138 episodes

Hlaðvarp um sölu og markaðsmál

Jóns Óli Jóns

  • Business
  • 4.7 • 6 Ratings

Hlaðvarp um sölu og markaðsmál

  121. Sigurður Hannes Ásgeirsson

  121. Sigurður Hannes Ásgeirsson

  Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Sigurð Hannes Ásgeirsson en hann starfar við efnissköpun hjá Icepharma. Sigurður sem menntaði sig í kvikmyndagerð í New York hefur komið víða við á sínum ferli þar má meðal annars nefna heimildamyndagerð í Afríku, hjá sjónvarpsstöð í Canada ásamt því að hafa starfað hér á landi. Sigurður er eins og hann segir klippari í grunninn en er í starfi sínu í dag jafnt tökum bæði og ljósmyndum og myndböndum ásamt eftirvinnu. Sigurður talar líka um hversu mikilvægt það er fyrir fólk í hans starfi að fá að vera með frá upphafi á mótun hugmynda að markaðsefni eða herferðum. Þetta er að í annað sinn sem Sigurður kemur í þáttinn en hann kom í þátt 17 með Herði félaga sínum sem hann rak með framleiðslufyrirtækið Skuggaland.

  • 35 min
  120 Berglind Ósk Ólafsdóttir

  120 Berglind Ósk Ólafsdóttir

  Berglind Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO er gestur Óla Jóns í þessum þætti. Við ræðum meðal annars um hvernig BYKO vinnur að umhverfismálum, hvaða skref hafa verið stigin í átt að sjálfbærni og hver ábyrgð BYKO er í virðiskeðjunni varðandi vistvænt vöruframboð.

  Við förum einnig yfir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en BYKO er í miðri innleiðingu á fjórum kjarnamarkmiðum sem fyrirtækið leggur þungann á og gerir grein fyrir þeim í sinni fyrstu samfélagsskýrslu sem var gefin út vorið 2020 fyrir rekstarárið 2019.  Berglind er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með 14 ára stafsreynslu í markaðsmálum og hefur nú snúið sér að verkefnastjórn á viðskiptaþróunarsviði BYKO þar sem hún ber ábyrgð á að fylgja og þróa umhverfisstefnu fyrirtækisins. Berglind situr í stjórn faghóps um loftlags- og umhverfismál hjá Stjórnvísi og situr einnig í stjórn Neistans, félagi hjartveikra barna. Berglind er gift Steini Jóhannssyni, verkefnastjóra hjá fasteignafélaginu Smáragarði og eiga þau þrjá syni.

  • 35 min
  119. Inga Hlín Pálsdóttir

  119. Inga Hlín Pálsdóttir

  Inga Hlín Pálsdóttir sjálfstætt starfandi ráðgjafi og fyrrverandi forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu er gestur Óla Jóns í þessum fyrsta þætti ársins 2021. Við ræðum meðal annars vöxt ferðaþjónustunnar 2010 þær áskoranir og tækifæri sem voru þá, hvað gekk vel og hvað ekki. Hvaða áskoranir og hvaða tækifæri blasa við núna á Covid tímum og hvað ferðaþjónustu aðilar þurfa að hafa í huga á næstu misserum. Inga Hlín segir okkur líka frá nýju starfi sem ráðgjafi Inga Hlin Consulting og starfi sínu hjá Future Place Leadership.
  Linkedin.com segir um Future Place Leadership "We are a Nordic management consultancy specialising in the development, innovation and marketing of places. Á ingahlin.is Inga Hlin Palsdottir has been an integral part of branding and promotion for Iceland for over a decade and has been involved with all aspects of the tourism industry. She led successful changes for the brand Iceland as a place and destination, both in crisis and in times of growth. She is the former director of Visit Iceland and the award winning campaign Inspired by Iceland. In her time the tourism industry in Iceland went from being the third largest revenue generating industry to the largest one. As well as becoming a whole year round destination in all regions. Her main emphasis has been on stakeholders’ engagement, integrated marketing, sustainability and responsibility in the industry. From 2020, she has been advising places and destinations on strategy, branding, stakeholders engagement, integrated marketing and crisis communication. She is also Senior Advisor with Future Place Leadership.

  • 37 min
  118 Guðmundur Bjarni Sigurðsson

  118 Guðmundur Bjarni Sigurðsson

  "Er ást í þessu?"
  Guðmundur Bjarni er stofnandi Kosmos og Kaos og er titlaður í dag CEO / Creative Director.
  Í þessu viðtali segir Keflvíkingurinn Guðmundur okkur frá Ninjafélagi í Keflavík, BMX braut og stuttum körfuboltaferli.
  Guðmundur segir okkur einnig frá því hvernig það kom til að hann fór í þann bransa sem hann starfar við í dag. Guðmundur kemur meðal annars inn á skemmtilegan vef sem hann setti í loftið gummisig.com og vakti mikla athygli á sínum tíma. Guðmundur fer inn á þau verkefni sem hans fyrirtæki kemur að í dag og hvað honum finnst mikilvægast að hafa í huga varðandi hönnun og rekstur.

  • 37 min
  117. Gunnlaugur Jónsson

  117. Gunnlaugur Jónsson

  Í þessum þorláksmessuþætti heyrðum við viðtal sem Óli Jóns tók við Gunnlaug Jónsson framkvæmdastjóra Fjártækniklasans.
  Gunnlaugur segir okkur frá því hvað hann hefur verið að fást við undan farin ár allt frá því að setja upp söngleik ásamt því að koma að ófáum startup fyrirtækjum.
  Á vef fjártækniklasans segir
  "Tilgangur Fjártækniklasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Hann er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og bættum lífskjörum. Við stöndum fyrir margvíslegu starfi auk þess að reka nýsköpunarsetur á 2. hæð í Grósku í Vatnsmýri."

  • 42 min
  116. Baldvin Þormóðsson

  116. Baldvin Þormóðsson

  Baldvin Þormóðsson festi nýlega kaup á Íslensku auglýsingastofunni ásamt föður sínum Þormóði Jónssyni og fer þar með hlutverk Hugmyndastjóra.

  Feðgarnir hafa víðtæka reynslu úr heimi auglýsinga, Þormóður átti og rak auglýsingastofuna Fíton um árabil en þar steig Baldvin einmitt sín fyrstu skref í bransanum. Þaðan lá leið hans til Bretlands þar sem hann stundaði BA-nám í auglýsingagerð við London College of Communication. Síðastliðin tvö ár hefur Baldvin starfað í Kaupmannahöfn hjá dönsku auglýsingastofunni THANK YOU þar sem hann vann meðal annars fyrir alþjóðleg vörumerki á borð við Carlsberg, Ferrari og Royal Copenhagen.

  Í þættinum ræðir Baldvin breytt landslag auglýsingamarkaðarins og framtíðarsýn hans fyrir Íslensku auglýsingastofuna.

  • 27 min

Customer Reviews

4.7 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Agnes Gunnars ,

Agnes

Mjög áhugaverð og fróðleg viðtöl hjá Óla Jóns 👍🏼

Top Podcasts In Business

Listeners Also Subscribed To