • 1 hr 14 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
88 Ratings

88 Ratings

Dagmarolafs ,

Besta podcastið!

Í algjöru uppáhaldi 🤩 bíð alltaf spennt eftir nýjum þætti 👌🏼

HelgaMagga ,

Uppáhalds podcastið mitt!

Þetta er podcastið sem vantaði á markaðinn, svo gaman að hlusta á betri helminginn 😊

Anna Lilja ,

Fullkomið þegar þér þú vilt léttmeti !

Frábært content!
Mjög skemmtilegt að hlusta og spyrillinn frábær í að leiða spjallið mátulega mikið :)

Vel gert Ási 👏🏼

Top Podcasts In Society & Culture

You Might Also Like