150 episodes

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn RÚV

  • News

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

  Bætur vegna læknamistaka. Efling. Röksteinn

  Bætur vegna læknamistaka. Efling. Röksteinn

  Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða hjónum sem misstu nýfætt barn sitt vegna alvarlegra læknamistaka á Landspítalanum fimm milljónir í miskabætur. Efling vill að laun hækki meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Krafa er gerð um breytingar á starfsmati sem gæti fært þeim með lægstu launin yfir 50 þúsund króna launahækkun. Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst fjölda flugferða vegna slæmrar veðurspár. Sautján hafa látist í Kína af völdum óþekktrar lungnabólguveiru. Á fimmta hundrað til viðbótar hafa veikst. Loðnu hefur orðið vart undan norðanverðu landinu í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Leiðangursstjórinn telur þó ekki mikið af henni þar. Tveir skjálftar, 3,7 að stærð, mældust skammt frá Grindavík í dag. Tugir eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið. Rannsókn sænskra fræðimanna bendir til þess að loftslagskvíði sé ekki nýr af nálinni. Fræðimennirnir telja sig langt komna með að ráða gátur Röksteinsins, sænsks rúnasteins, frá níundu öld.

  Stórhættuleg matareitrun bótúlismi

  Stórhættuleg matareitrun bótúlismi

  Spegillinn 21.01.2020 Karlmaður er í öndunarvél á spítala með stórhættulega matareitrun. Veiran greindist síðast á Íslandi fyrir næstum fjörutíu árum. Karlmaður sem lögregla grunar um að hafa banað manni í Úlfarsárdal í byrjun desember er laus úr gæsluvarðhaldi. Landsréttur telur lögreglu ekki hafa stutt grun sinn nægjanlega vel með gögnum. Réttarhöld eru hafin í öldungadeild Bandaríkjaþings yfir Donald Trump forseta. Demókratar saka Repúblikana um að ætla að leyna sönnunargögnum gegn honum. Formaður Eflingar segir að félagið sé ekki tilbúið að fórna sjálfstæðum samningsrétti fólksins. Inntak krafna félagsins sé byggt á lífskjarasamningnum. Jafnframt sé farið fram á leiðréttingu á stöðu félagsmanna hjá borginni sem séu á föstum töxtum. Í mörgum tilfellum sé verið að bjóða fólki upp á líf í fátækt. Arnar Páll Hauksson talaði við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar Versta vetrarveður sem um getur í meira en 40 ár geisar nú á Norðuraustur-Spáni. Að minnsta kosti fjórir eru látnir. Samkvæmt nýrri rannsókn er hægt að draga úr loftslagsvá, offitu og vannæringu með réttu mataræði. Niðurstöðurnar sýna að best er að vera grænkeri eða vistkeri. Hópur vísindamanna hefur reiknað út hvernig mataræði hefur áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þeir sýna fram á að með réttu mataræði er hægt að draga úr loftslagsvá, offitu og vannæringu sem eru þrír faraldrar sem nú geisa í heiminum. Hópurinn hefur birt niðurstöður sínar í vísindatímaritinu Lancet. Thor Aspelund líftölfræðingur er í rannsóknarhópnum og hann heldur erindi á málþingi á morgun um samspil næringar, heilsu og umhverfis ásamt Jóhönnu Torfadóttur, næringarfræðingi. Bergljót Baldursdóttir talaði við Thor Aspelund.

  Snjóflóðið braut stálmastur

  Snjóflóðið braut stálmastur

  Spegillinn 20.01.2020 Snjóflóðið braut stálmastur: Ekki er tímabært að segja til um rúmmál snjóflóðanna á Flateyri. Mest er flóðið um fimm metra djúpt. Svokallað skopplag, sem er ofan á þéttum kjarna snjóflóðsins, fór yfir varnargarðana. Fjögurra metra hátt stálmastur sem var uppi á garðinum brotnaði. Krafturinn sem þarf til þess jafngildir þyngd allt að 10 fólksbíla. Rætt við Kristínu Mörtu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðingur að það sé mikið áhyggjuefni. Tveir íbúafundur um snjóflóðin á Flateyri og Súðavík: Íbúafundur stendur nú yfir á Flateyri og annar verður haldinn í Súðavík í kvöld vegna vegna snjóflóðanna sem féllu í liðinni viku. Þar eru mættir fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands, lögreglustjóranum á Vestfjörðum og velferðarsviði Ísafjarðarbæjar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður er á staðnum Fjölmörg alvarleg slys: Mikið álag hefur verið á rannsóknarnefnd samgönguslysa undanfarið vegna fjölmargra alvarlegra umferðarslysa sem urðu á fyrstu dögum ársins. Rætt við Sævar Helga Lárusson, rannsóknarstjóra hjá nefndinni Norska ríkisstjórnin sprakk í dag þegar Framfaraflokkurinn fór úr stjórninni vegna andstöðu við að flytja norska móður og börn hennar til Noregs. Hún er bendluð við hryðjuverkastarfsemi í Sýrlandi. Arnar Páll Hauksson ræddi við Gísla Kristjánsson í Noregi Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til sérstakra viðbragða hér. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni. Samningaviðræður um framtíðarsamband Breta og Evrópusambandsins hefjast eftir mánaðamótin. ESB hefur verið að ræða og kynna sín samningsmarkmið en markmið Breta eru enn óljós. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela tekur þátt í Davos ráðstefnunni í Sviss þrátt fyrir að vera í ferðabanni heima fyrir. Íslenskir karlar hafa fitnað mjög hratt eftir að sala bjórs var leyfð að nýju, árið 1989. Íslendingar eru nú þyngstir norrænna þjóða.

  Alvarlegt slys á Skeiðarársandi

  Alvarlegt slys á Skeiðarársandi

  Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi um tvö leytið í dag. Níu manns voru í bílunum tveimur og var hópslysaáætlun lögreglunnar á Suðurlandi virkjuð. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hæstaréttarlögmann brigsla sér um saknæmt athæfi í greinargerð til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn hefur hafnað ósk hennar um að svara lögmanninum. Efling hefur lagt fram kröfur um að laun hækki talsvert umfram lífskjarasamninginn og að desemberuppbót verði nærri 400 þúsund krónur. Íslendingar töpuð fyrir Slóvenum í fyrst leik milliriðilsins í Evrópukeppninni í handbolta í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiðið að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrunum finnst skjóta skökku við að gjald sé innheimt í ákveðnum tilgangi en hluti þess svo notaður í eitthvað annað. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og ræðir við ráðherrana. Efling fer fram á að desemberuppbót verði tæpar 400 þúsund krónur og vill að laun félagsmanna sinna hjá Reykjavíkurborg hækki talsvert meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Einn viðmælandi Spegilsins segir að ef kröfur félagsins næðu fram að ganga myndi launamarkaðurinn springa í loft upp. Arnar Páll Hauksson segir frá. Breska flugfélagið Flybe er ekki þekkt nafn utan Bretlands en tæplega tvö af hverjum fimm innanlandsflugum eru á vegum félagsins. Fyrir ári var því bjargað af hópi fjárfesta, þar á meðal Virgin Air. Nú virðist sem sú björgun hafi ekki dugað nema árið og Flybe aftur í kröggum. Þetta leiðir hugann að íslenskum aðstæðum og flugfélaginu Wow, sem reynt er að endurreisa. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

  Lengi talað fyrir daufum eyrum

  Lengi talað fyrir daufum eyrum

  Fréttir: Tvö lík fundust á Sólheimasandi fyrr í dag. Lögregla telur að fólkið hafi orðið úti. Niðurstöður sérfræðinga á Veðurstofunni benda til þess að flóðin sem féllu á flateyri í gær séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, var viss um að henni yrði bjargað. Móðir hennar hafði sömu sannfæringu. Tugmilljónir íbúa í ríkjum í sunnanverðri Afríku þurfa hið bráðasta á mataraðstoð að halda vegna þurrka og annarra ástæðna. Sameinuðu þjóðirnar vantar á þriðja hundrað milljónir dollara til kaupa á matvælum. Lengri fréttapistlar: Það eru ekki allir öruggir heima hjá sér. Varnargarða skortir á átta þéttbýlissvæðum þar sem snjóflóðahætta er mikil. Eftir snjóflóðin mannskæðu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 ákváðu stjórnvöld að grípa til aðgerða til að minnka líkur á að slík flóð kostuðu fleiri mannslíf. Ekki sér fyrir endann á uppbyggingunni sem hefur ítrekað tafist. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin lengi hafa talað fyrir daufum eyrum. Félagsmenn í Starfsgreinasambandinu eiga nú kost á þriggja mánaða launuðu námsleyfi og allir fá 30 daga orlof. Þetta eru nýmæli í kjarasamningi 17 félaga sem undirritaður var í dag.

  Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

  Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

  Forsætisráðherra segir að allt viðbragðslið hafi staðið sig afburða vel. Fjármálaráðherra segir varnarmannvirkinn hafa sannað gildi sitt en nú verði að skoða aðra staði þar sem stjórnvöld hafi ætlað sér að vera búin að byggja frekari varnir. Eigandi eins af bátunum sem sukku á Flateyri í nótt segist lengi hafa óttast að snjóflóð félli á smábátahöfnina. Varnargarðarnir í hlíðinni fyrir ofan Flateyri eru ekki jafn sterkir og talið var, þegar þeir voru byggðir árið 1998. Ekki er víst að garðarnir gætu gripið flóð á borð við það sem féll 1995 að fullu. Þrátt fyrir að enginn eigi að vera á veturna í gömlu byggðinni í Súðavík var þar fólk í nótt. Óvissustig er á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögreglan í Alicante á Spáni hefur ákært fertugan Íslending fyrir morð og morðtilraun Hann er grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar um síðustu helgi. Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson Tæknimaður Davíð Berndsen

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To