
8 episodes

Sjóarinn Steingrímur Helguson
-
- Careers
-
-
4.0 • 2 Ratings
-
Sjóarinn fær til sín gesti sem segja frá sínum sjóferli, frá byrjun til dagsins í dag. Háski, siglingar, bruni, slys og skemtilegar sögur af sjónum og fleira.
Á facebook og instagram síðu sjóarans má finna myndir og fleira sem mun birtast með hverju viðtali.
-
Viðtal við Jón Helga Jónsson (Jón í Hamri)
Í þessum þætti fór ég til fyrrverandi skipstjóra og stýrimanns, Jóns Helga eða Jón í Hamri eins og hann er oft kallaður. Hann segir frá brunanum á Sjóla og fer yfir alla sína sögu.
-
Viðtal við Brynjólf Halldórsson
Í þessum þætti kíkti ég í kaffi til Brynjólfs sem er 83 ára gamall sem hefur fjöruna sopið, hann fór yfir það helsta af sínum ferli. Æskustöðvar, síðutogarnir,lífið plássin, Nýfundnalands óveðrið þegar Þorkell Máni fór á hliðina og fl.
-
Framhaldsviðtal við Svavar Benediktsson
Þessi þáttur er framhald af fyrri þætti, Þorskastríðið og fl.
-
Viðtal við Pál Steingrímsson
í þessum þætti kíkti ég norður yfir heiðar og í heimsókn til Kafteininn sjálfann, Pál Steingrímsson. Hér eru sagðar sögur af bruna útá ballarhafi, slysförum, gamansögum og mikið fleira.
Það má engin sjóari eða landkrabbi missa af þessu -
Viðtal við Svavar Benediktsson
Í þessum þætti tók ég viðtal við elsta núlifandi skipstjóra sem var á síðutogurunum, það þarf heilan dag í viðtal við Svavar svo aldrei að vita að það verður framhald, þvílíkur sögu kall :)
-
Viðtal við Ægi Franzson
Í þessum þætti spjalla ég við Ægi Franzson sem er 68 ára og á hálfa öld að baki á sjónum. Ægir segir frá stóra björgunarafrekinu á Snorra Sturlussyni þegar þeir björguðu Örfirisey og áhöfn. Og segir einnig frá þegar Rússnenski herinn tók Ægi um borð í skýrslutöku og margt fl.