107 episodes

Þáttur um fólk, fyrir fólk sem hefur áhuga á fólki.

Spekingar Spjalla Podcaststöðin

  • Comedy
  • 5.0 • 10 Ratings

Þáttur um fólk, fyrir fólk sem hefur áhuga á fólki.

  #101 Jólabjór 3.0 með Atla Þór Albertssyni

  #101 Jólabjór 3.0 með Atla Þór Albertssyni

  Að vanda taka Spekingar þá gríðarlegu ábyrgð á sínar herðar að smakka jólabjórana. Sérstakur gestur er Atli Þór Albertsson leikari og alhliða lífskúnstner. Í ár voru tappar 29-30 bjórtegunda rifnir upp en mönnum ber ekki saman um nákvæman fjölda.

  Kári Sigurðsson stjórnaði flæðinu og Jón Þór Skaftason og Sævar Ríkharðsson voru okkur til halds og trausts.

  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

  • 3 hr 16 min
  #4 Spekingar á krísutímum

  #4 Spekingar á krísutímum

  Á þessum síðustu og verstu hefur Gróa gamla á leiti verið ólseig að dreifa rógburði um óeiningu í röðum Spekinga. Kári Sigurðsson var jafnframt óþreytandi í tilraunum til að stía þeim í sundur í síðasta þætti sem vel á minnst var nr. 100. Hvort Gróa og Kári séu ein og sama manneskjan er erfitt að fullyrða um en enginn hefur þó séð þau tvö saman á sama tíma.

  Í ljósi atburða réðu Spekingar Capacent til að greina umræðuna og koma með tillögur að úrbótum og lausn í málinu. Eftir langa og stranga fundi kom í ljós að Spekingar voru allan tímann að ræða við skiptastjóra þrotabús Capacent. Þrátt fyrir yfirgripsmikla þekkingu skiptastjóra á gjaldþrotarétti hafði hann ekki hundsvit á krísustjórnun ófrægingarherferða líkt og þeim sem beinst hafa að Spekingum undanfarin misseri. 

  Auralausir eftir reikning skiptastjóra, og kostnað við að lýsa þeirri kröfu í búið, leystu Spekingar málin upp á gamla mátann, með því að rífa upp gamla góða símtólið. Afraksturinn má heyra í þessari stuttu klippu sem útskýrir af hverju hlustendur eru snuðaðir um þátt þessa vikuna.

  Spekingar lofa bót og betrun á komandi tímum.

  • 5 min
  #100 Eitthundrað

  #100 Eitthundrað

  Spekingar gefa út þátt nr. 100 þessa vikuna. Við það tilefni voru sóttir og færðir í stúdíó færustu álitsgjafar landsins til að fara yfir fyrstu upptöku Spekinga sem tekinn var upp á fyrri hluta ársins 2018. Upptakan hefur aldrei verið birt opinberlega en í þessum þætti fá hlustendur að heyra valdar klippur sem þola birtingu. Fyrsta upptakan verður birt í heild sinni samhliða öðrum upplýsingum um mikilvæga almannahagsmuni að 40 árum liðnum sbr. 1. mgr. 28. gr. l. nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. 

  Gestir þáttarins í stafrófsröð: JútjúbJón, Kári og Sesi. 

  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

  • 1 hr 49 min
  #3 Spekingar Special

  #3 Spekingar Special

  Spekingar Special fóru ekki bara yfir sætar, áberandi og litríkar fréttir vikunnar heldur heyrðum við einnig í Eygló, móður Matta, sem upplýsti okkur um lesleti. 

  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

  • 34 min
  #99 Eva Ruza & Hjálmar Örn

  #99 Eva Ruza & Hjálmar Örn

  Eva Ruza og Hjálmar Örn eru klárlega á meðal skemmtilegasta fólks landsins. Þar sem er líf, þar er fjör og það var heldur betur raunin í þessum þætti. Við lögðum spilin á borðið og fórum yfir lífsins ljúfu stundir. Farvegur skemmtikraftsins er hlykkjóttur en með áræðni og dugnaði kemst hann á leiðarenda. 

  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

  • 2 hr 1 min
  #2 Spekingar Special

  #2 Spekingar Special

  Spekingar Special fóru yfir sætar, áberandi og litríkar fréttir vikunnar. Helgin er framundan og BBQ Kóngurinn fór yfir matseðil helgarinnar. 

  Upptökur fóru fram í Nóa Síríus stúdíói Podcaststöðvarinnar og Spekingar eru í boði Áberandi og 250 lita.

  • 35 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
10 Ratings

10 Ratings

Bjarnþór ,

Gaman að hlusta

Mjög gaman að hlusta

Top Podcasts In Comedy

Listeners Also Subscribed To