Ræðum það...

Andrés Jónsson

Atvinnulífsspjallþáttur þar sem við fjöllum um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti frá ýmsum hliðum

Episodes

  1. 19 HR AGO

    #507 Ekki ákjósanleg staða að sömu aðilar eigi alla íslensku einkabankanna

    Ekki ákjósanleg staða að sömu aðilar eigi alla íslensku einkabankanna Í sjöunda þætti af fimmtu seríu Ræðum það… er rætt um eignarhald íslensku einkabankanna. Gylfi Magnússon, hagfræðingur og prófessor við viðskiptadeild HÍ, fer yfir þá staðreynd að þrír stærstu lífeyrissjóðirnir eigi alla einkabankanna þrjá, Arion banka, Íslandsbanka og Kviku banka. Það sé ekki ákjósanlegt þar sem það geti hamlað hvata þeirra til að keppa innbyrðis.  Sama eignarmynstur er í flestum skráðra félaga á Íslandi en mörgum þeirra er samt í raun stýrt af hópi einkafjárfesta sem eiga á bilinu 10-20%. Rætt er um að það geti einnig verið jákvætt og geti vegið upp á móti áhrifum af sameiginlegu eignarhaldi stofnanafjárfestanna.  Gylfi er ekki sannfærður um að samruni Kviku og Arion banka verði leyfður, líklegra sé að samruni SKAGA og einhvers banka, svo sem Íslandsbanka, fengi gott veður hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann telur jafnframt ekki að ný ríkisstjórn sé líkleg til að gera neinar áherslurbreytingar á regluverki samkeppniseftirlits eða fjármálamarkaðarins heldur haldi samfellu frá síðustu ríkisstjórn. Litlar líkur séu á að Landsbankinn verði seldur í tíð núverandi ríkisstjórnar en það geti orðið eftir einhverjar kosningar með ólíku ríkisstjórnarmynstri. Þá var því velt upp hvort Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka hyggist verða leiðandi hluthafi í bankanum eftir mögulega sameiningu Íslandsbanka og SKAGA. Að lokum er rætt um óvænt og hörð viðbrögð Ríkisendurskoðanda við gagnrýni Endurskoðunarráðs á að starfsfólk embættisins sé að kvitta upp á reikninga ríkisfyrirtækja án löggildingar. 1) Grein um sameiginlegt eignarhald fyrirtækja í Kauphöll Íslands: https://opinvisindi.is/items/598a1221-c3e6-418c-9042-75ae2113077e ———— Ræðum það… er atvinnulífsspjallþáttur þar sem rætt er um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti frá ýmsum hliðum. Þátturinn er í boði Góðra samskipta* og hefur komið út reglulega frá árinu 2020. Stjórnandi er Andrés Jónsson (*)Efnistök hlaðvarpsins eru óháð verkefnum Góðra samskipta á hverjum tíma. Við val á umræðuefnum og gestum þáttarins forðumst við alla hagsmunaárekstra. Komi fyrir að um bein hagsmunatengsl sé að ræða við gesti þá er það ávallt upplýst í upphafi þáttar.

    29 min

About

Atvinnulífsspjallþáttur þar sem við fjöllum um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti frá ýmsum hliðum

You Might Also Like