88 episodes

Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi

Endalínan Podcaststöðin

  • Sports
  • 4.9 • 7 Ratings

Beinskeytt umræða um íslenskan körfubolta.

Halldór Örn - Gunni Stef - Rúnar Ingi

  87. Þáttur - Merkilegur Mánudagur - eða hvað?

  87. Þáttur - Merkilegur Mánudagur - eða hvað?

  Kæra körfuboltafjölskylda, þá er þessi óútreiknanlega deildarkeppni í efstu deild karla formlega lokið en það var spiluð heil umferð nú á mánudagskvöldið. Merkilegur mánudagur , eða hvað? Það var ansi mikil spenna í loftinu enda margir hlutir sem áttu eftir að skýrast. Hægt var að fylgjast með öllum leikjunum á sama tíma í svokallaðri KörfuboltaMessu til að djúsa þetta aðeins upp og má segja að í hálfleik hafi spennan verið óbærileg. En svo fór að þetta varð ekkert alltof spennandi og nokkuð öruggir sigrar á flestum stöðum. Fjörið búið á Austfjörðum í bili , Njarðvíkingar björguðu sér frá falli en fara í snemmbúið sumarfrí , ÍR-ingar spila óárángursríkan körfubolta og úrslitakeppnin verður rosaleg ! Endalínan fer létt yfir leiki kvöldsins og hvað við sjáum fyrir í framhaldinu hjá þeim liðum sem kláruðu sitt tímabil í kvöld og hjá þeim sem halda áfram í úrslitakeppninni sem auðvitað er það eina sem skiptir máli. Endalínan í boði Kalda , WhiteFox og Cintamani beint af heimavellinum í WhiteFoxStofunni !

  #Endalinan #Kaldi #LjosIDos #WhiteFox #Cintamani #GosGear #PodcastStodin

  86. Þáttur - Crunch Time !

  86. Þáttur - Crunch Time !

  Endalínan er mætt í WhiteFox stofuna og fer yfir 21.umferðina fyrir ykkur hlustendur en þessi sturlaða deildarkeppni er nú komin á ,,Endalínuna,,. Við fengum eitthver svör en þrátt fyrir það er margt ennþá alveg galopið fyrir lokaumferðina sem fer fram á mánudaginn nk. Of seint í rassinn gripið hjá Haukunum sem eru fallnir , Hattarmenn verðskulda sæti en eru í mikilli fallhættu , Mallory er ENDAKALLINN ! , Njarðvíkingar héldu haus á heimavelli Hörkunnar gegn ÍR , Grindavíkurhjartað stærra en brotin hjörtu Skagfirðinga , óspennandi stórveldaslagur í Garðabæ , Þór Ak. verða í deild þeirra bestu að ári og Keflavík sýndi gæðin gegn löskuðum Valsmönnum í leik sem telur ekkert í playoffs. Allt þetta og meira til í boði Kalda , WhiteFox og Cintamani !

  85.Þáttur - Back to back baby !

  85.Þáttur - Back to back baby !

  Það vantar ekki umræðuefni þegar horft er til Dominos deildarinnnar kæru hlustendur enda má segja að það sé allt á suðupunkti í þessari æsispennandi deildarkeppni sem er nú á lokametrunum. Við vorum manni færri í dag í fjarveru Gunna Stef vantaði allan strúktúr og varð þessi þáttur því kannski smá langloka en það er bara svo skemmtilegt að tala um þessa rosalegu deild. Njarðvíkurljónin bíta frá sér , Mikilvægi Innbyrðis viðureigna, Veðmálasvindl , Flutukörfuóðir Grindjánar unnu gegn KR-ingum sem geta ekki unnið leik, TjúTjú á Króknum án Hössa , Númeri of litlir Hattarmenn , Liðsboltinn í Höfninni , Zvonko í strikernum þegar ÍR ingar unnu lánlausa Stjörnumenn og Valsseiglan vann gott körfuboltalið Hauka. Allir leikirnir , öll stóru momentin  og viðtal við Bjarka Ármann þjálfara Þórsara frá Akureyri þar sem við spyrjum hann útí skiptinguna fyrir lokakörfu leiksins gegn Njarðvík og meint Veðmálasvindl leikmanns Þórsara. Allt þetta og svo miklu meira í langloku þætti á Endalínunni í boði Kalda , WhiteFox og Cintamani beint úr WhiteFoxStofunni.

  84.Þáttur - EinnÞrírEinn

  84.Þáttur - EinnÞrírEinn

  Þetta er besti tími ársins , það breytist ekkert ! Þó við séum ekki að horfa á lokaúrslit þá erum við að horfa á geggjaðann íslenskan körfubolta og það er það sem skiptir mestu máli , þetta er rétt að byrja. Allsvakaleg 19.umferð að baki sem kláraðist með 2 leikjum og við förum að sjálfsögðu í allar helstu sögulínurnar hér á Endalínunni. Keflavík Deildarmeistarar, Milka exposed varnarlega , 1-3-1 bjargvætturinn , Sabin að kólna ? , KR-ingar að dragast aftur úr ? Styrmir er stjórstjarna , sóknarsamba í Þorlákshöfn , leikmanna  hlutabréf og svo margt margt fleira , Kalda spurningin & Tónlistarhorn Scuba Steve. Við fengum líka góðan gest en Keflavíkur goðsögnin Jón Norðdal Hafsteinsson var mættur í WhiteFoxStofuna og fór aðeins yfir málin. Ekki láta Endalínuna framhjá þér fara , allt saman í boði Kalda , WhiteFox & Cintamani !

  83. Þáttur - SOS !!

  83. Þáttur - SOS !!

  Já kæra körfuboltafjölskylda það var ekkert annað í boði en að taka ,,neyðarpod,, eftir allsvakalega leiki á fyrri keppnisdegi 19.umferðar Dominos deildarinnar.. 7 neðstu liðin í deildinni voru í eldlínunni í kvöld og er þetta því sannkallaður fallbaráttuþáttur. Það er MJÖÖG stutt á milli í þessu og voru lið að færast upp og niður í töflunni með nokkurra mínútna millibili. Njarðvíkingar eru neðstir í deildinni þegar 3 leikir eru eftir , já NEÐSTIR. Endakallinn Mallory sýndi mátt sinn annað skiptið í röð og skoraði sigurkörfu fyrir Hattarmenn, Grizz-inn og Haukarnir á fljúgandi ferð með 3 sigra í röð og Kiddi Palla var heldur betur mikilvægur í KP Arena og setti flautuþrist fyrir sigrinum og vann villta og pirraða ÍR-inga. Við förum yfir leiki kvöldsins, skoðum stóru málin og veltum fyrir okkur hvað gæti gerst í þessari svakalegu botnbaráttu á næstu 2 vikum en það þarf sko klárlega að rífa fram reiknivélina miðað við hvernig deildin er að spilast... Sannkallaður SOS þáttur á Endalínunni í boði Kalda , WhiteFox og Cintamani ! 

  #Endalinan #Kaldi #WhiteFox #PodcastStodin

  82. Þáttur - Lokaplay !

  82. Þáttur - Lokaplay !

  Það voru sko senur í þessari 18.umferð sem var að klárast ! Sigurkörfur , misheppnaðar lokasóknir , mikilvæg víti , framlenging en einnig einhver ,,blowout,, ! Já þessi umferð bauð uppá allt á milli himins og jarðar í boltanum hérna heima og auðvitað fer Endalínan í alla þessa leiki og tæklar stóru málin. Hvað gerðist í Ljónagryfjunni ? LokaPlay sem var ekkert play , ÍR ingar með bakvörðinn Svonko misstu móðinn í framlengingu gegn toppliði Keflavíkur , Saddir Þórsarar frá Akureyri tapa 2 í röð með samtals 80 stigum , Grindavík og Stjarnan óspennandi og ólseigir Haukamenn tóku gamla góða buzzerinn og fóru skellihlæjandi með Sæba á fullri ferð úr Vesturbænum með 2 stig í farteskinu. Þetta og svo miklu meira , Kalda spurningin og tónlistahorn GunnaStef þar sem hann fer yfir okkar menn í Oblivion á Endalínunni í boði Kalda , WhiteFox , Cintamani !!

Customer Reviews

4.9 out of 5
7 Ratings

7 Ratings

Top Podcasts In Sports

Listeners Also Subscribed To