68 episodes

Hefur þú áhuga á bulli, vitleysu og áhugaverðum gestum? Þá ert þú á réttum stað. Hemmi frændi býður upp á spjall um allt milli himins og jarðar, gesti sem vita hluti, og grín og gys. Er hægt að biðja um meira?

Hemmi frændi Hemmi Frændi

  • Comedy
  • 5.0 • 2 Ratings

Hefur þú áhuga á bulli, vitleysu og áhugaverðum gestum? Þá ert þú á réttum stað. Hemmi frændi býður upp á spjall um allt milli himins og jarðar, gesti sem vita hluti, og grín og gys. Er hægt að biðja um meira?

  68 - Hemmi fær Kristófer í kaffi

  68 - Hemmi fær Kristófer í kaffi

  Vegna tæknilegra örðugleika í mixernum hjá Hemma frænda þurfti töluverða klippingu fyrir þennan þátt. Þess vegna kemur Kristófer Þorri Haraldsson (Klipptófer) í þáttinn til að snyrta Hemmana til og segja þeim sögur úr sveitinni þar sem hann hefur gripið í margan spenann.Hemmi frændi er nú kominn í smá sumarfrí og hlakkar til að kvelja eyru ástkærra hlustenda aftur von bráðar. Gleðilegt sumar og heyrumst síðar!

  • 1 hr 8 min
  67 - Hemmi fær Davíð í sögur

  67 - Hemmi fær Davíð í sögur

  Davíð Már Gunnarson, hinn nýjungagjarni lífskúnstner, heiðrar Hemma frænda með viðveru sinni í þessum þætti. Hann er einn hressasti og jákvæðasti maður sem hægt er að finna á árinu 2020 og geislar af vinsemd og virðingu. Athugasemdir í þættinum gætu fengið þig til að brosa.

  • 1 hr 14 min
  66 - Hemmi fær Almar í kaffi

  66 - Hemmi fær Almar í kaffi

  Listamaðurinn Almar Steinn Atlason er gestur Hemma frænda í einum mest sextugasta og sjötta þætti sem gerður hefur verið. Almar ræðir við Hemmana um listina, tímann og Íslandspóst en á mörgu þarf að taka innan veggja skriffinskubáknsins ógurlega sem heltekið hefur sál þjóðarinnar. Þess má geta að Bjarni og Almar eru skyldir í fimmta og fjórða ættlið. Ættliði að trúa þessu?

  • 1 hr 3 min
  65 - Hemmi fær skoðun hjá Valgerði

  65 - Hemmi fær skoðun hjá Valgerði

  Af einskærri manngæsku heimsækir Valgerður Briem Magnúsdóttir Hemma frænda og segir frá ævintýrum sínum um heim allan. Valgerður er hrædd um að barnaverndarstofa taki af henni son sinn vegna viðtalsins og er hún því flutt til Noregs þar sem þau mæðgin eru óhult fyrir oti þeirra og poti.

  • 1 hr 10 min
  64 - Hemmi fær lánaðan súpupott

  64 - Hemmi fær lánaðan súpupott

  Hann er kominn aftur til Hemma frænda. Grallarinn, brallarinn og súpumallarinn Gunnar Þór Böðvarsson. Ævintýrin sem einn maður getur lent í eru með ólíkindum og fá Hemmarnir að heyra allt um þau. Verði ykkur að góðu.

  • 1 hr 5 min
  63 - Hemmi ferðalangar í sumarfrí

  63 - Hemmi ferðalangar í sumarfrí

  Ferðalangurinn Elísabet Ýr Guðjónsdóttir kemur aftur í heimsókn til Hemma frænda en hún er betri helmingur víðförla dúósins @twotravellingidiots. Hlutir, fólk og staðir verða ræddir í þættinum og er því lítið frá brugðið fyrir elskulega aðdáendur þáttarins.

  • 1 hr 13 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Jónatan Læknir ,

Snilld!

Eitt besta podkast landsins

Top Podcasts In Comedy

Listeners Also Subscribed To