24 episodes

Viðtalsþættir þar sem Góðvild fær til sín fólk úr ólíkum áttum sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast langveikum eða fötluðum börnum á einhvern hátt og koma til að ræða mikilvæg málefni tengdum þessum málaflokki.
Spjallið með Góðvild er vettvangur fyrir þá sem vilja bæta lífsgæði langveikra og fatlaðra barna á Íslandi.
Hér viljum við ræða allt það sem vel er gert fyrir þennan hóp en líka það sem betur má fara.
Umsjónarmenn þáttanna eru Sigurður Jóhannesson, Sigga Stína og Sigga Heimis.

Góðvil‪d‬ Góðvild Styrktarsjóður

  • Alternative Health

Viðtalsþættir þar sem Góðvild fær til sín fólk úr ólíkum áttum sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast langveikum eða fötluðum börnum á einhvern hátt og koma til að ræða mikilvæg málefni tengdum þessum málaflokki.
Spjallið með Góðvild er vettvangur fyrir þá sem vilja bæta lífsgæði langveikra og fatlaðra barna á Íslandi.
Hér viljum við ræða allt það sem vel er gert fyrir þennan hóp en líka það sem betur má fara.
Umsjónarmenn þáttanna eru Sigurður Jóhannesson, Sigga Stína og Sigga Heimis.

  Spjallið með Góðvild # 24 - Atli Magnússon

  Spjallið með Góðvild # 24 - Atli Magnússon

  Atli Magnússon - Arnarskóli 

  • 27 min
  Spjallið með Góðvild # 23 - Ellen Helga Steingrímsdóttir

  Spjallið með Góðvild # 23 - Ellen Helga Steingrímsdóttir

  Ellen Helga Steingrímsdóttir

  • 16 min
  Spjallið með Góðvild # 22 Laufey Ýr Sigurðardóttir

  Spjallið með Góðvild # 22 Laufey Ýr Sigurðardóttir

  Layfey Ýr Sigurðardóttir

  • 41 min
  Spjallið með Góðvild # 21 - Sigga Heimis

  Spjallið með Góðvild # 21 - Sigga Heimis

  Sigga Heimis

  • 36 min
  Spjallið með Góðvild # 20 Margeir Þór Hauksson

  Spjallið með Góðvild # 20 Margeir Þór Hauksson

  Maggi segist vera lífsglaður einstaklingur sem hafi gaman að tækifærum. Hann lauk sjálfur diplómanámi eftir menntaskóla, en segir að það vanti fleiri möguleika fyrir fatlaða og langveika einstaklinga sem þola ekki vel hávaða eða geta ekki sótt nám. Nefnir hann þar sem dæmi félagsmiðstöð og menntaskóla, því enginn vilji hanga alltaf heima allan liðlangan daginn.

  „Ég get alveg viðurkennt að þau hafa batnað en þau mega alveg vera betri,“ segir Margeir Þór Hauksson um aðgengi fyrir fatlaða hér á landi.

  Hann er sjálfur einhverfur og með CP-hreyfihömlun og notar hjólastól vegna sinnar fötlunar. Lenti hann til dæmis í vandræðum á dögunum með að komast til læknis í örorkumat þar sem aðgengið var svo lélegt.

  Grein á Vísi: 

  https://www.visir.is/g/20212068517d/-thetta-a-ekki-ad-vera-svona-mikid-vandamal-

  • 28 min
  Spjallið með Góðvild # 19 - Eygló Guðmundsdóttir

  Spjallið með Góðvild # 19 - Eygló Guðmundsdóttir

  Spjallið með Góðvild # 19 - Eygló Guðmundsdóttir 


  „Þau voru með hátt skor á áfallastreitu og miklu hærra en foreldrar sem voru ekki með veik börn,“ segir Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur. Í doktorsnámi sínu skoðaði hún líðan foreldra krabbameinssjúkra barna.

  Eygló lauk doktorsnámi í heilbrigðisvísindum frá Karolinska Institutet í Svíþjóð. Í rannsóknarverkefni sínu vildi hún kanna líðan foreldra krabbameinssjúkra barna. Hver eru langtímaáhrifin af slíku áfalli og var spurningalisti hennar lagður fyrir hundruð foreldra.

  Eygló missti son sinn árið 2015 eftir langa veikindabaráttu svo hún þekkir málaflokkinn mjög persónulega líka, ekki bara í gegnum rannsóknirnar og starf sitt sem sálfræðingur. Hún áttaði sig snemma á því að það vantaði meiri stuðning fyrir þennan hóp, líka eftir að langveikt barn fellur frá eins og gerðist í hennar tilfelli.

  „Það á alltaf að hafa stuðningsmeðferð í boði, alltaf. Ég bjó til módel með þremur mismunandi örmum til að skoða hvað hentar hverjum,“ útskýrir Eygló.

  Grein á Vísi: 

  https://www.visir.is/g/20212065177d/

  • 41 min

Top Podcasts In Alternative Health