9 episodes

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.

Eftirmál Tal

    • Arts
    • 5.0 • 2 Ratings

Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.

    Lúkasarmálið

    Lúkasarmálið

    Umtalaðasti hundur Íslandssögunnar er án efa kínverski smáhundurinn Lúkas sem hvarf á Akureyri sumarið 2007. Út breiddist sú lygasaga að hópur drengja hefði leikið sér að því að drepa varnarlausan hundinn með hrottafengnum hætti. Þjóðin sameinaðist í sorg, haldnar voru minningarathafnir og kommentakerfi netheima loguðu. Þegar Lúkas fannst á lífi nokkrum vikum síðar tók málið aðra stefnu og varð kennslustund í hvernig á ekki að haga sér á internetinu.

    • 48 min
    Flugslys við Þingvallavatn

    Flugslys við Þingvallavatn

    Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Í Eftirmálum lýsir Jón Ragnar frá fyrstu hendi þeirri óhugnanlegu atburðarás sem fór af stað eftir að hann gerði yfirvöldum viðvart um að vélin hefði ekki skilað sér á tilsettum tíma.

    Samsetning: Arnar Jónmundsson

    • 1 hr 15 min
    Ísafjarðarmálið

    Ísafjarðarmálið

    Eitt umtalaðasta fréttamál síðari tíma er Ísafjarðarmálið svokallaða sem setti íslenskt samfélag á hliðina í tvígang. Málið kom upp árið 2006 þegar DV birti forsíðu með fyrirsögn um einhentan kennara sem olli gríðarlegu fjaðrafoki. Málið skaut svo aftur upp kollinum sjö árum síðar en þá komu í ljós aðrar hliðar á því. Andri Ólafsson, blaðamaðurinn sem skrifaði upphaflega um málið, fer yfir atburðarásina í Eftirmálum.

    Samsetning: Arnar Jónmundsson

    • 51 min
    37 ára fangelsisdómur Söndru Sigrúnar

    37 ára fangelsisdómur Söndru Sigrúnar

    Sandra Sigrún Fenton var árið 2013 dæmd í 37 ára fangelsi fyrir tvö vopnuð rán í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Margrét Fenton, móðir Söndru, segir sögu dóttur sinnar í þættinum og lýsir aðstæðum og atburðarás sem er lyginni líkust en Sandra hefur nú afplánað níu ár af dómnum í illræmdu öryggisfangelsi í Virginíu.

    Samsetning: Arnar Jónmundsson

    • 59 min
    Flugslys við Múlakot

    Flugslys við Múlakot

    Ida Björg Wessman flugmaður missti foreldra sína og yngri bróður í hræðilegu flugslysi við Múlakot í júní 2019. Slysið vakti mikinn óhug, ekki síst í flugsamfélaginu, þar sem faðir Idu var reyndur flugstjóri og bróðir hennar nýútskrifaður flugmaður. Ida hefur ekki tjáð sig um þessa atburði hingað til en segir sögu sína í Eftirmálum.

    Samsetning: Adelina Antal

    • 1 hr 13 min
    Flótti Matthíasar Mána

    Flótti Matthíasar Mána

    Einn best skipulagði flótti úr fangelsi hér á landi var þegar Matthíasi Mána Erlingssyni tókst að flýja úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember 2012. Hann var á flótta í tæpa viku og á þeim tíma hafðist hann við í sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu útbúin eins og Rambó, stal fjórhjóli sem hann ferðaðist á um að næturlagi, nýtti tunglsljós til að sjá í myrkri og hugðist veiða sér til matar með haglabyssu. Margrét Frímannsdóttir, fyrrum forstöðumaður á Litla-Hrauni, fer yfir málið í þættinum.

    Samsetning: Adelina Antal

    • 42 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
2 Ratings

2 Ratings

Top Podcasts In Arts

Vanessa Rudjord & Synnøve Skarbø
Dagbladet
Dagens Næringsliv & Acast
fÆbrik og Podplay
Kristine T G Hardeberg
Urbania Magasin

You Might Also Like

Ásgrímur Geir Logason
Ási
Helgi Ómars
Spjallið Podcast
Inga Kristjáns
Þarf alltaf að vera grín?