266 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

  • Music Commentary
  • 4.9 • 66 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

  Kinky Afro – Þriggja daga lykt

  Kinky Afro – Þriggja daga lykt

  Happy Mondays – Kinky Afro Brútalismi. Gráir veggir. Steinsteypa. Rigning. Vond hárgreiðsla. Bryðjandi kjálkar. Vond nærvera. Sveittar nasir. Engin markmið. Engar vonir. Engin reisn. Engin niðurstaða. Ekkert í gangi. Nema ALLT. Happy Mondays er skilgreiningin á losta. Skaðræði. Fryst hjörtu í leit að blossa.

  • 1 hr 5 min
  Don’t Get Me Wrong – Hindin heilaga

  Don’t Get Me Wrong – Hindin heilaga

  The Pretenders – Don’t Get Me Wrong Chrissie Hynde, söngvari, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Pretenders hafði marga fjöruna sopið þegar hún söng lagið “Don’t Get Me Wrong” árið 1986. Þessi ameríska söngkona flutti ung til Bretlands og drakk í sig pönksenuna og stofnaði þar band sitt, sem átti eftir að verða geysivinsælt bæði í Bretlandi […]

  • 1 hr 2 min
  Sister Golden Hair – Filter Última

  Sister Golden Hair – Filter Última

  America – Sister Golden Hair Sjöan. Hraun. Teppi. Sértrúarsöfnuðir. Fyrstu bylgju hugbúnaðarfrumkvöðlar. Gyllta hárið. Heisið. Loftið. Þyngslin. Gula geðrofið. Buxna-bulge. Kjallarinn í botlanganum. Þurrt hár. Þurr kynging. Klístraðir lófar. Panilklæddir veggir, panilklæddir bílar, panilklædd samviska þjóðar. Beltissylgja spennt. Nál stillt. Fótur á pedal. Skyggð gleraugu á grímu. Gullslegin tálsýn í farþegasætinu. Er hún til eða […]

  • 52 min
  The Best – Það allra besta

  The Best – Það allra besta

  Tina Turner – The Best Ein stærsta saga veraldar. Anna Mae Bullock, fædd í Tennessee 1939. Sú orkuríkasta, sú gæfasta, sú stóra. Tina Turner. Sú sem snéri öllu á hvolf. Tók bresku rokk yrðlinganna og sýndi þeim hvar Davíð keypti mánaskeindan landann. Sýndi öllum hvað það er að lifa af. Sýndi öllum heiminum hvað það […]

  • 56 min
  Vanishing act – Við skolt meistarans

  Vanishing act – Við skolt meistarans

  Fílabeinskistan – FílalagGull™ Lou Reed – Vanishing Act Lou Reed syngur svo nálægt hljóðnemanum í þessu lagi að maður finnur leðurkeimaða andremmuna. Og maður fílar það. Það er eins og að vera staddur við skolt meistarans að hlýða á það undravirki sem lagið Vanishing Act er. Um er að ræða Rás 1 gúmmelaði fyrir lengra […]

  • 1 hr 5 min
  Fuzzy – Fjúkandi pulsubréf

  Fuzzy – Fjúkandi pulsubréf

  Grant Lee Buffalo – Fuzzy Klæðið ykkur í gallajakka og leðurjakka og rörsjúgið stóra kók á aftasta bekk í Stjörnubíó þar til hryglir í pappamálinu. Setjið hnausþykkt brúnt seðlaveskið í rassvasann og gelið hárið. Skvettið Calvin Klein ilmvatni á hrjúft spjaldið. Spennið á ykkur mótorhjólaklossana. Dragið djúpt andann. Árið er 1993. Það er fuzzari. Hér […]

  • 52 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
66 Ratings

66 Ratings

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Morgunomar ,

Efnahvörf

Mögnuð efnistök og efnahvörfin milli Snorra og Berg finnast einu sinni á öld ( þegar tunglið er í áttunda húsi vatnsberast. Þegar Bergur fer með himinskautum og Snorri skítur inn einu orði sem kjarnar allt sem að Bergur var að segja.

Það er ákveðin sveifla í gangi sem ýjar að því að gömul tónlist sé glötuð. Þessir drengir sína að það er ekki svo.

Ripp Rapp og Rupp yngri kynslóða mega rappa linmælt um morgunkorn með fyrirframgreitt visakort frá foreldrum uppá vasann. Slíkt verður aldrei fílað.

Fílalag sé fílað.

Huhbbhhh ,

All love( hvar eru beach boys????)

John lennon og rússneska er best. Vantar beach boys fílun. Það yrði snilld. Helst ehv low-key af smile sessions. Hlaðvarpið er best þegar Bergur fer út fyrir efnið, niður í djúpa holu tilvistar, merkingu og heimspeki.

Top Podcasts In Music Commentary

Listeners Also Subscribed To