307 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

  • Music
  • 4.8 • 72 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

  Strönd og stuð! – Good Vibrations

  Strönd og stuð! – Good Vibrations

  Rafbylgjur smjúga í gegnum þunna gifsveggi. Brunabíll keyrir í útkall. Í höfuðkúpu er haldin veisla. Húlahringir orbita áreynslulaust. Pabbi skammar. Stanislav nágranni er sendur í raflostameðferð. Sólin hamrar geislum sínum á stillt hafið. Segulband flækist. Ljósálfur liggur á blakbolta. Stendur svo upp og stígur dans, á ströndinni, í takt við rafbylgjur. Þessi fílun fór fram live […]

  • 1 hr 36 min
  Goodbye Yellow Brick Road – Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

  Goodbye Yellow Brick Road – Hinn sinnepsguli vegur (Live í Borgó)

  Elton John – Goodbye Yellow Brick Road Árið er 1973. Kynóðir Jesúsar safna krökkum upp í Volkswagen rúgbrauð og keyra til fjalla. Djúpgul skotveiðisólgleraugu seljast eins og heitar lummur. Bólufreðnir síðhippar gæða sér á Tex Mex meðan hár vex. Veröldin varð vitstola 1969 en þarna fjórum árum síðar hefur skollið á með heiðgulu rofi. Og […]

  • 1 hr 38 min
  Wannabe – Kryds-ild

  Wannabe – Kryds-ild

  Fyrsta plata Spice Girls hét Spice og hún var nákvæmlega það: krydd. Og ekkert venjulegt krydd heldur napalm-karrí-lyftiduft. Kryddpíurnar sprengdu upp veröldina, og eins og allar alvöru sprengjur, þá gerðust hlutirnir hratt og átökin voru mikil. En það sem stóð eftir voru þó falleg skilaboð um mátt tónlistar, gildi vináttu og mátt stúlkna og kvenna […]

  • 1 hr
  Have You Ever Seen The Rain? – Full ákefð

  Have You Ever Seen The Rain? – Full ákefð

  Creedence Clearwater Revival – Have You Ever Seen The Rain? Saga Creedence Clearwater Revival er best tekin saman með einu orði: ákefð. Hljómsveitin starfaði aðeins í örfá ár en gaf út sjö stórar plötur, ferðaðist um heiminn, tók Ed Sullivan mulninginn og Woodstock mulninginn og allt þar á milli. Og svo nánast eins skyndilega og […]

  • 1 hr 10 min
  Gentle On My Mind – Lagið sem allir fíluðu

  Gentle On My Mind – Lagið sem allir fíluðu

  John Hartford og ýmsir – Gentle on My Mind Setjið á ykkur svunturnar. Á hlaðborðinu eru Glen Campbell, Aretha Franklin, Frank Sinatra, Elvis Presley og Dean Martin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa flutt og maukfílað lagið Gentle on My Mind eftir ameríska blue-grass tónlistarmanninn John Hartford, og það gerið þið einnig. Gentle on […]

  • 1 hr 2 min
  Over & Over – Sans Serif

  Over & Over – Sans Serif

  Hot Chip – Over and Over Það er komið að tilgangslausu trúttilúllus skaðræði í formi duracell airwaves hjakks. Nú skal djammað fast og post mortem framkvæmt á post modern. Öld grafíska hönnuðarins. Eftirpartí á ellefunni. Þriggja pipara Ban Thai réttum sturtað yfir nóvember-kvíðann. Þröngar buxur, 8 GB RAM, heimildamynd um erfðabreytt matvæli. Staffadjamm. Ofnskúffan hennar […]

  • 1 hr 2 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
72 Ratings

72 Ratings

DDunit ,

Án efa fremsti demanturinn í kórónunni sem eru íslensk hlaðvörp!

Spurningin er: Ert þú Fimm stjörnu hlustandi? Ertu þess virði að fá að hlusta? Bergur Ebbi og Snorri Helga fara með okkur í hæstu hæðir fílunar á lögum og lífinu. Þið verðið ekki söm eftir gírandi tunnu fílun! takk fyrir mig elskur 😘🙌🏻

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Morgunomar ,

Efnahvörf

Mögnuð efnistök og efnahvörfin milli Snorra og Berg finnast einu sinni á öld ( þegar tunglið er í áttunda húsi vatnsberast. Þegar Bergur fer með himinskautum og Snorri skítur inn einu orði sem kjarnar allt sem að Bergur var að segja.

Það er ákveðin sveifla í gangi sem ýjar að því að gömul tónlist sé glötuð. Þessir drengir sína að það er ekki svo.

Ripp Rapp og Rupp yngri kynslóða mega rappa linmælt um morgunkorn með fyrirframgreitt visakort frá foreldrum uppá vasann. Slíkt verður aldrei fílað.

Fílalag sé fílað.

Top Podcasts In Music

The Black Effect and iHeartPodcasts
Barstool Sports
The Joe Budden Network
REVOLT
Double Elvis | Amazon Music
Rory Farrell & Jamil "Mal" Clay

You Might Also Like

Snorri Björns
Steve Dagskrá
Hjörvar Hafliðason
Helgi Jean Claessen
Sveppalingur1977
Ásgrímur Geir Logason