
7 episodes

Gluggaveður Bryndís & Kristján
-
- Careers
-
-
4.7 • 3 Ratings
-
Í þessum þáttum hitta Bryndís Alexanders og Kristján Pétur Sæmundsson áhugaverða einstaklinga sem hafa náð árangri á sínu sviði í atvinnulífinu. Við ræðum áskoranir og erfiðar ákvarðanir, bæði faglega og persónulega. Einstaklingurinn og ferilskráin þurfa að lifa í jafnvægi og allt sem er einhvers virði kallar á að fórna einhverju öðru í staðinn.
-
Allie Doersch
Allie Doersch er húðflúrari, hönnuður og myndskreytir.
Hún starfar hjá Össuri suma daga og flúrar aðra, milli þess sem hún myndskreytir bækur, syngur í pönkhljómsveit og nær fullkomnum tökum á íslensku.
Allie er birtingarmynd þess sem getur gerst þegar hæfileikar og elja eru í jafnvægi.
Viðtalið er bæði á íslensku og ensku. -
Hildur Björnsdóttir & Katrín Atladóttir
Hvað fær tvær ungar konur á framabraut til að venda kvæði sínu í kross og fara út í borgarpólitík? Í þættinum kynnumst við Hildi Björnsdóttur, lögfræðingi, og Katrínu Atladóttur, hugbúnaðarsérfæðings, sem báðar ákváðu að breyta til og taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2018. Þær sjá svo sannarlega ekki eftir því og deila með okkur fyrri störfum og fjölbreytileika borgarfulltrúastarfsins.
-
Finnur Oddsson
Finnur Oddsson er forstjóri Haga, fyrrverandi forstjóri Origo og doktor í sálfræði. Hann hefur engan bakgrunn í smásölu en stýrir stærsta smásölufyrirtæki landsins. Hann hafði heldur engan bakgrunn í upplýsingatækni þegar hann tók við Origo (þá Nýherja). Þess í stað leggur hann áherslu á að hugsa um hvað einkennir góða stjórnun og vinnur verkefnin þaðan.
-
Hlynur Jónasson
Hlynur Jónasson er til í að ganga ansi langt þegar kemur að því að hjálpa öðrum og virðist hafa mjög takmarkaðan skilning á hugtökunum "hindrun" og "nei". Hlynur er atvinnuráðgjafi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og starfar eftir IPS hugmyndafræðinni sem hann segir betur frá í þættinum. Hann hefur brennandi áhuga á að auka þátttöku fólks í atvinnulífinu og sér í lagi, styðja við bakið á fólki sem glímir við geðrænan og félagslegan vanda. Hlynur er jafnframt einn af forsprökkum Hugvallar, en Hugvöllur er pop-up staður við Laugarveg 176 þar sem fólk kemur saman til að styrkja tengslanetið, auka þekkingu sína, vinna og láta hugmyndir og drauma rætast.
-
Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson er ráðgjafi, frumkvöðull, hagfræðingur og ýmislegt fleira. Hann nam við Oxford háskóla, starfaði hjá nafntoguðum fyrirtækjum á borð við McKinsey og Credit Suisse en lærði samhliða því betur hvað Ísland hefur upp á að bjóða og sneri heim. Síðan hefur hann stofnað námsfyrirtæki, leiðbeint ríkisstjórn í krísu, stutt forstjóra sem þurfa að skilja mikið á stuttum tíma og sitthvað fleira.
-
Elísabet Helgadóttir
Elísabet Helgadóttir er framkvæmdastjóri mannauðs og menningar hjá Icelandair. Hún hljóp inn í brennandi bankabyggingu rétt fyrir hrun og flugvél sem var að hrapa rétt fyrir Covid. Elísabet hefur reynst betri en engin við að hjálpa fólki og fyrirtækjum í gegnum erfiða tíma.
Þátturinn var tekinn upp rétt fyrir árslok 2020.