64 episodes

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

Karlmennskan Karlmennskan

  • Society & Culture
  • 4.6 • 11 Ratings

Karlmennskuhugmyndir og viðfangsefni sem hafa snertiflöt við karla, jafnrétti eða karlmennsku eru til umfjöllunar í þessu hlaðvarpi.

  #63 Sérfræðingar pallborðs Kveiks - Ólöf Tara Harðardóttir, Katrín Ólafsdóttir, Þórður Kristinsson og Sóley Tómasdóttir

  #63 Sérfræðingar pallborðs Kveiks - Ólöf Tara Harðardóttir, Katrín Ólafsdóttir, Þórður Kristinsson og Sóley Tómasdóttir

  Eftir alltof stuttan og ófókuseraðan seinni þátt Kveiks um hreinsunareld Þóris Sæm fékk ég viðmælendur pallborðs Kveiks til þess að dreypa á því sem helst fór fram og kannski einna helst beina sjónum að því sem vantaði í umræðuna.

  Margir áhugaverðir og þarfir punktar komu fram sem er þess virði að hlusta á, til dæmis fjölluðum við um hvað er átt við þegar við tölum um handrit fyrir gerendur? Hvort það ætti ekki að koma á laggirnar nýjum dómstól á Íslandi sem fer með kynferðisbrotamál? Hvernig ætlum við að takast á við sársauka þolenda? Hver er hin raunverulega slaufunar menning? Við veltum fyrir okkur ólíkum sjónarmiðum þegar að kemur að því að umgangast gerendur og hvernig við getum beitt okkur fyrir þolendavænni samfélagi. Við eigum það sameiginlegt að líta á jafnréttisbaráttuna sem langhlaup sem er mikilvægt að vera vel nestuð í og að sérfræðingar, þolendur og aktívistar eigi að leiða þá umræðu.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

  #62 „Gerendur fá afslátt, en hvað fá þolendur?“ - Ólöf Tara Harðardóttir og Fjóla Heiðdal baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi

  #62 „Gerendur fá afslátt, en hvað fá þolendur?“ - Ólöf Tara Harðardóttir og Fjóla Heiðdal baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi

  Við höldum áfram að rýna í umræðuna um ofbeldi, orðræðuna, sjónarhornið og hverjir fá pláss í fjölmiðlum. Undir hvaða sjónarmið er kynt og hvaða áhrif hefur einhliða umfjöllun um ofbeldi sem málar hóp þolenda sem gerendur á umræðuna? Ítrekað fáum við að heyra skilaboð um að þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi þurfi að vanda sig, berjast á ábyrgan hátt og með rökfestu. Þetta fáum við að heyra frá almenningi og misjöfnum sérfræðingum sem telja sig vera á móti ofbeldi og vilja uppræta það. En hvert er fókusnum beint? Hvaða sjónarmið eru tekin til greina? Hvernig er hægt að efast um gerendameðvirkni eða tilvist feðraveldisins? Af hverju trúum við ekki þolendum? Hvernig getur baráttufólk fyrir réttlátu samfélagi orðið megin skotspónn gagnrýni? Þetta eru spurningar sem við veltum fyrir okkur í þættinum sem snýr að því að greina samfélagsumræðuna út frá sjónarhorni baráttukvennana Ólafar Töru Harðardóttur og Fjólu Heiðdal þolanda ofbeldis og aðstandanda þolanda.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

  #61 „Ekki hvenær, heldur hvernig gætu gerendur átt afturkvæmt“ - Gústav Adolf heimspekingur og Rannveig Ágústa kynjafræðingur

  #61 „Ekki hvenær, heldur hvernig gætu gerendur átt afturkvæmt“ - Gústav Adolf heimspekingur og Rannveig Ágústa kynjafræðingur

  Hér er gerð frekari tilraun til þess að kryfja þá sviðnu jörð sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur skildi eftir í kjölfar þáttarins „Hreinunareldur Þóris Sæmundssonar“. Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi sem er að rannsaka gerendur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson heimspekingur og doktorsnemi sem er að rannsaka hvernig samskipti milli ólíkra reynsluheima eiga sér stað settust í stúdíóið.

  Leitum við svara við af-skautun umræðunnar um ofbeldi, hvernig við getum nálgast vini og vinnufélaga sem eru gerendur eða meintir gerendur ofbeldis. Hvað þurfi til svo gerendur megi axla ábyrgð og hvernig spurningin „hvenær eiga gerendur afturkvæmt“ sé í sjálfu sér entitled og taki því sem gefnu að það sé bara spurning um tíma, en ekki hvort eða hvernig gerendur geti átt afturkvæmt.

  Spjallið fer á stöku stundum í hyldýpi hugsana doktorsnemanna en við reyndum að halda umræðunni aðgengilegri og gagnlegri fyrir samtalið out there.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

  #60 Hreinsunareldur sem brenndi þolendur - Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks

  #60 Hreinsunareldur sem brenndi þolendur - Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks

  „Núna langar mig aðeins að segja hver hugsunin var.“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks aðspurð hvers vegna ákveðið var að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um leikarann Þóri Sæm í síðustu viku sem vakti vægast sagt upp hörð viðbrögð þolenda og baráttufólks gegn ofbeldi. Engir sérfræðingar um ofbeldismál voru fengnir til viðtals og ýjaði þáttastjórnandi að því að ástæðan væri sú að enginn hefði fengist í þáttinn. Þátturinn, sem að sögn þáttastjórnanda, átti að hreyfa við umræðunni um ofbeldi fýraði í raun enn frekar upp í andstöðu við þolendur og mátti sjá gerendameðvirknina sullast yfir facebook-þráð Kveiks þar sem viðtalið var auglýst.
  Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“.
  Karlmennskan fær Þóru til að útskýra hugsunin á bakvið umfjöllunina, hvort þátturinn hafi verið mistök og í raun virkað sem vopn í höndum þeirra sem tala niður þolendur og baráttufólk gegn ofbeldi, hvort farið hafi verið í fullnægjandi rannsóknarvinnu í aðdraganda þáttarinns og hvernig Kveikur muni bregðast við í kjölfar gagnrýninnar.

  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

  #59 „Síðastur í markið er hommi“ – Ástrós Anna Klemensdóttir, meistaranemi í félagsfræði

  #59 „Síðastur í markið er hommi“ – Ástrós Anna Klemensdóttir, meistaranemi í félagsfræði

  Í ljósi fregna að Josh Cavallo ástralskur fótboltamaður kom opinberlega út úr skápnum fékk ég Ástrósu Önnu meistaranema í félagsfræði til samtals við mig. Við ræddum um áberandi skort á samkynhneigðum fótboltamönnum. Þá fjallar Ástrós Anna um rannsókn sem hún gerði meðal íslenskra fótboltamanna sem varpar ljósi á þær hómófóbísku hugmyndir sem þekkjast innan greinarinnar, hvernig skaðleg orðræða, kvenfyrirlitning og ríkjandi karlmennsku er viðhaldið innan menningar fótboltans hér á landi. Vonin er þó að yngri kynslóðin sé færari í fjölbreytileikanum og hugsanlega að hún hreyfi við ríkjandi karlmennsku hugmyndum. Það eiga „allir að geta æft fótbolta“ eins og Ástrós Anna segir.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: Mr. Silla - Naruto (instrumental)

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

  #58 „Gervikallar gráta ekki “ - Tómas Tómasson alþingismaður

  #58 „Gervikallar gráta ekki “ - Tómas Tómasson alþingismaður

  Með sinn sérstaka stíl bauð Tómas Tómasson betur þekktur sem „Tommi“ sig fram til Alþingis. Eins og Tommi kemst sjálfur að orði þá hefur aldrei verið kosið svona „gamlan karl“ á þing, en hann hlaut efni sem erfiði og situr nú fyrir hönd Flokks fólksins á þingi. Karlmennskan fékk Tomma til þess að ræða aðdraganda kosninganna, áherslumál hans sem þingmanns, hvort hann sé „hinn góði kapítalisti“ og hver séu mikilvægu málefnin. Þá lýsti Tommi viðhorfum sínum til transumræðunnar, #metoo og hvernig hugsa mætti mörk og þá líka markaleysi. Að lokum var rætt hvernig skilgreina mætti karlmennskuna.

  Eftirvinnsla: Unnur Gísladóttir
  Tónlist: On (Instrumental) - Jói P. og Króli

  Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop og bakhjarla Karlmennskunnar (karlmennskan.is/styrkja).

Customer Reviews

4.6 out of 5
11 Ratings

11 Ratings

Hörður ,

Áfram Karlmennskan!

Elska þessa þætti og ótrúlega gaman að sjá þetta verkefni stækka og stækka

Top Podcasts In Society & Culture

You Might Also Like