150 episodes

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

Víðsjá RÚV

  • Arts
  • 3.7, 9 Ratings

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.

  25.06.2020

  25.06.2020

  Safnasafnið, Linda og Kyrrlífsmyndir og réttarstaða myndlistarmanna

  Safnasafnið, Linda og Kyrrlífsmyndir og réttarstaða myndlistarmanna

  Í Víðsjá í dag verður rætt við Lindu Vilhjálmsdóttur ljóðskáld sem sendir nú frá sér nýja ljóðabók sem hún kallar Kyrralífsmyndir og er ort undir sterkum áhrifum af nýliðnum vetri. Farið verður í heimsókn á Safnasafnið á Svalbarðseyri við Eyjafjörð en í ár stendur safnið á tímamótum. Safnið var stofnað árið 1995 af Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári. Í þættinum verður rætt við Níels Hafstein. Páll Haukur Björnsson, stjórnarmeðlimur Myndstefs, kemur einnig í heimsókn í Víðsjá og ræðir um réttarstöðu myndlistarmanns gagnvart verki sínu eftir að það hefur verið selt. Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson

  Listaverkasafnarar, Fengjastrútur og Sinfónía og Öfundarmenn

  Listaverkasafnarar, Fengjastrútur og Sinfónía og Öfundarmenn

  Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að sýningunni Tíðaranda í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og rætt við Skúla Gunnlaugsson listaverkasafnara sem á verkin á sýningunni. Tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson segir frá nýrri útgáfu sinni á verkinu Sinfonia þar sem tónlistarhópurinn Fengjastrútur leikur samnefnt verk Guðmundar. Ármann Jakobsson heldur áfram að segja hlustendum frá þemum í Bernnu-Njálssögu en sagan er nú kvöldsaga Rásar 1.

  Þýðingar, útskrifaðir myndlistarmenn, ævisaga Woody Allen og Hörpuleik

  Þýðingar, útskrifaðir myndlistarmenn, ævisaga Woody Allen og Hörpuleik

  Sigrún Árnadóttir hlaut norræn þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins á dögunum. Sigrún kynnti landsmenn meðal annars fyrir hinum ástsæla Einari Áskeli. Víðsjá heimsækir Sigrúnu á heimili hennar í tilefni verðlaunanna. Sunna Ástþórsdóttir flytur hlustendum myndlistarpistil og veltir þar fyrir sér útskriftasýningum Listaháskóla Íslands og myndlistarnámi almennt. Einnig verður rætt við Sólveigu Thoroddsen söngkonu og hörpuleikara sem nýlega sendi frá sér hljómplötu þar sem hún syngur lög á einum sjö tungumálum og leikur undir á tvenns konar Hörpu og finnska hljóðfærið kantele. Björn Þór Vilhjálmsson segir hlustendum frá lestri sínum á bókinni Apropos of nothing, nýlegri sjálfsævisögu Woodys Allen.

  Hrútar, eldblóm, tilfinningar og Kaktus

  Hrútar, eldblóm, tilfinningar og Kaktus

  Ármann Jakobsson segir hlustendum Víðsjár í dag frá ákveðnum þemum úr Brennu-Njálssögu, sem hann er að lesa þessa dagana sem kvöldsögu hér á Rás 1, þemað sem Ármann ræðir í dag er Íslenski hrúturinn. Víðsjá heimsækir líka neðstu hæð Ketilhússins í Listagilinu á Akureyri en þar hefur listahópurinn Kaktus nú vinnustofur og sýningarrými. Hlustendur heyra í Freyju Reynisdóttur og Karólínu Baldvinsdóttur, meðlimum Kaktús hópsins, og í Önnu Gunnarsdóttur sýningarstjóra samsýningarinnar Hverfandi landslag á Listasafnínu á Akureyri. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur verður tekinn tali um nýjustu bók hans sem fjallar um tilfinningalíf Magnúsar HJ Magnússonar sem er fyrirmyndin að Ólafi Kárasyni ljósvíkingi í Heimsljósi Halldórs Laxness. Hallargarðurinn í Reykjavík verður jafnframt heimsóttur en þar opnar Sigríður Soffía Níelsdóttir sýninguna Eldblóm á morgun, 17. júní. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Magnúsdóttir.

  Myndlist á Akureyri, Njála, stafræn list.

  Myndlist á Akureyri, Njála, stafræn list.

  Í Víðsjá verður á flakki í dag um listagilið á Akureyri en fjöldi nýrra sýninga opnaði í Listasafninu á Akureyri um síðustu helgi. Safnið verður í heimsótt í Víðsjá í dag, rætt við safnstjórann, Hlyn Hallsson og fleiri aðstandendur sýninga þar á bæ. Ármann Jakobsson prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda les kvöldsögu Rásar 1 Brennu-Njálssögu á næstu vikum, en fyrsti lestur verður á dagskrá Rásar 1 annað kvöld. Að því tilefni verður rætt við Ármann í Víðsjá í dag og á næstu vikum um helstu þemu sögunnar, áhrifamátt og mikilvægi. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, verður einnig tekin tali um Nýjar birtingarmyndir listarinnar, sýningu sem opnuð verður um helgina á vefsvæði tímaritsins Artzine. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Customer Reviews

3.7 out of 5
9 Ratings

9 Ratings

HrefnaR ,

Vandaðir þættir

Mjög góðir, vandaðir og áhugaverðir útvarpsþættir og þægilegt að hlusta á þá.

Top Podcasts In Arts

Listeners Also Subscribed To