13 episodes

Í hlaðvarpinu Hús&Hillbilly fara systurnar Ragga og Magga Weisshappel inná vinnustofur listamanna og eiga við þá tímalaust spjall um líf og list, allt og ekkert, himinn og jörð og það sem er á milli.

Hús & Hillbilly Heimildin

    • Society & Culture

Í hlaðvarpinu Hús&Hillbilly fara systurnar Ragga og Magga Weisshappel inná vinnustofur listamanna og eiga við þá tímalaust spjall um líf og list, allt og ekkert, himinn og jörð og það sem er á milli.

    #13 Rán Flygenring

    #13 Rán Flygenring

    Rán Flygenring er alltmúlígtmanneskja og heimskona mikil. Hillbilly heimsótti hana á vinnustofu í Vesturbænum um jólin. Hún gleður okkur flest, og fræðir, með teikningum sínum sem rúmast í mörgum bókum og blöðum. Hún er líka mjög skemmtileg. Og smart. Og klár. Til þess að skoða það sem Rán býr til er hægt að fara inná þessa heimasíðu hér: http://ranflygenring.com/

    #12 Ragnar Kjartansson

    #12 Ragnar Kjartansson

    Hillbilly heimsótti Ragnar Kjartanson á vinnustofu hans í Reykjavík. Það var innsetning í vinnslu, rússnesk stemning, flippaður bar og á stofuborðinu lá bókin „Í dag varð ég kona” eftir Gunnar Dal. Bókin vakti athygli Hillbillyar og Ragnar var svo vænn að lesa uppúr bókinni fyrir hana. Spjallið fór svo útum allt, frá leiklist yfir í tónlist og myndlist og allt þar á milli. Eftir viðtalið er það staðfest að Ragnar er mjög fabulous, eða allavega þykist hann vera það.

    #11 Haraldur Jónsson

    #11 Haraldur Jónsson

    Að koma inn á vinnustofu Haraldar Jónssonar var eins og að vera umfaðmaður hálsakoti barns, eins og hann orðaði það vel sjálfur. Mjúk og sæt lykt tók á móti okkur þegar við hittumst í spjall í miðbænum. Haraldur er einlægur og orðar hlutina heppilega, og minnir okkur öll á að gleyma ekki að undrast.

    #10 Halldór Baldursson

    #10 Halldór Baldursson

    Það þekkja allir teikningar Halldórs Baldurssonar. Sumir sjá hreinlega fyrir sér teikningar hans þegar þeir hugsa um ákveðna pólitíkusa. Hann er þó með móral yfir hvernig hann teiknaði Katrínu Jakobsdóttur, en hann neyðist til að halda áfram að teikna hana þannig. Hillbilly heimsótti Halldór Baldursson á vinnustofu hans.

    #9 Rúrí

    #9 Rúrí

    Rúrí er gestur Hillbillyar í dag og eins og oft gerist í svo stuttu spjalli þá er margt sem kemst ekki að. Til dæmis töluðum við ekki um framlag hennar á Feneyjartvíæringinn 2003 Arkív, endangered waters, gagnvirka innsetningu sem samanstóð af 52 ljósmyndum af fossum, en við töluðum hins vegar um fyrsta fossinn sem fangaði athygli hennar á barnsaldri og hún fangaði á fyrstu filmuna sína. Svo ræddum við líka frið og bíla. Á heimasíðu listamannsins, www.ruri.is er m.a. hægt að sjá allt um feneyjarverkið og þar sést ljósgrátt á hvítu hve ótrúlega frjó og afkastamikil hún hefur verið og er enn að sjálfsögðu. Verk Rúríar eiga alltaf við. Eftirfarandi tilvitnun er af heimasíðunni: Certainly, water will become the blue gold of our future.

    #8 Lóa Hjálmtýsdóttir

    #8 Lóa Hjálmtýsdóttir

    Hillbilly heimsótti Lóu Hjálmtýsdóttur í vinnustofuna/búðina hennar í Hafnarstræti þar sem pizzulykt fyllir öll vit. Lóa spjallaði um húmorinn, teikninámið í New York og þegar Kim Kardashian fékk sér pulsu.

Top Podcasts In Society & Culture

Á vettvangi
Heimildin
Í ljósi sögunnar
RÚV
Einkalífið
einkalifid
Frjálsar hendur
RÚV
Sixteenth Minute (of Fame)
Cool Zone Media and iHeartPodcasts
Þjóðmál
Þjóðmál