Álhatturinn

Álhatturinn

Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum. Kostar aðeins 1290 kr. á mánuði og þú færð aðgengi að +50 þáttum af hreinni samsæriskenninga snilld 💥 ➡️ Áskriftarhlekkurinn: https://pardus.is/alhatturinn

  1. 12/27/2025

    Guðjón Heiðar er Psyop

    Guðjón Heiðar Valgarðsson, borgarstjóra Samsæríu og Álhatt allra álhatta, þarf vart sérstaka kynningu meðal álhugafólks um samsæri. Í hugum margra er hann orðinn eins konar samnefnari fyrir samsæri og opinber fulltrúi íslenskra samsærissinna. Maðurinn sem stendur á horninu með gjallarhornið í hendi og reynir að vara grunlausan almenning við öllu því skuggalega sem gerist bakvið tjöldin.  Hann hefur talað um 11. september, Íraksstríðið, innrásina í Lýbíu, fall Gaddafis, peningakerfið, hlýnun jarðar, covid og óteljandi önnur hitamál sem flestir almennir borgarar kjósa algerlega að hundsa. Allt í nafni þess sem hann kallar réttlæti og sannleiksleit. Hann var meðal þeirra fyrstu hérlendis sem gagnrýndu samkomutakmarkanir og sóttvarnaráaðgerðir í Covidinu. Hann var með Epstein málið á vörunum áður en almenningur vissi hver sá maður yfir höfuð væri. Hann stóð fremstur í broddi fylkingar í búsáhaldabyltingunni, beitti RÚV þrýstingi til að sýna Zeitgeist Addendum, sem þeir svo gerðu og kastaði snjóbolta í Jón Ásgeir eins og frægt er orðið. Sumum fannst hann táknmynd mótmælanda og anarkista. Aðrir sáu bara ruglaðan gaur með mikinn hávaða. Enn aðrir litu á hann sem athyglissjúkan trúð.  Svo líður tíminn og eitthvað breytist. Sami maður og áður var áður flokkaður í hóp róttækra stjórnleysingja, þá frekar vinstra meginn línunnar, sem barðist gegn NATO, nýfrjálshyggju og alþjóðlegum valdablokkum er í dag farinn að dásama Donald Trump og Miðflokkinn, auk þess sem hann kallar aðgerðir í loftslagsmálum plott leynilegrar valdaklíku til að ná heimsyfirráðum. Hvað gerðist eiginlega? Er Guðjón einfaldlega enn eitt skólabókadæmið um gamla síendurtekna sögu,  um ungan róttækan vinstri mann mann sem eldist, þroskast og mýkist í sumu, harðnar í öðru og færist hægt og rólega frá róttæku vinstri yfir í íhaldssamt hægri?  Er það bara það að svokallaðar samsæriskenningar Trump og Miðflokksins eigi við rök að styðjast og hann sé ennþá, eins og áður bara í einlægri leit að sannleikanum, tilbúinn að standa upp fyrir málsstöðum sem almenningur sér sem óvinsæl eða skammarleg. Eða er eitthvað mun vafasamara og óhugnanlegra í gangi? Er einhver að stýra Guðjóni á bakvið tjöldin eða er hann sjálfur að spinna psyop á allt samfélagið með því að gera álhatta að samheiti yfir ruglumbull, tóma tjöru og vitleysu.  Eða erum við einfaldlega að horfa á mann sem hefur alltaf verið eins og hinar meintu nýju skoðanir ekki kúvending heldur ný einfaldlega birtingarmynd eða önnur hlið á sama gamla peningnum? Í þessum þætti af Álhattinum velta þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór því upp hvort Guðjón sé raunverulegur Álhattur eða undirförull og útsmoginn leppur hulduaflanna (e.psyop). Hvort hann sé ósérhlífinn sannleiksleitandi, sem sannleiksleitin leiddi á þessar óvæntu slóðir eða hvort hann sé búinn að hafa okkur öll að háði og spotti, í einhverju í stærra leikriti, þar sem hann gefur sig út fyrir að vera  „borgarstjóri Samsæríu“ en handritið er í raun skrifað annars staðar á bakvið tjöldin af Skuggavaldinu. Þetta og svo margt margt fleira áhugavert, undarlegt og skemmtilegt í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeirri spurningu er velt fyrir sér hvort að Guðjón Heiðar sé í raun  leiksoppur og leppur hulduaflanna(e.Psyop) Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    22 min
  2. 12/13/2025

    Michael Jackson var hafður að rangri sök og var ekki barnaníðingur

    Michael Jackson þarf vart að kynna fyrir nokkrum.. Barnastjarnan úr Jackson 5 sem skein, líkt og Betlehemstjarnan, skærast allra stjarna. Hann skaust fram á sjónarsviðið eins og eldibrandur á barnsaldri og heillaði heimsbyggðina með bræðrum sínum og systrum.  En þó Jackson 5 nytu hylli almennings þá var það ætíð Michael sem  lýsti upp stjörnuhiminn og þaut um himinskautin líkt og halastjarna.  Hann  tók að endingu alfarið yfir sviðið og varð að stærstu poppstjörnu allra tíma. Sannkallaður og óumdeildur konungur poppsins.  Thriller, Bad og Dangerous seldust í bílförmum og ruku út allstaðar eins og heitar lummur.  Tónlistarmyndböndin voru stórfengleg og íburðamikil líktog óskarsverðlaunamyndir  og einstakur dansstíllinn mótaði heila kynslóð. Líklega besti söngvari og dansari síons tíma, ef ekki allra tíma Á sama tíma fjarlægðist hann sífellt  hið hefðbundna líf, breyttist gífurlega í útliti og  dvaldist sífellt meira í lokuðum heimi aðdáenda, öryggisvarða og ráðgjafa. Michael Jackson varð að einhverskonar flókinni blöndu af barnastjörnu, ofurviðkvæmum listamanni og sérlunduðum og mislyndum furðufugl,i sem virtist ekki finna sinn stað í heimi fullorðinna.  Á móti koma grófar og alvarlegar ásakanirnar og þeir sem setja Jackson í hlutverk geranda. Chandler fjölskyldan sem lýsir kynferðislegri misnotkun, fer fyrst allra til lögfræðings og ræðir um bótaupphæðir áður en lögregla eða barnavernd koma að borðinu.  Þetta og svo margt margt fleira bæði óhugnalegt og áhugavert í þessum þætti af Álhattinum, þar sem góð vinirnir Guðjón Heiðar og Haukur Ísbjörn aka fyrir þá fullyrðingu að Michael Jackson hafi verið saklaus af ásökunum um barnaníð. Þeir fara vandlega yfir feril hans, persónuleika, Neverland og ásakanirnar sem komu fram á mismunandi tímum, skoða sögurnar frá sjónarhorni meintra fórnarlamba, frá sjónarhorni varnaraðila, lögreglu, fjölmiðla og plötu iðnaðarins.  Þeir spyrja líkt og alltaf áður hverjir séu að gera hvað, hvernig og hversvegna, og velta vandlega fyrir sér hvað það sé sem styður við sakleysi og hvað styður sekt, án þess að fella endanlegan dóm. Markmiðið Álhattsins er ekki að hreinsa nafn eða hengja mann, heldur að rýna í öll helstu gögn málsins og draga þau fram í dagsljósi því Álhatturinn er alltaf leitandi og alltaf spyrjandi en Álhatturinn fellir aldrei endanlegan dóm.  HLEKKIR Á ÍTAREFNI: https://youtu.be/rCy_wPTW_Ww?si=F8IQ51A6K8udBgULhttps://youtu.be/yBw-t37co2Q?si=EpcoKze8ER4GSMpAhttps://youtu.be/VC7OT90_nG0?si=N9UvtdwfjDuWFoCxhttps://youtu.be/SRAhsLnhenE?si=rTH1oahyveGJK_mPhttps://youtu.be/4QqoFYwFq9s?si=5N5cX_9MCVHnZGemhttps://youtu.be/-_452akeOkU?si=M1kwc8LFuGjgIDc4https://youtu.be/fXf3uXDTRsk?si=x-M4yLzXXeyBBJfSSupport the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    25 min
  3. 11/28/2025

    P2: Allt sem þú telur þig vita um Suðurskautslandið er lygi | Hluti 2

    Suðurskautið hefur lengi verið sveipað mikilli dulúð og leyndardóm sem vakið hefur forvitni og furðu margra. Þetta ógnarstóra landsvæði sem er að mestu leyti hulið ís er óðafjarri öðrum löndum og svo virðist sem enginn búi á þessu annars gríðarstóra og auðuga landsvæði.  Þó svo að þó nokkur lönd hafi reynt að gera tilkall til þess að eignast landið virðist svo vera sem að á einhverjum tímapunkti hafi þessi lönd öll sammælst um að ekkert þeirra mætti eiga Suðurskautið og þar mættu einungis útvaldir aðilar dvelja til skamms tíma í rannsóknarskyni.  Ferðir almennings til Suðurskautsins eru nánast bannaðar eða verulega takmarkaðar og svo virðist sem nánast sé ólöglegt að fljúga yfir tiltekin hluta jökulsins. Þá hafa huldir eða skyggðir blettir af svæði á google maps vakið undrun og forvitni Álhatta og íbúa Samsæríu og velta einhverjir því fyrir sér hvað sé eiginlega verið að fela undir ísnum eða á pólnum sjálfum. Admiral Byrd, sem er alls ekkert skyldur körfubolta manninum Larry Bird, fullyrti að hann hafi séð leynilega hurð eða op inn í gríðar stóran hulinn heim undir ísnum og nýlegar radar myndir staðfesta að svo virðist sem stórt og mikið lífríki og heill heimur með ám, fossum fjöllum og vötnum sé að finna undir ísnum. Þetta hefur enn frekar rennt stoðum undir kenningar álhatta um að ekki sé allt með felldu á Suðurskautinu og að mögulega sé verið að ljúga að okkur um hvað sé þar að finna. Í þessum síðari hluta Álhattarins um Suðurskautið halda Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram að kafa djúpt ofan í kanínuholu heimskautakenninga og velta því fyrir sér hvort að allt sem að við teljum okkur vita um Suðurskautið sé mögulega bara þvættingur lygi.  Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    27 min
  4. 11/14/2025

    P1: Allt sem þú telur þig vita um Suðurskautslandið er lygi | Hluti 1

    Það má vera að sumir kunni að halda að Suðurskautslandið sé ekkert annað en auðn, ís og mörgæsir.  En svo eru til þeir sem trúa því staðfastlega að mikil leyndarmál og heill huliðsheimur sé falin á suðurskautinu og að aðgengi að Suðurpólnum sé jafn takmarkað og það er til þess að fela risastór leyndarmál sem eru talin hættuleg almenningi.  Huldar stórborgir falinna heimsvelda, gífurlega tæknivæddar herstöðvar eða bækistöðvar nasista og jafnvel heilt samfélag geimvera eða einhverskonar stökkbreytts eðlufólks og elíutunnar er allt sagt að sá mögulega undir ísnum. Svo eru það flatneskjufræðingarnir sem vilja meina að þarna sé ekkert annað en risastór ísveggur eða einhverskonar endimörk jarðarinnar eða alheimsins.  Nýlegar rannsóknir staðfesta að undir ísnum er heill heimur með ár, vötn og fossa og jafnvel lífríki sem mögulega hefur varðveist í hundruðir ef ekki þúsundir ára. Þá eru vísbendingar um að Suðurskautslandið hafi fyrir þúsundum ára verið skógi vaxið og gróðursælt land þar með gríðarlega fjölskrúðugt og fjölbreytt lífríki.  Eru einhver þessara dýra enn á lífi undir ísnum, í einhverskonar hindurveröld? Getur virkilega verið að á pólnum sé hurð sem leiðir inn í holrými jarðar? Er allt tal um kjarna, jarðskorpu og möttul kannski bull og jörðin okkar gal tóm að innan? Hvaðan kemur þá hraunið sem vellur upp úr jörðinni á Reykjanesi og hinum eldfjöllunum á Íslandi? Er Eyjafjallajökull kannski bara plat?  Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum kafa þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór djúpt ofan í kanínuholuna og stinga höfðinu á bólakaf í hyldýpi aragrúans af samsæriskenningum er snúa að Suðurskautslandinu.  Flúðu nasistar til suðurskautsins þar sem þeir búa í velsæld í leynilegum bækistöðvum undir ísnum? Eða er hátæknivætt samfélag háþróaðra geimvera eða eðlufólks eitthvað að brasa og bralla undir ísnum?  Hversvegna eru svo mörg stórveldi og lönd með herstöðvar og rannsóknarstöðvar á pólnum? Hví er aðgangur almennings takmarkaður og er eitthvað til í því að bannað sé að fljúga yfir suðurskautið og hvað eru yfirvöld þá að fela fyrir almenningi?  Þetta og svo margt, margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir vinirnir skeggræða þá áhugaverðu samsæriskenningu að allt sem við teljum okkur vita um Suðurskautslandið sé lygi.  Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    25 min
  5. 10/31/2025

    Ísraelar vissu af yfirvofandi áras Hamas 7. október og leyfðu henni að gerast

    Hryðjuverkaárásir Hamas á Ísrael 7.Október 2023 eru einn svívirðilegasti og grimmilegasti gjörningur seinni tíma, ef ekki sögunnar. Þar sem fjöldinn allur af blásaklausum borgurum allt frá ungabörnum til gamalmenna var myrtur á hrottafneginn og viðrustyggilegan hátt af blóðheitrum öfgamönnum. Allt í nafni trúar. Síðan þá hafa geysað gífurleg átök á Gaza sem hafa kostað gífurlegt magn mannslífa úr báðum fylkingum. Átökin virðast bara ágerast og ágerast og ekki einu sinni Bandaríkin eða Trump virðast geta miðlað málum eða stuðlað að friði eða miðlað málum. Gereyðingin á Gaza er gífuleg og ekki sér fyrir endann á þessum viðbjóðslegu og tilgangslausu blóðsúthellingum og stríðsátökum. En hvað ef koma hefði mátt í veg fyrir þetta allt saman? Hvað ef Ísraelsmenn vissu af yfirvofandi árásum Hamasliða með góðum fyrirvara en kusu af einhverjum ástæðum ekki að aðhafast neitt til að stöðva þær? Hvaða ástæður gætu Ísraelsher og ísraelska ríkisstjórnin haft til þess að hunsa aðvaranir og leyfa slíkum voðaverkum að gerast?  Getur verið að nokkurt ríki standi bara aðgerðalaust hjá á meðan óvinir murka lífið úr þegnum þess? Og ef svo er hvaða ástæðu gæti ríkið eða ríkisstjórnin haft til þessa að leyfa slíkum viðbjóði að gerast á sinni vakt?  Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum kafa vinirnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ofan í atburði 7.Október 2023 og kynna sér þá áhugaverðu kenningu að Ísraelsk yfirvöld hafi vitað af árásunum fyrirfram en vísvitandi ákveðið að aðhafast ekkert til þess að koma í veg fyrir þær og þess í stað sitja aðgerðarlaus og leyfa þeim að gerast. Hvaða hugsanlegan hag gætu ísraelsk yfirvöld haft af slíku aðgerðarleysi og hversu trúverðugt er það að nokkur stjórnvöld séu tilbúin að fórna eigin þegnum í einhverju ímyndar eða almannaálits -stríði? Þetta og margt margt fleira skringilegt og áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta því fyrir sér hvort Ísraelsmenn hafi hugsanlega fræðilega kannski vitað af fyrirætlunum Hamas 7. október fyrirfram og af einhverjum ástæðum kosið að aðhafast ekkert. Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    25 min
  6. 10/17/2025

    Fyrirboðum um áform hulduaflanna er plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast (e. Predictive programming)

    Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum ræða Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áhugavert fyrirbæri sem kallað hefur verið forvirk forritun(e.predictive programming), þar sem dægurmenning virðist spegla eða jafnvel undirbúa almenning fyrir atburði áður en þeir raungerast. Sagan er þannig ekki einungis skrásett og skjalfest af sagnfræðingum heldur einnig skrifuð og skipulögð af handritshöfundum, leikstjórum og fréttastofum sem móta sameiginlega sýn almennings á heiminn í gegnum undirmeðvitundina. Þeir félagar fara yfir dæmi sem hafa vakið upp stórar spurningar og mikla undran. Þá kannski sér í lagi meðal Álhatta. Í The Lone Gunman birtist td árás á World Trade Center mánuðum fyrir 11. September, þar sem markmiðum yfirvalda um nauðsyn þess að  að finna nýja ógn eða óvin eftir endalok kaldastríðsins er lýst í smáatriðum.  Í BBC Panorama: London Under Attack var dregin upp sviðsmynd samhæfðra sprenginga í neðanjarðarlestum Lundúna, sem endurspeglaði atburðina 7. júlí 2005 af ótrúlegri nákvæmni. Áður en sprengingarnar áttu sér stað. Í kvikmyndinni Contagion birtist svo farsótt sem virðist óhugnanlega keimlík COVID-19.  Eru þetta aðeins ótrúlega óheppilegar tilviljanir, einhverskonar sammannlegt innra innsæi eða markviss sáðsetning hugmyndafræðilegra fræja í hugum fólks? Er kannski hægt að venja heilar þjóðir við ógnir og eftirlit með því að sýna ógnirnar nógu oft í skáldskap? Munum við frekar samþykkja aukið eftirlit og skert frelsi og réttindi ef við höfum séð það í dægurmenningu okkar? Normaliserar dægurmenningin kúgun og eftirlit svo yfirvöld þurfi ekki að eyða orku í það?  Hversu stórt hlutverk leikur dægurmenningin í að móta afstöðu okkar og skoðanir?  Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór kanna mörkin milli lista og valds og velta því fyrir sér hver sé munurinn  milli þess að segja sögur og að stjórna frásögninni. Þeir skoða hvort dægurmenningin sé aðeins spegill samtímans eða verkfæri til að móta framtíðina. Erum við að lesa of mikið  í tilviljanir eða er um kerfisbundið mynstur að ræða, sem mögulega er ætlað til þess að forrita okkur? Kannski er forvirk forritun ekki spádómur, heldur hluti af leikriti þar sem við öll leikum hlutverk án þess að vita af því eða hafa veitt samþykki fyrir því.  Þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjast þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta því fyrir sér hvort að fyrirboðum um áform hulduaflanna sé plantað í dægurmenningu okkar áður en atburðir raungerast(e.predictive programming). HLEKKIR Á ÍTAREFNI: https://www.youtube.com/watch?v=5P77bUdE4p4&list=RD5P77bUdE4p4&start_radio=1https://youtu.be/Avj7Wbb-7FE?si=PvCka2atS1recQy4 https://youtu.be/zZOn6rrpU-Q?si=gPrVRDkUS9QqiM-6https://youtu.be/x7uIjg9dtoI?si=JRJ4EYAIHUqjIgZ4https://youtu.be/x7uIjg9dtoI?si=JRJ4EYAIHUqjIgZ4https://www.youtube.com/watch?v=NMzfCYvd3JAhttps://www.youtube.com/watch?v=CmqqiVlT06Mhttps://youtu.be/rIZ205ccX8M?si=AkCLsCBnHTJxqJeAhttps://youtu.be/oGFVySHbeqA?si=F35GdJKne3LkgRMcSupport the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    29 min
  7. 10/03/2025

    P2: Morðið á Charlie Kirk er plott til að koma af stað borgarastyrjöld í Bandaríkjunum | Hluti 2

    Kæru Álhattar! Álhatturinn er kominn yfir á Pardus Hlaðvarps samfélagið og alla þætti má finna á eftirfarandi slóð: Við munum halda áfram að setja teasera fyrir þættina á Spotify og Apple en fyrir þau sem vilja heyra okkur kryfja málefnið til mergjar þá eru þættirnir fullri lengd á Pardusnum. Bestu kveðjur, Guðjón, Haukur og Ómar ---- Charlie Kirk var ekki bara einhver gaur með sterkar skoðanir og hlaðvarp. Hann var táknmynd heillar kynslóðar ungs íhaldsfólks. Strákur úr úthverfi Chicago sem hætti háskólanámi til að stofna Turning Point USA, samtök sem börðust gegn því sem hann kallaði woke-heilaþvott og vinstri slagsíðu í bandarískum háskólum. Fyrir sumum var hann hetja sem sagði það sem aðrir þorðu ekki að segja. Fyrir öðrum var hann ógn og rödd sem kynti undir tortryggni og fordóma. En höfðu jafn mikla ástríðu fyrir rökræðum og stjórnmálaumræðu og Charliei. Hann átti eldheita og dygga stuðningsmenn en líka blóðheita andstæðinga sem gjörsamlega hötuðu hann, einungis vegna skoðana hans. Fólk sem að var við það að froðufella af reiði í hvert sinn sem Charlie leyfði sér að tjá sig um sín hjartans mál.  Charlie var heldur ekkert heilagt þegar kom að rökræðum og var til í að ræða um öll málefni hvar og hvenær sem er. Hann viðraði skoðanir sínar ítrekað og óheflað jafn þegar almenningur eða erlend öfl töldu þær ekki réttar eða heppilegar.  Svo á björtum september degi í Orem í Utah var hann skotinn til bana af leyniskyttu, á viðburði sem Turning Point stóð fyrir þar sem byssueign almennings var eitt af umræðuefnunum. Viðburðurinn er tekinn upp frá öllum sjónarhornum, sendur út í beinni og dreifist um netið á ógnarhraða. Líkt og eldur í sinu. Og líkt og hendi sé veifað vöknuð strax grunsemdir  á netinu. Var þetta bara einmanna veikur einstaklingur með byssu eða hluti af einhverju stærra plotti?  Hvað ef  erlent óvinaríki eða stór erlend leyniþjónusta stóði á bakvið morðið? Bandaríkin eiga vissulega marga óvini en hvað gæti Charlie hafa sagt eða gert til þess að kalla fram slík viðbrögð?Í þessum síðari þætti af Álhattinum um hræðilegt morð Charlie Kirk velta strákarnir því fyrir sér hvort að ísraelska leyniþjónustan hafi mögulega skipulagt morðið.  Allt þetta og margt fleira í þessum nýjasta þætti Álhattarins þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta því fyrir sér hvort morðið á Charlie Kirk hafi verið plott til að kveikja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    21 min
  8. 08/22/2025

    P2: Við búum í hermiveröld (e. simulation) og raunveruleiki okkar er sýndarveruleiki | Hluti 2

    Hvað ef veruleikinn er ekki raunverulegur og við sitjum föst í meingallaðir hermiveröld? Í þessum síðari þætti  Álhattsins um hermiveröldina og sýndarveruleikann kafa strákarnir enn  dýpra ofan í kanínuholuna og draga fram stórfurðuleg og fremur ótrúleg dæmi sem virðast benda til þess að kóðinn sjálfur sé farinn að hiksta.  Eins Brady Feigl og Brady Feigl, hafnabolta mennirnir tveir með sama nafn og  sama útlit sem fóru meiraðsegja í sömu skurðaðgerð hjá sama lækni án þess að vera skildir eða tengjast á nokkurn hátt.  Eða sagan sem sögð er í Three Identical Strangers, þar sem þrír ókunnugir menn sem þykja furðulega líkir komast að því að þeir eru þríburar. Svo er það Laura Buxton sem sleppti blöðru sem endaði í höndum annarrar tíu ára stúlku með sama nafn. Tilviljun? Eða villa í gagnagrunni alheimsins? Tsutomu Yamaguchi, maðurinn sem lifði af bæði Hiroshima og Nagasaki. Ótrúleg tilviljun eða bara óvenjulega óheppinn gæi.  Galli í forrituninni? Svo eru það ótrúleg líkindi með morðunum á  Abraham Lincoln og Henry Ford. Dæmin úr sögunni eru mýmörg og hvert öðru ótrúlegra og furðulegra.  Erum við frjálsar manneskjur í raunveruleikanum eða forrit í buggy tölvuleik sem enginn er lengur að viðhalda? Í þessum seinni hluta hermiveröldarþáttarins fara Guðjón, Haukur og Ómar í gegnum frægustu tilvikin og vega og meta hvort þau séu bara tilviljanir eða sönnun þess að við búum í illa forrituðum sýndarveruleika og hermiveröld. Support the show UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

    2h 3m

Ratings & Reviews

4.5
out of 5
2 Ratings

About

Þrír vinir með enga sérfræðiþekkingu ræða samsæriskenningar á vitrænum og glórulausum nótum. Kostar aðeins 1290 kr. á mánuði og þú færð aðgengi að +50 þáttum af hreinni samsæriskenninga snilld 💥 ➡️ Áskriftarhlekkurinn: https://pardus.is/alhatturinn

You Might Also Like