Mannlegi þátturinn

RÚV

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1. netfang: mannlegi@ruv.is Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

  1. EPISODE 1

    Slysavarnaskólinn, að alast upp við fíknivanda og veðurspjallið

    Á fyrsta fræðslufundi vetrarins á vegum Vitafélagsins verður tilurð Slysavarnaskóla sjómanna til umræðu. Höskuldur Einarsson var einn af frumkvöðlunum að stofnun skólans og einn af fyrstu þrem starfsmönnum hans. Í fyrirlestri sem hann flytur á fræðslufundinum mun hann segja frá því hvað varð til þess að farið var að íhuga þessi mál og hvernig öryggisfræðslan var í Slysavarnaskólanum. Slysavarnaskólinn var stofnsettur árið 1985 og Höskuldur var yfirkennari skyndihjálpar og slökkvistarfa um borð í skólaskipinu Sæbjörgu. Við töluðum í dag við Vagnbjörgu Magnúsdóttur, fíknifræðing, en hún sagði okkur frá rannsóknarritgerð sinni í meistaranámi í Háskólanum á Akureyri. Ritgerðin heitir Vanlíðan mín var birtingarmyndin - Reynsla kvenna af því að alast upp við fíknivanda. Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og auka þekkingu á áhrifum og afleiðingum þess að alast upp við fíknivanda foreldra. Vagnbjörg sagði okkur betur frá rannsókninni í þættinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur verður með okkur í veðurspjallinu annan hvern þriðjudag í vetur eftir að Elín Björk Jónasdóttir er horfin til annara starfa. Í fyrsta veðurspjalli Einars í Mannlega þættinum sagði hann okkur frá óvenju heitum september víða um heim, hlýjum sjávarstraumum svo fór hann yfir sumarveðrið hér á Íslandi og veðrið framundan. Tónlist í þættinum Got to get you in to my life / Earth Wind and fire (Lennon og Mcartney) Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson) Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason (Jón Jónsson) Ljósvíkingur / Egill Ólafsson (Gunnar Þórðarson og Ólafur Haukur Símonarson) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    50 min
  2. EPISODE 2

    ÖBÍ réttindasamtök, Íslendingafélagið í Osló og Grensásdeild

    Á laugardaginn fer fram formannskjör hjá ÖBÍ réttindasamtökum, en þau sinna réttindamálum fólks með fötlun. Af því tilefni fengum við fráfarandi formann samtakanna, Þuríði Hörpu Sigurðardóttur til þess að fara með okkur yfir stöðuna í þessum málaflokki, sögu samtakanna og árin sex sem hún hefur verið formaður. Íslensk menningarhátíð fer fram í Osló dagana 19.-21. október næstkomandi. Hún er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Íslendingafélagsins í Osló og nágrenni og mun til dæmis forseti Íslands heiðra hátíðina með nærveru sinni á öllum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir þessa daga. Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir var á línunni frá Lörenskog við Osló í þættinum í dag. Á föstudagskvöld verður í sjónvarpinu söfnunar- og skemmtiþáttur fyrir Grensásdeild, Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað verður fyrir tækjum til endurhæfingar. Þar mun fjöldi listafólks, sérfræðinga, skjólstæðinga deildarinnar og annarra velunnara koma fram. Við fengum Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á endurhæfingardeildinni, og Maríu Björk Viðarsdóttur, sem sagði okkur sína reynslusögu, en hún var í endurhæfingu á Grensásdeild í heilt ár eftir bílslys. Tónlist í þættinum Me and Bobby McGee / Janis Joplin (Kris Kristoferson og Fred Foster) Coal Miners Daughter / Sheryl Crow, Loretta Lynn og Miranda Lambert (Loretta Lynn) My Friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Helgason) Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    50 min
  3. EPISODE 3

    Menntaverðlaunin, Konungur fjallanna og geðheilbrigðisdagurinn

    Í dag er Kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim og þá verður tilkynnt um hverjir eru tilnefndir til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Árlega er óskað eftir hugmyndum að tilnefningum frá almenningi og er verðlaunað fyrir fjóra flokka: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Gerður Kristný rihöfundur og ljóðskáld er formaður nefndar um Íslensku menntaverðlaunin og hún kom í þáttinn í dag og greindi frá því í beinni útsendingu hverjar tilnefningarnar í ár eru. Nýja íslenska heimildamyndin Konungur fjallanna var sýnd í kvikmyndahúsum í september og svo hér á RÚV í sjónvarpinu 24. september þar sem hún fékk mikið áhorf. Í myndinni er fylgst með Kristni Guðnasyni fjallkóngi og gangnamönnum í leitum á Landmannaafrétti. Í myndinni er gefin raunsönn mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru. Fjallkóngurinn sjálfur, Kristinn kom í spjall í þáttinn í dag. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert, hér á landi var fyrst haldið upp á hann árið 1996. Í ár verður dagskrá í Bíó Paradís, sem sagt næsta þriðjudag kl.14 , þar sem haldin verða ávörp, fyrirlestrar og skemmtiatriði. Við fengum Orra Hilmarsson, formann dagsins hér á landi í viðtal í dag. Tónlist í þættinum í dag: Fly Me to the Moon / Hljómar (Hljóðritað í Útvarpssal Skúlagötu 4, þann 9. október 1963. Upptaka gerð fyrir óskalagaþáttinn Lög unga fólksins, fyrst heyrist Einar Júlíusson, þáverandi söngvari, kynna alla hljómsveitina.) Hey love / Marína Ósk (Marína Ósk Þórólfsdóttir) Snert hörpu mína /Edda Heiðrún (Atli Heimir Sveinsson og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Miss Chatelaine / KD Lang (KD Lang og Ben Mink) Mississippi / The Cactus Blossoms (Torrey) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    50 min
  4. EPISODE 4

    Berglind Festival föstudagsgestur og sælusnakk

    Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir innkomur sínar í þáttunum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöldum og nú síðasta föstudag, í fyrsta þætti vetrarins, sló hún í gegn þegar hún lýsti íslensku sumarkonunni, með hatt í ponsjói og kampavínsglas í hendi við laxveiðiá. Berglind er menntaður dansari en hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Símanum, markaðs og samfélagsmiðlasérfræðingur hjá ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni og er nú starfandi hugmynda og textasmiður á auglýsingastofunni HN Markaðssamskipti. Einnig var hún kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík frá 2019-2021 á mjög sérkennilegu tímabili. Það var gaman að tala við Berglindi Festival í þættinum í dag. Í matarspjalli dagsins tókum við svo upp þráðinn frá því í síðustu viku og héldum áfram að ræða skólanesti frá því er við vorum ung, talsverð nostalgía sem fylgdi því að ræða t.d. smurt brauð, nestisbox og svo framvegis. Svo hófum við nýja umræðu um sælu, ekki sakbitna sælu, heldur hvað okkur þykir best að fá okkur fyrir framan sjónvarpið á kósý kvöldum. Tónlist í þættinum í dag: Sólarsamba / GÓSS (Magnús Kjartansson og Halldór Gunnarsson) Það sýnir sig / Una Torfadóttir og Hjálmar (Sigurður Guðmundsson) You Turn Me On, I?m a Radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell og Liam Wade) UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    50 min
  5. EPISODE 6

    Aflið á Akureyri,Leiklistarskóli Akureyrar og Markaðsstofa Norðurlands

    Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta þar sem í ljós kom mikil þörf fyrir samtök af þessu tagi. Starfsemin byggir á forsendum þolenda kynferðislegs ofbeldis og/eða heimilisofbeldis. Frá upphafi hefur Aflið vaxið þó nokkuð, árið 2011 voru viðtöl 685 og árið 2018 náðu viðtöl ákveðnum toppi en þá voru þau 1460 talsins. Starfandi ráðgjafar hjá Aflinu í dag eru fimm talsins og hún kom til okkar Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnisstýra Aflsins. Met var slegið í fjölda seldra gistinátta á Norðurlandi í júlí og ágúst skv. tölum frá Hagstofunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands og fjallað um á Akureyri.net. Það virðist sem sumartímabilið sé orðið lengra og Í júlí voru gistinætur til dæmis 60% fleiri en árið 2018 og í ágúst 145% fleiri en árið 2018. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands kom til okkar. Við skruppum svo í heimsókn í kennslurými Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Þar geta börn á grunnskólaaldri sótt sér þjálfun í grunnatriðum leiklistar. Við hittum Jenný Láru Arnórsdóttur skólastjóra leiklistarskólans sem sagði okkur nánar frá starfseminni Lögin í þættinum Það er svo skrýtið/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson-Vilhjálmur Vilhjálmsson) Upptaka 1977 Gone gone Gone/Alison Krauss og Robert Plant(lag eftirEverly bræður,þá Phil og Don) Von/Þorgrímur Jónsson og félagar(Þorgrímur Jónsson) Í fylgsnum hjartans/Stefán Hilmarsson(Ástvaldur Traustason-Stefán Hilmarsson)

    50 min
  6. EPISODE 8

    Ofbeldismenn, Tjútt og gigtardagurinn

    Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við að svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn við að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni. Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, að fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum. Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið að einn af hverjum fimm geti þurft að glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því að fara yfir helstu verkefni félagsins. Tónlist í þættinum í dag: Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson) Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson) Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason) Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ) UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

    50 min

Ratings & Reviews

4.2
out of 5
11 Ratings

About

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1. netfang: mannlegi@ruv.is Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

You Might Also Like