15 episodes

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

Einkalífi‪ð‬ einkalifid

    • Society & Culture

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

    Einkalífið - Frosti Logason

    Einkalífið - Frosti Logason

    Frosti Logason fjölmiðlamaður er gestur Einkalífsins að þessu sinni og segir frá tímanum þar sem fyrrverandi kærasta hans steig fram í viðtali og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann segir frá tíma sínum á sjónum og stofnun eigin miðils, Brotkasts. Frosti ræðir umfjöllun sína um Eddu Falak og segist ekki hafa haft hana á heilanum. Hann ræðir líka fjölskyldulífið og væntanlega endurkomu Mínus.

    • 59 min
    Einkalífið - Kristrún Frostadóttir

    Einkalífið - Kristrún Frostadóttir

    Kristrún Frostadóttir er intróvert að eðlisfari sem var dregin út úr skelinni þegar foreldrar hennar fluttu til Bretlands. Hún ræðir æskuna í Fossvogi og spænskuskólann í San Sebastián þar sem hún kynntist fyrstu ástinni sem býr nú í Íran. Hún ræðir lífið á þingi og hvernig það fer saman að ala upp ung börn á meðan hún reisir Samfylkinguna upp úr öskustónni. 

    • 47 min
    Einkalífið - GDRN

    Einkalífið - GDRN

    Tónlistarkonan og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er viðmælandi í Einkalífinu. GDRN skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 og það má með sanni segja að líf hennar hafi verið tilviljanakennt. Hún stefndi á atvinnumennsku í fótbolta frá ungum aldri en slasaðist og fór því í tónlistarnám. Hún gaf út plötu án þess að hafa sungið fyrir framan fólk, fór með aðalhlutverk í Netflix seríu án þess að hafa leikið áður og er í dag ein þekktasta listakona landsins. Hún var að senda frá sér plötuna Frá mér til þín og segir suma texta 100% samda um ákveðnar manneskjur á meðan hún gefur sér skáldaleyfi í öðrum lögum. GDRN ræðir hér meðal annars um feril sinn, tónlistina, ástina, móðurhlutverkið, að vera kona í bransanum, vináttu sína við Bríeti, að byggja sig upp og vera með breiðara bak í dag en nokkru sinni fyrr. 

    • 50 min
    Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson

    Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson

    Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur er fótboltakappi að fornu fari sem lenti í erfiðleikum vegna fíkniefnanotkunar. Hann fann beinu brautina í kynjafræðinni en segir bakslag í umræðunni hafa haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þá ræðir hann fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.

    • 59 min
    Einkalífið - Ástrós Traustadóttir

    Einkalífið - Ástrós Traustadóttir

    Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var einungis 16 ára gömul þegar hún flutti erlendis til þess að leggja fyrir sig atvinnumennsku í dansi og varð Frakklandsmeistari í dansinum 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti hún á vegg eftir að hafa glímt lengi við átröskun sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og flutti heim. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir lífið og tilveruna, raunveruleikaþættina LXS, að vera þekkt á Íslandi, danslífið, andleg veikindi og bataferlið, erlendan hakkara sem hún varð fyrir, móðurhlutverkið og hlaðvarp hennar um móðurhlutverkið, ástina sem kom á erfiðum en samt hárréttum tíma og ýmislegt fleira.

    • 48 min
    Einkalífið - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

    Einkalífið - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

    Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er skilnaðarbarn sem flutti reglulega í æsku. Hún varð fyrir einelti og Idol-ævintýri hennar lauk í sjúkrabíl. Arndís er gestur Einkalífsins og ræðir líka ástina, Eurovision, örlagaríka ferð á Kíkí og áhrifin sem málið hafði á fjölskyldu hennar. Einkalífið er í samstarfi við Mist. 

    • 54 min

Top Podcasts In Society & Culture

Fail Better with David Duchovny
Lemonada Media
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
We Can Do Hard Things
Glennon Doyle and Audacy
Shawn Ryan Show
Shawn Ryan | Cumulus Podcast Network
This American Life
This American Life
Blame it on the Fame: Milli Vanilli
Wondery

You Might Also Like

Undirmannaðar
Undirmannaðar
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Mömmulífið
Mömmulífið
Spjallið
Spjallið Podcast
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Teboðið
Birta Líf og Sunneva Einars