Matmenn

Mat Menn

Davið og Bjartur fara yfir allt sem tengjast matreiðslu á léttu nótunum og fær hlustendur til að fræðast og skella uppúr á sama tíma. Þættirnir verða gefnir út á hverjum föstudegi og eru þeir bæði í mynd og hljóði. Viðmælendur eru af ýmsum toga og koma þeir allir að mat á einn eða annan hátt. Þarna verður rætt við matreiðslumenn, þjóna, bakara, kjötiðnaðarmenn, slátrara, buttler, kennara, bændur, hótelstjórnendur, veitingamenn, þekkt fólk úr þjóðfélaginu og svo mætti lengi telja. Nóg er af sögum úr bransanum, og ætlum við að deila þeim með ykkur

  1. #27 - Sigurður Gíslason

    09/09/2025

    #27 - Sigurður Gíslason

    Sigurður Gíslason er viðmælandi Matmanna að þessu sinni. Sigurður, eða Siggi Gísla eins og hann er oftast kallaður, er þaulreyndur matreiðslumaður og eigandi farsæla og vinsæla veitingastaðarins Gott í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Sigmarsdóttur. Hann er þekktur fyrir ​heilnæma matargerð, en þau hjónin hafa lagt mikla áherslu á að bjóða upp á hollan og heimatilbúinn mat. Allar sósur, súpur, pasta, brauð og kökur eru gerðar frá grunni á staðnum. Veitingastaðurinn Gott er þekktur fyrir að nota ferskan fisk sem er sóttur daglega á fiskmarkaðinn í Eyjum. Þessi áhersla á staðbundið hráefni hefur vakið mikla athygli. Gott er fjölskyldurekinn staður og persónuleg nálgun Sigga og Berglindar hefur gert hann afar vinsælan hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum. ​Áberandi hluti af ferli hans Sigga var þátttaka hans í kokkalandsliði Íslands, sem er mikill heiður og vitnisburður um hæfileika hans og kunnáttu í matreiðslu. Þetta er reynsla sem hefur mótað nálgun hans á matargerð og gæðakröfur, en það sést vel á þeirri áherslu sem hann leggur á ferskleika og heimabúið hráefni á veitingastaðnum Gott. Þau hjónin hafa gefið út nokkrar metsölubækur, meðal annars "Heilsuréttir fjölskyldunnar" og "Nýir heilsuréttir". ​Í stuttu máli er Siggi Gísla einn af máttarstólpum íslenskrar matarmenningar í Vestmannaeyjum, með áherslu á svo kallað “comfort food”.. Allir sem leggja leið sína til Eyja ættu að stoppa við á Gott og njóta frábærrar þjónustu og matreiðslu sem pakkar manni inn í gott faðmlag af góðum mat.

    1h 13m
  2. #26 - Gísli Mattías Auðunsson

    09/02/2025

    #26 - Gísli Mattías Auðunsson

    Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi Matmanna að þessu sinni. Gísli Matt eins og hann er oftast kallaður er matreiðslumaður, athafnamaður og talsmaður íslenskrar matarmenningar. Hann er þekktastur fyrir að hafa stofnað og rekið veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni, en staðurinn hefur notið mikilla vinsælda og hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir nýstárlega matreiðslu sem byggir á hefðum og hráefni úr heimabyggð. Að auki hefur Gísli komið að ýmsum öðrum verkefnum eins og ​Skál í Hlemmi Mathöll, sá veitingastaður fékk viðurkenningu frá Michelin-leiðarvísinum. Eining rekur Gísli dótturstað Slippsins sem kallast Næs og fleiri veitingastaði í Vestmannaeyjum. Hann hefur líka gefið út bókina SLIPPURINN: Recipes and Stories from Iceland, sem kom út á heimsvísu í yfir 70 löndum. ​Gísli er þekktur fyrir að nota ferskt, staðbundið og sjálfbært hráefni og hefur vakið athygli fyrir skapandi nálgun sína á íslenska matargerð. Hann hefur einnig tjáð sig opinberlega um áskoranir í veitingarekstri á Íslandi. Matreiðsla varð snemma áhugi hans, hann var mjög ungur þegar hann byrjaði að elda og því lá leið hans í Menntaskólann í Kópavogi. Stór áfangi á ferli hans var opnun veitingarstaðarins Slippinn í Vestmannaeyjum árið 2012, en hann hefur eins og áður sagði, vakið gríðarlega athygli og viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Það var í raun þar sem hann festi sig í sessi sem einn af athyglisverðustu matreiðslumönnum landsins.

    1h 4m
  3. #25 - Núllarinn

    08/23/2025

    #25 - Núllarinn

    Viðmælandi Matmanna að þessu sinni er Guðjón Þór Guðmundsson sem útskrifaðist árið 2001 sem matreiðslumaður, en hann lærði á Óðinsvé og í Viðey. Guðjón er matreiðslumeistari, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis Núllarinn. Núllarinn er íslensk vefverslun sem sérhæfir sig í sölu á óáfengum drykkjum. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af vörum, þar á meðal óáfenga bjóra eins og Núllarann sem er bruggaður af Bruggsmiðjunni Kalda. Einnig selur verslunin óáfeng vín frá framleiðendum eins og Lussory sem bjóða upp á hvítvín, rósavín, rauðvín og freyðivín, en þessi vín fara í gegnum viðkvæma og nákvæma ferla, án nokkurrar efnafræðilegrar meðhöndlunar. Það tryggir að allir góðir og heilsuvænlegir eiginleikar vínberjanna haldast óskertir. Hjá Núllaranum má einnig finna óáfengia kokteila og sterka drykki eins og gin, viskí og mezcal frá vörumerkjum eins og Monday, einnig nýju vörulínuna frá Mommos Botanicals sem hafa uppá að bjóða Amarette, Aperitive Bitter, Orange Spritz, London Gin og Limoncello svo eitthvað sé nefnt af því úrvali sem til er. Núllarinn.is leggur áherslu á að bjóða upp á vandað úrval fyrir þá sem vilja njóta góðra drykkja án áfengis, hvort sem það er í veislum, fyrir rólegar kvöldstundir eða sem heilbrigðari kost. Þar sem vörurnar eru ekki með áfengi þá getur hver sem er verslað sér þessar vörur á Núllarinn.is og fengið sent í næsta Dropp, eða pantað hjá Wolt nú eða á Heimkaup. Á heimasíðu Núllarans eru líka góðar uppskriftir af kokteilum og ýmis fróðleikur. Við mælum eindregið með að horfa líka á þennan þátt, þar sem kokteilþjónn frá fyrirtækinu Helvíti Gott hristir fram fallega og bragðmikla kokteila! Verði ykkur að góðu!

    1h 7m

About

Davið og Bjartur fara yfir allt sem tengjast matreiðslu á léttu nótunum og fær hlustendur til að fræðast og skella uppúr á sama tíma. Þættirnir verða gefnir út á hverjum föstudegi og eru þeir bæði í mynd og hljóði. Viðmælendur eru af ýmsum toga og koma þeir allir að mat á einn eða annan hátt. Þarna verður rætt við matreiðslumenn, þjóna, bakara, kjötiðnaðarmenn, slátrara, buttler, kennara, bændur, hótelstjórnendur, veitingamenn, þekkt fólk úr þjóðfélaginu og svo mætti lengi telja. Nóg er af sögum úr bransanum, og ætlum við að deila þeim með ykkur