165 Folgen

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Gesellschaft und Kultur
    • 5,0 • 1 Bewertung

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Pylsutónlist, glamúrgella verður nasisti, ilmandi systkini

    Pylsutónlist, glamúrgella verður nasisti, ilmandi systkini

    Fyrstu 6 þættirnir af nýjum sjónvarpsþáttum sem heita Skúrinn eru nú aðgengilegir inni á Vísi.is. Um er að ræða einhverskonar raunveruleikaþátt og lagasmíðakeppni. Til þess að eiga möguleika á því að vera með í þættinum var tónlistarfólk beðið um að senda inn nýtt, frumsamið lag en einnig nýja útgáfu af SS-pylsulaginu. Dómnefnd hlustar svo á allar ólíku útgáfurnar af SS-pylsulögunum og áhorfendur kjósa síðan sitt eftirlætislag. Og eins góðum raunveruleikaþætti sæmir eru peningaverðlaun í boði. En hvort er þetta sjónvarpsþáttur eða auglýsing? Af hverju er það svona óljóst og fyrir hvern eru þessir þættir?

    Þórður Ingi Jónsson ræddi við þrjá aðstandendur ilmvatnsfyrirtækisins og listahópsins Fischersund, þau Lilju Birgisdóttur, Sindra Má Sigfússon og Jón Þór Birgisson, sem er sagður vera nef hópsins.

    Áður en kenningar um 11. september, bóluefni og QAnon grasseruðu á netinu veltu samsæriskenningasmiðir í Bandaríkjunum sér mikið upp úr Oklahóma-sprengingunni sem Timothy McVeigh stóð fyrir í apríl 1995 og myrti á annað hundrað manns. Við ræðum um The Debutante, nýja hlaðvarpsþáttaröð þar sem velski rithöfundurinn Jon Ronson sökkvir sér ofan í málið. Aðalsöguhetjan er forrík og falleg glamúrgella, Carole Howe, sem varð sanntrúaður nýnasisti og svo síðar uppljóstrari - sem bjó mögulega yfir mikilvægum upplýsingum um þetta mannskæðasta hryðjuverk 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.

    • 55 Min.
    Tucker Carlson sparkað, tónleikar fyrir innflutta gesti, pólitískt hár

    Tucker Carlson sparkað, tónleikar fyrir innflutta gesti, pólitískt hár

    Hver má nota hvaða hárvörur? Eiga svartar konur einkarétt á hárvörum sem henta þeirra hári? Chanel Björk Sturludóttir verður með pistla hér í Lestinni næstu vikurnar og hún ætlar að byrja á því að fjalla um hárvörur svartra kvenna sem hafa orðið vinsælar eftir að hvítir áhrifavaldar uppgötvuðu þær.

    Ný aðferðafræði er að ryðja sér rúms í íslensku tónleikalíf. Þekktir erlendir tónlistarmenn koma og spila á tónleikum í Hörpu, en tónleikarnir eru ekki fyrst og fremst hugsaðir fyrir heimamenn heldur harða aðdáendur sem vilja gera sér ferð til Íslands og fá að sjá uppáhaldshljómsveitina sína nokkur kvöld í röð. Wilco, Pavement, Elvis Costello og svo hljómsveitir sem fáir Íslendingar þekkja. Við hringjum í tónleikahaldarana Ethan Schwarz og Larry Siegel sem hafa flutt inn nokkrar hljómsveitir og nokkur þúsund tónleikagesti með þeim.

    Tucker Carlson er langvinsælastur bandarískra þáttastjórnenda, en samt var hann rekinn á dögunum frá Fox news. Við veltum fyrir okkur mögulegum ástæðum þess og hvaða áhrif þetta hefur á bandarískt fjölmiðlalandslag og stjórnmál. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, hefur sett sig inn í málið.

    • 55 Min.
    Jóhannes Haukur í Succession, líkamleg fyrirbærafræði, orð í vegkanti

    Jóhannes Haukur í Succession, líkamleg fyrirbærafræði, orð í vegkanti

    Heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir mæta í Lestina og segja frá nýjum nálgunum í fyrirbærafræði, en þing norræna fyribærafræðifélagsins hefst í Háskóla Íslands á morgun.

    Við kíkjum í heimsókn til Jóhannesar Hauks, leikara, en hann fer með hlutverk í fjórðu seríu HBO sjónvarpsþáttanna Succession. Þættirnir, sem fjalla um valdabaráttu innan ofurríkrar fjölskyldu sem stýrir bandarísku fjölmiðlaveldi, hafa notið mikilla vinsælda. Jóhannes Haukur, sem var sjálfur mikill aðdáandi þáttanna, segir okkur sögur af tökustað.

    Haukur Már Helgason flytur pistil í áframhaldi af umfjöllun sinni um tækniþróun og gervigreind, um orðin sem við notum of mikið, sem lýsa fyrirbærum sem eru svo alltumlykjandi að þau verða óþörf, þau þjóna engum tilgangi lengur.

    • 55 Min.
    Gunnur fer á Cannes, Beau is afraid, átök í húsfélaginu

    Gunnur fer á Cannes, Beau is afraid, átök í húsfélaginu

    Í gær var tilkynnt að stuttmyndin Fár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði, en það er fyrsta mynd leikstjórans og leiklistarnemans Gunnar Martinsdóttur Schlüter. Við fáum Gunni í heimsókn í Lest dagsins.

    Kolbeinn Rastrick rýnir í nýjustu mynd leikstjórans Ari Aster - sem hefur þótt einn sá framsæknasti og mest spennandi í bandaríkjunum undanfarin ár. Myndin nefnist Beau is afraid og skartar Joaquin Phoenix í titilhlutverkinu. Myndin þykir einstaklega skrítin og það er mjöög skiptar skoðanir á henni. Við heyrum hvað Kolbeinn segir um Beau.

    Um þessar mundir halda húsfélög aðalfundi sína með tilheyrandi átökum. Leikfélagið Hugleikur sem fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir gerir átök innan húsfélaga að viðfangsefni sínu í nýju gamanverki sem er sýnt í Kópavogi. Við forvitnumst um Húsfélagið og Hugleik síðar í þættinum.

    • 55 Min.
    Krakkar ritstýra Grapevine, íslensk menning er hvít, óskiljanlegt grín

    Krakkar ritstýra Grapevine, íslensk menning er hvít, óskiljanlegt grín

    Pálmi Freyr Hauksson heldur áfram að fjalla um sjónvarp frá ýmsum hliðum hér í Lestinni. Að þessu sinni fjallar hann um það hvernig nýstárlegir hlutir geta virst algjörlega óskiljanlegir, hvort sem það eru tónverk, menn á hestum eða grínþættir. Fóstbræður, The Office, Ali G og The Rehearsal koma meðal annars við sögu.

    Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. Samtökin voru stofnuð árið 2019 og voru útskriftarverkefni Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hafa krakkarnir í Krakkaveldi tekið sér margt fyrir hendur, æft sig í borgaralegri óhlýðni, tattúverað fullorðna og ögrað valdasambandi barna og fullorðinna. Þeirra nýjasta verkefni var að ritstýra apríl tölublaði Reykjavík Grapevine. Við ræðum við Brynju og Yrsu, meðlimi Krakkaveldis.

    Chanel Björk Sturludóttir var beðin um að lýsa íslenskri menningu þar sem hún var stödd á pöbb í London nýverið. Það fyrsta sem kom upp í huga hennar var hvít menning. En hvað er hvít menning?

    • 55 Min.
    Duftker í Epal, kynlífstæki úr íslenskum hráefnum, slóttugar vélar

    Duftker í Epal, kynlífstæki úr íslenskum hráefnum, slóttugar vélar

    Bálfarir hafa aukist undanfarin ár og áratugi og eru orðnar meira en helmingur af öllum útförum á Reykjavíkursvæðinu, og gera má ráð fyrir að aukningin eigi eftir að verða meiri á næstu áratugum. Á hönnunarmars sýnir íslenska fyrirtækið Aska Bio Urns nýja hönnun sína, á vistvænum niðurbrjótanlegum duftkerum úr endurunnum pappa. Við kíkjum í Epal og ræðum við stofnanda fyrirtækisins.

    Getur það verið unaðslegt að bjarga náttúrunni? Hvað ef við hugsuðum um jörðina sem elskhuga fremur en móður? Þær Antónía Bergþórsdóttir og Elín Margot hafa undanfarið ár verið að vinna að því að búa til unaðstæki úr íslenskum hráefnum. Í dag á fyrsta degi Hönnunarmars bjóða þær gesti velkomna inn í ferlið að skoða frumgerðir slíkra tækja og pæla með þeim hvernig slík unaðstæki gætu litið út. Verkefnið heitir Fró(u)n og er hluti af Hönnunarmars í ár -

    Við fáum vikulegan pistil frá Hauki Má Helgassyni rithöfundi, sem er þessa dagana, eins og svo margir með hugann við gervigreind. Í dag heyrum við um slóttugar vélar og sálfræðinginn og tölvunarfræðinginn Geoffry Hinton sem sagði starfi sínu lausu frá Google til þess að geta varað við þróun gervigreindar án þess að skaða fyrirtækið.

    • 55 Min.

Kundenrezensionen

5,0 von 5
1 Bewertung

1 Bewertung

Top‑Podcasts in Gesellschaft und Kultur

Paarspektiven
Ischtar und Tommy
Hotel Matze
Matze Hielscher & Mit Vergnügen
Alles gesagt?
ZEIT ONLINE
Hoss & Hopf
Kiarash Hossainpour & Philip Hopf
Betreutes Fühlen
Atze Schröder & Leon Windscheid
Eisernes Schweigen. Über das Attentat meines Vaters | WDR
WDR

Das gefällt dir vielleicht auch

Eftirmál
Tal
Í ljósi sögunnar
RÚV
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Þjóðmál
Þjóðmál
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101