
19 episodes

Málfarslögreglan Málfarslögreglan
-
- Education
-
-
5.0 • 1 Rating
-
Íslenskunörd, málfarsfasisti og stafsetningarpervert.
-
19. þáttur
Einhvers konar tilraun til endurlífgunar á hlaðvarpi Málfarslögreglunnar. Það var samt aldrei dautt – bara í góðri pásu. Hér er fjallað um rafskútur og muninn á svakalegum og svaðalegum. Pælt í húsanöfnum og mannanöfnum. Og stútfullur íþróttapakki.
-
18. þáttur
Málfarslögreglan kastar áramótasprengju inn í nýja árið og stingur upp á nýjum eða gömlum daganöfnum, svarar bréfum frá hlustendum og segir frá úrslitum kosninga um orð ársins 2020.
-
17. þáttur
Málfarslögreglan snýr aftur úr löngu og góðu Covid-fríi, skoðar nýyrði og gömul orð sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga úr Kófinu, gefur Virkum í athugasemdum góð ráð og svarar bréfum frá hlustendum.
-
16. þáttur
Málfarslögreglan varpar áramótasprengjum og leggur til viðamiklar breytingar á tungumálinu. Virkir í athugasemdum og fjölmiðlamenn fá ókeypis íslenskukennslu. Orð ársins 2019 verður afhjúpað.
-
15. þáttur
Málfarslögreglan snýr aftur úr nokkuð góðu sumarfríi, hrósar stórfyrirtæki í þættinum, veltir fyrir sér mismunandi áhrifum orða og málfátækt, skoðar óþolandi orð og blæs til kosninga um orð ársins.
Hvenær fá orð þegnrétt í íslensku?
Eru öll orð jafn rétthá?
Hvað er málfátækt?
Hvert verður orð ársins 2019?
Svör við þessum og fleiri spurningum leynast í fimmtánda þætti. -
14. þáttur
Í þetta sinn veltir Málfarslögreglan fyrir sér yfirvofandi viðburðum, pælir í eignarhaldi og svarar bréfum frá hlustendum.
Geta jákvæðir og skemmtilegir hlutir verið yfirvofandi? Er hægt að eiga alla skapaða hluti? Hvort á að prófa eða prufa?
Svör við þessum og fleiri spurningum má finna í fjórtánda þætti.
Customer Reviews
Hámhlustun
Dásamlegir þættir! Of fáir, en dásamlegir. Skemmtilega fræðandi og mörg tilefni gáfust til að hlæja upphátt. Takk fyrir þetta. Vel unnið.