Spursmál

Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

  1. 19 SEPT

    #88. - 1.607 milljarðar, olíuævintýri og misgóðir lífeyrissjóðir

    Gæti ríkissjóður hagnast um þúsundir milljarða á því ef olíuvinnsla hefst á Drekasvæðinu? Það fullyrða þeir Heiðar Guðjónsson og Haukur Óskarsson en þeir hafa í nærri tvo áratugi unnið að því að koma olíuleit og -vinnslu af stað á svæðinu. Þeir eru gestir Spursmála að þessu sinni og segja verkefnið að öllu óhættulaust fyrir ríkissjóð. En hver er hættan á umhverfisslysi og hversu langan tíma tæki að koma verkefni af þessu tagi á koppinn. Svara við þessu öllu verður leitað í þættinum. Áður en þeir mæta til leiks etja kappi þær Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins. Arna Lára er formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins og hún situr sömuleiðis í fjárlaganefnd. Sigríður situr í velferðarnefnd þar sem kostnaðarþyngstu þættir fjárlaga liggja. Og það er einmitt af þeirri ástæðu sem þær eru kvaddar á vettvang. Til þess að ræða fjárlögin sem nú gera ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs muni nema ríflega 1.600 milljörðum króna á næsta ári. Í lok þáttar verður farið yfir nýja fjártæknilausn fyrirtækisins Aurbjargar þar sem almenningi gefst kostur á að skilja betur en áður hvernig lífeyriskerfið virkar og hvað það þýðir að greiða iðgjöld sín í þennan sjóð fremur en annan. Gríðarlega miklu getur munað á ávinnslunni eftir sjóðum og breyturnar eru margar. Það eru þau Ásdís Arna Gottskálksdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Baldvin Egill Baldvinsson fjártæknisérfræðingur, sem fara yfir málið.

    1h 40m
  2. 12 SEPT

    # 87. - Yfirvofandi stríðsátök, aftaka í Utah, Skatturinn sér um sína og Vinnslustöð í vanda

    Heimur á heljarþröm myndu einhverjir segja þegar stjórnmálamenn eru teknir af lífi í beinni útsendingu og Rússar herða tökin gagnvart Evrópu allri. Móta þarf nýja varnarmála stefnu fyrir Ísland. Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála í dag þar sem tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar, þær Lilja D. Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mæta og ræða nýlegan yfirgang Rússa gagnvart Pólverjum, morðið á Charlie Kirk og tillögur þingmannahóps að mótun nýrrar varnarmálastefnu fyrir Ísland. Þá mæta þeir Skafti Harðarson og Róbert Bragason frá Samtökum skattgreiðenda og kynna nýtt mælaborð sem samtökin hafa komið á laggirnar. Það varpar ljósi á útgjöld ríkissjóðs tvo áratugi aftur í tímann. Þar kennir sannarlega ýmissa grasa og segja þeir félagar að mikil og augljós tækifæri séu til þess að bæta ríkisreksturinn. Að því viðtali loknu sest Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni niður með Stefáni Einari og fer yfir þá stöðu sem nú er komin upp í Vestmannaeyjum í kjölfar þess að fyrirtæki hans sagði upp 50 starfsmönnum í fiskvinnslu. Segir Binni að það sé afleiðing af hækkun veiðigjalda á útgerðarfyrirtæki landsins en Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hafa sagt ástæðurnar allt aðrar.

    1h 49m
  3. 5 SEPT

    # 86. - Snorri í gapastokknum og skólakerfi og laxeldi í lamasessi?

    Sí­fellt færri ung­menni geta lesið sér til gagns og veiðirétt­ar­haf­ar eru farn­ir að stífla laxveiðiár af ótta við slysaslepp­ing­ar lax­eld­is­ins. Hvar er í gangi í ís­lensku sam­fé­lagi? Þetta og fleira verður til umræðu í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þegar horft er yfir umræðuna um ís­lenska mennta­kerfið mætti halda að allt hafi farið úr­skeiðis á síðustu árum. Magnús Þór Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands­ins er ekki sam­mála því en hann viður­kenn­ir þó að margt hefði mátt bet­ur fara. Hann mæt­ir á vett­vang Spurs­mála og ræðir nýja mennta­stefnu og aðal­nám­skrá seg­ir einn af pró­fess­or­um Há­skóla Íslands seg­ir að sé upp­full af lyg­um. Þá mæt­ir Daní­el Jak­obs­son, for­stjóri Arctic Fish á Ísaf­irði í þátt­inn og svar­ar fyr­ir slysaslepp­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins í Dýraf­irði sem urðu til þess að veiðirétt­ar­haf­ar í Hauka­dalsá brugðu á það ráð að stífla ána í því skyni að koma í veg fyr­ir óæski­lega fisk­gengd þar upp. Tel­ur Jakob að fisk­eldið, sem hef­ur vaxið gríðarlega á síðustu árum, bæði á Vest­fjörðum og fyr­ir aust­an, eigi sér framtíð á Íslandi? Áður en Magnús Þór og í kjöl­farið Daní­el mæta á vett­vang ætla þau Andrea Ró­berts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu og Ein­ar Þor­steins­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri og nú borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins að ræða frétt­ir vik­unn­ar. Þar er víst að margt for­vitni­lega muni bera á góma.

    2h 32m

Ratings & Reviews

4.4
out of 5
28 Ratings

About

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

You Might Also Like