100 episodes

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma.
Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.

VÍDJ‪Ó‬ Hugleikur Dagsson & Sandra Barilli

    • Film Reviews
    • 4.9 • 34 Ratings

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma.
Á hverjum þriðjudegi kemur nýr þáttur sem er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.

    Bjartur (Akira)

    Bjartur (Akira)

    Ungir drengir í mótorhjólagengi lenda í hættu þegar að einn þeirra smitast af telekínetískum ofurkröftum. Smitið nær heljartökum á honum, og reynist honum lífshættulegt.

    • 1 hr 9 min
    Brot af því besta - Þættir 006-010

    Brot af því besta - Þættir 006-010

    Smakkseðill úr þáttum 6 til 10, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Meðal dóna og þrjóta í Minnesóta (Fargo), KJAMS (Jaws), Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman), Reimholt (Ghost World) og loks Bíbí fríkar út (Birds).

    • 1 hr 25 min
    Kung fú sjúbbídú (Kung Fu Hustle)

    Kung fú sjúbbídú (Kung Fu Hustle)

    Í einum fátækasta hluta Shanghai borgar er blokk með samliggjandi svalir og mikinn samgang íbúa sem eiga það sameiginlegt að vera með sama leigusalann. Leigusalinn býr líka í blokkinni en hún býr einnig yfir ofurkröftum.

    • 1 hr 10 min
    Strákarnir okkar (Team America: World Police)

    Strákarnir okkar (Team America: World Police)

    Alheimslögregla Bandaríkjanna er orðin ráðþrota í baráttunni við hryðjuverkamenn og ræður því til sín Gary, stærsta leikarann á Broadway til að svindla sér inn í herbúðir óvinanna. Hann beitir öllum sínum leikhæfileikum til að bjarga heiminum og finnur ástina.

    • 1 hr 31 min
    Vonlaust viðhald (Fatal Attraction)

    Vonlaust viðhald (Fatal Attraction)

    Þegar heimilisfaðir, sem þykir hjónaband sitt farið að súrna, ákveður að halda framhjá eiginkonu sinni með tælandi samstarfskonu, kemst hann fljótt að því að hann hefði betur haldið upp um sig brókinni.

    • 1 hr 9 min
    Bella Dýramær (Beauty and the Beast)

    Bella Dýramær (Beauty and the Beast)

    Fríða er ungur bókaormur sem þyrstir í ævintýri og þegar föður hennar er rænt af dýrslegri skepnu í álögum, ákveður hún að hún skuli bjóða sjálfa sig fram sem fanga í stað föður síns. Hún dvelur í kastala þar sem allt heimilisfólk er einnig undir álögum og reynir að gera gott úr dvölinni þar.

    • 1 hr 27 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
34 Ratings

34 Ratings

Birna Lísa ,

Ómissandi podkast.

Ég hef hlustað á alla ykkar þætti líka slaygðu og finnst þeir frábærir.
Ef ég dett niður í þunglyndis hugsanir þá eru ykkar þættir besta meðalið.
Takk kærlega fyrir mig🌻

Halldór Marteins ,

Næsari feitur sá sé slíkur!

Besta bíópodkast norðan Alpafjalla og sunnan Miklubrautar. Dagsson og Barilli eru frábær hlaðvarpsdúett sem geta talað um gjörsamlega hvað sem er á áhugaverðum nótum og finna mjög skemmtilega vinkla á kvikmyndunum sem þau fjalla um. Ég ætla að stinga upp á að VÍDJÓ taki fyrir klassíkina Monty Python and the Holy Grail. Life of Brian til vara. Er annars opið fyrir umsóknir um inngöngu í Hulla og Söndru félagið?

irmalexandra ,

Ómissandi hlaðvarp!

Besta hlaðvarp um kvikmyndir sem Hulli hefur séð en ekki Sandra á Íslandi!

You Might Also Like

Sveppalingur1977
Helgi Jean Claessen
Tal
Hugi Halldórsson
Steve Dagskrá
Hjörvar Hafliðason