17 episodes

Íslenskunörd, málfarsfasisti og stafsetningarpervert.

Málfarslögreglan Málfarslögreglan

  • Education

Íslenskunörd, málfarsfasisti og stafsetningarpervert.

  17. þáttur

  17. þáttur

  Málfarslögreglan snýr aftur úr löngu og góðu Covid-fríi, skoðar nýyrði og gömul orð sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga úr Kófinu, gefur Virkum í athugasemdum góð ráð og svarar bréfum frá hlustendum.

  • 16 min
  16. þáttur

  16. þáttur

  Málfarslögreglan varpar áramótasprengjum og leggur til viðamiklar breytingar á tungumálinu. Virkir í athugasemdum og fjölmiðlamenn fá ókeypis íslenskukennslu. Orð ársins 2019 verður afhjúpað.

  • 12 min
  15. þáttur

  15. þáttur

  Málfarslögreglan snýr aftur úr nokkuð góður sumarfríi, hrósar stórfyrirtæki í þættinum, veltir fyrir sér mismunandi áhrifum orða og málfátækt, skoðar óþolandi orð og blæs til kosninga um orð ársins.

  • 9 min
  14. þáttur

  14. þáttur

  Í þetta sinn veltir Málfarslögreglan fyrir sér yfirvofandi viðburðum, pælir í eignarhaldi og svarar bréfum frá hlustendum. Geta jákvæðir og skemmtilegir hlutir verið yfirvofandi? Er hægt að eiga alla skapaða hluti? Hvort á að prófa eða prufa? Svör við þessum og fleiri spurningum má finna í fjórtánda þætti.

  • 11 min
  13. þáttur

  13. þáttur

  Málfarslögreglan gefur fjölmiðlamönnum nokkrar athugasemdir, fjallar um sameiningu greinarmerkja og jarðar nokkur ofnotuð orð. Hvað þýðir að vera kýrskýr‽ Hvað er Interrobang‽ Má ekki draga úr notkun einhverra ofnotaðra orða‽ Svör við þessum spurningum leynast í þrettánda þætti.

  • 11 min
  12. þáttur

  12. þáttur

  Loforða- og yfirlýsingaglöð málfarslögregla snýr aftur úr góðu hlaðvarpsfríi, veltir fyrir sér mismunandi tilefnum, talar um tölur og afhjúpar orð ársins 2018. Hvort á að segja að eða af tilefni? Hvers konar ritháttur á tölum fer í taugarnar á Málfarslögreglunni? Og hvert er orð ársins 2018. Svör við öllum þessum spurningum leynast í tólfta þætti.

  • 9 min

Top Podcasts In Education