150 episodes

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Rokkland RÚV

  • Music

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

  Land og Synir - Herbergi 313

  Land og Synir - Herbergi 313

  Núna í nóvember voru liðin 20 ár frá því önnur plata Lands og Sona, Herbergi 313 kom út- plata sem var tilnefnd til verðlauna og fékk góða dóma á sínum tíma. Af því ætlar Hreimur Örn Heimisson forsprakki sveitarinnar að hlusta á alla plötuna með umsjónarmanni og segja frá. Segja sögurnar á bakvið lögin og svo framvegis.

  Bestu erlendu plöturnar 2019?

  Bestu erlendu plöturnar 2019?

  Áramót eru tími uppgjöra, þá er gott að staldra við og hugsa málið, spá í hvað vel var gert á árinu sem leið og hvað var ekki alveg jafn gott og skemmtilegt. Menn strengja áramótaheit, skella sér í ræktina eftir jólasukkið, lofa bót og betrun og það alltsaman - þið þekkið þetta. Í þessum öðrum Rokklandsþætti nýs árs spilar umsjónarmaður lög af nokkrum erlendum plötum sem honum þykja standa uppúr eftir síðasta ár, og í raun eru þetta mestmegnis plötur sem átti alltaf að gefa smá pláss í Rokklandi en svo kom bara alltaf eitthvað annað og tók það pláss. Það verða spilum 1-2 eða 3 lög af þessum plötum sem eru fjölbreyttar og héðan og þaðan en eiga það allar sameiginlegt að þær vöktu áhuga umsjónarmanns á árinu og honum þykja skemtilegar og eða áhugaverðar - þetta eru KANNSKI bestu plötur ársins 2019. Þetta eru t.d. Ghosteen með Nick Cave og Bad Seeds, Kiwanuka með Michael Kiwanuka, Dogrel með Fontains D.C. - Amyl and the Sniffers með Amyl and the sniffers, Western Stars með Burce Springsteen, Colorado með Neil Young og Crazy Horse, Shepherd in a Sheepskin Vest með Bill Callahan (Smog), Jamie með Britanny Howard, Reward með Cate Le Bon, The Highwomen með The Highwomen, og Two hands með Big Thief. Hlustið og þér munið heyra.

  Brot frá 2019

  Brot frá 2019

  þá er enn eitt árið runnið upp - og enn eitt Rokklandsárið, og það gleður mig að segja frá því að Rokkland fagnar 25 ára afmæli á árinu. En í þessum fyrst þætti á nýju ári, 2020, rifjum við upp ýmis brot úr þáttum ársins sem var að kveðja, 2019. Við heyrum í Sigur Rós sem fagnaði 20 ára afmæli Ágætis byrjunar, í Bubba sem hlustaði með okkur á Frelsi til sölu, Coldplay sem gaf út plötuna Everyday Life, Júlíu P. Andersen sem rifjaði upp ferðina sína á Woodstock fyrir hálfri öld. Jakob Frímann sat og hlustaði með okkur á plötuna sína Horft í roðann frá 1976. Vök kom í heimsókn, við rifjum það upp, og GDRN og Of Monsters And Men, Bruce Springsteen og Robert Plant og Simon Le Bon úr Duran Duran var á línunni. Pálmi og Maggi úr Mannakorn komu í heimsókn og Marianne Faithful heimsótti Rokkland með nýju plötuna sína undir hendinni og við heyrum brot af þessu öllu í dag.

  Ásgeir Trausti á Græna Hattinum 2017

  Ásgeir Trausti á Græna Hattinum 2017

  Þetta er síðasti Rokklandsþáttur ársins 2019 og næst verður komið nýtt ár - 2020, sem er afmælisár hjá Rokklandi en þátturinn fagnar 25 ára afmæli sínu á árinu. Gestur og umfjöllunarefni þáttarins í dag er Ásgeir Trausti, við ætlum að hlusta á tónleika með honum í dag sem fóru fram á Græna Hattinum á Akureyri 28. júlí 2017. Tónleikarnir voru liður í tónleikaferðalaginu hans um ísland sem hann kallaði Hringsól. Hann hélt 14 tónleika á 16 dögum, fór án hljómsveitar og sá eini sem var með honum á sviðinu var gamli félagi hans Júlíus Róbertsson sem hefur spilað með Ásgeiri árum saman á flestum hans tónleikum og fylgt honum um allan heim.

  Jól í Rokklandi

  Jól í Rokklandi

  Já það eru jól í Rokklandi í dag - jólaball Rokklands, bara jólamúsík og ekkert annað, sérvalin lög hvert og eitt einasta. Umsjónarmaður er búinn að týna til nokkrar vel valdar jólaplötur úr safni sínu, og safnið er stórt. Planið er að spila 2-3 lög af hverri plötu og aðeins fleiri af einni. Og hvaða plötur eru þetta? Jú þetta er t.d. platan Svart-hvít jól með Teinum, sem kom út fyrir áratug. Jólaplatan Pretty paper sem Willie Nelson gaf út fyrir 40 árum, 1979. Seinni jólaplata Elvis; Elvis sings The Wonderful World of Christmas sem kom út 1971, splunkunýtt jólasafnfrá Enyu hinni írsku, og jólaplatan hans Sting; If on a winters night sem kom út fyrir áratug.

  Gunni Þórðar og Í hátíðarskapi

  Gunni Þórðar og Í hátíðarskapi

  þegar líða fer að jólum drögum við fram jólaplöturnar. Mínar fylla marga kassa, ég á c.a. 300 jóladiska og heilan helling af vinyl líka. Og ein af mínum uppáhalds alveg síðan ég var strákur er platan Í Hátíðarskapi sem kom út 1980, sama ár og Geislavirkir með Utangarðsmönnum t.d. Og í Rokklandi í dag ætlum við að hlusta á þessa plötu saman, ég og sá sem í raun bjó hana til, Gunnar Þórðarson.

Top Podcasts In Music

Listeners Also Subscribed To