Heimskviður

RÚV
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

  1. EPISODE 2

    7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir

    Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing. Þá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi. Ekki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    49 min
  2. EPISODE 5

    11 | Kosningar í Póllandi, krísa í Katalóníu og falsfréttir

    Í ellefta þætti Heimskviðna er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Póllandi, þar sem þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttur vann stórsigur. Flokkurinn hefur gert umtalsverðar breytingar í landinu frá því hann tók við völdum 2015. Pólland er á hættulegri leið út af braut lýðræðis og frelsis - segja sumir. Pólverjar eiga rétt á því að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja haga sínu samfélagi og gera það í frjálsum lýðræðislegum kosningum - segja aðrir. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Póllands, fylgdist með kosningunum og ræddi við fólk. Þá er sömuleðis fjallað um stöðuna í Katalóníu, en síðustu viku voru níu katalónskir stjórnmálamenn dæmdir í 9 til 12 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum þar sem greidd voru atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Sjálfsstæðissinnar höfðu betur og í kjölfarið lýsti Katalónía yfir sjálfstæði. Spænsk stjórnvöld tóku vægast sagt illa í þann gjörning eins og fólk kannski man, og sem fyrr segir féllu þessir hörðu dómar í síðustu viku. Mótmæli hafa færst í aukanna í þessari viku og erfitt er að segja til um hvað gerist. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við hinn katalónska Ramon Flavia Piera, sem er búsettur á Patreksfirði. Þá fjallar Birta Björnsdóttir um baráttuna við falsfréttir, og bætur sem bandarískum manni voru dæmdar í síðastliðinni viku. Bæturnar fær maðurinn frá samsæriskenningasmiðum sem halda því fram að dauði sex ára sonar mannsins hafi verið sviðsettur. Að skotárásin sem framin var í Sandy Hook barnaskólanum 2012, þar sem 20 börn voru myrt, hafi í raun aldrei átt sér stað. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    56 min
  3. EPISODE 7

    17 | Morðið á Möltu, þinkosningar í Bretlandi og endalok The Simpsons

    Í sautjánda þætti Heimskviðna er fjallað um morðið á Daphne Galizia, blaðakonu á Möltu, árið 2017. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við vinkonu Galizia, Dóru Blöndal Mizzi og Renete Schroeder, framkvæmdastjóra Evrópusamtaka blaðamanna. Rannsókn málsins hafði lítið miðað áfram þangað til leigubílstjóri var handtekinn á flugvelli á Möltu um miðjan síðasta mánuð. Hann var tengiliður milli leigumorðingjanna sem myrtu blaðakonuna og þeirra sem vildu hana feiga. Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Vanalega fara kosningar fram á fimm ára fresti í Bretlandi, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en það er einnig önnur mál sem eru kjósendum hugleikin. Guðmundur Björn segir frá. Í vikunni var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því? Birta kannaði málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    49 min
  4. EPISODE 8

    25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

    Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Dýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið. Getur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

    53 min

Ratings & Reviews

4.3
out of 5
14 Ratings

About

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

You Might Also Like

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes, and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada