
62 episodes

VÍDJÓ Hugleikur Dagsson & Sandra Barilli
-
- Film Reviews
-
-
5.0 • 19 Ratings
-
Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma.
Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.
-
Brimprettir (Point Break)
Óskabarn Hollywood, Keanu Reeves, leikur lögreglumann sem þarf að komast í mjúkinn hjá brimbrettaköppum til að rannsaka fjölda bankarána sem hann telur þá ábyrga fyrir. Hann finnur fljótt hvernig öldurnar draga fólk til sín og er sjálfur orðinn heillaður af brimbrettalífsstílnum, en má ekki missa sjónar af markmiði sínu.
-
Te hjá tengdó (Get Out)
Svartur ljósmyndari eyðir helginni hjá hvítri tengdafjölskyldu sinni í þeirri von að kynnast þeim betur en áttar sig smátt og smátt á því að tilgangur heimsóknarinnar er allur annar en að styrkja fjölskyldutengslin á heilbrigðan hátt.
-
Svikinn héri (Who framed Roger Rabbit)
Samlífi teiknimynda og fólks í Hollywood gengur framar vonum þangað til að illkvittinn einstaklingur ætlar sér að eyða öllum teiknimyndum úr raunveruleikanum með heimatilbúinni sýru. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar sér að taka út skærustu kvikmyndastjörnu teiknimyndanna, Halla héra.
-
Slest upp á vínskápinn (Withnail and I)
Tveir atvinnulausir leikarar telja að þeir þurfi hvíld frá daglegu amstri í borginni og fá lánaðan sveitabæ. Þegar þeir koma á staðinn tekur allt annað en hvíld við, en þeir þurfa að hafa mikið fyrir að kynda upp húsið, finna sér mat í gogginn og elda hann.
-
Bingó í Vinabæ (When Harry Met Sally...)
Harry og Sally kynnast ung að árum þegar þau keyra samferða til New York, sem má sjá eins og þriðja karakter myndarinnar. Þau hittast öðru hverju á förnum vegi og verða loks nánir vinir. Þrátt fyrir fjölda elskhuga og langtímamaka virðast hugar þeirra beggja leita smátt og smátt hvorir til annars.
-
Alein 2: Fleiri en ein (Aliens)
Ripley rekur loks á slóðir mannfólks en hún hefur verið sofandi í fleiri tugi ára. Á meðan hún svaf og sveif um geiminn réðust stórfyrirtæki í að byggja upp samfélag á plánetunni þar sem hún hafði fyrst komist í kynni við Xenomorph. Hún fer því í leiðangur með
Customer Reviews
Ómissandi hlaðvarp!
Besta hlaðvarp um kvikmyndir sem Hulli hefur séð en ekki Sandra á Íslandi!
Æði
Hlakka svo til alien og T2. Eru þær ekki á listanum?