398 episodes

Á podcast rás Körfunnar er að finna margar ólíkar upptökur sem allar eiga það sameiginlegt að vera tengdar íslenskum körfuknattleik. Rásin hefur verið til síðan árið 2017.

Karfan Karfan

  • Sports
  • 4.3 • 15 Ratings

Á podcast rás Körfunnar er að finna margar ólíkar upptökur sem allar eiga það sameiginlegt að vera tengdar íslenskum körfuknattleik. Rásin hefur verið til síðan árið 2017.

  Undir Körfunni: Bjössi um KR titlana, litríka liðsfélaga og Valsríginn “Það var alltaf eitthvað vesen utan vallar“

  Undir Körfunni: Bjössi um KR titlana, litríka liðsfélaga og Valsríginn “Það var alltaf eitthvað vesen utan vallar“

  Björn Kristjánsson, leikmaður KR, er viðmælandi í níunda þætti af Undir Körfunni. Björn fer yfir leikferill sinn og öll liðin sem hann hefur spilað fyrir, bikar söfnun hjá KR og bestu augnablikin.
  Shawn Glover yfirgaf KR fyrir síðustu mánaðamót og Björn kemur inn á viðskilnað Glover við KR liðið. Björn ræðir einnig hvernig stemningin hafi verið hjá KR eftir einvígið gegn Val í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og hvað bjargaði vinskap hans og Kristófer Acox
  Björn svarar einnig spurningum af Subway spjallinu og fer stemninguna í klefanum hjá KR. Ásamt því velur draumalið sitt af samherjum og úrvalslið í Subway-deild karla.
  Umsjón: Atli Arason 
  Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.

  • 1 hr 10 min
  Social Chameleon #16 - Daniela Wallen um ferðalagið frá Caracas til Keflavíkur, suðuramerískan körfubolta og frægð á Tik-Tok

  Social Chameleon #16 - Daniela Wallen um ferðalagið frá Caracas til Keflavíkur, suðuramerískan körfubolta og frægð á Tik-Tok

  Dominykas Milka ræðir við leikmann Keflavíkur í Subway deild kvenna Daniela Wallen Morillo um ferðalag hennar frá Caracas í Venusúela til Keflavíkur, en áður en hún kom til Keflavíkur hafði hún leikið sem atvinnumaður í Ástralíu, Finnlandi, Svíþjóð og í bandaríska háskólaboltanum.

  Daniela kom fyrst til Keflavíkur fyrir tímabilið 2019-20 og er því á sínu þriðja með félaginu. Hefur hún allar götur síðan hún kom verið einn af betri leikmönnum deildarinnar. Það sem af er tímabili er hún að skila 21 stigi, 14 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hún leiðir deildina í framlagi með 30 framlagsstig að meðaltali.
  Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.
  Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.
  Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

  • 1 hr 51 min
  The Uncoachables: New Year's Rundown in New Studio

  The Uncoachables: New Year's Rundown in New Studio

  Helgi and David met up in a new studio and made a very concise 60 minute episode. 

  They give out awards for 2021, discuss the highlights of last year and then talk about the men's and women's leagues. 

  Finally they go over recent player transfers and what's in store next year. Enjoy!
  Hosts: Helgi Hrafn Ólafsson and David Patchell

  • 58 min
  Aukasendingin - Vörutalning og slúður í Subway: Einkunn fyrir hvert lið, bestu leikmenn valdir og hverjir eiga mest inni

  Aukasendingin - Vörutalning og slúður í Subway: Einkunn fyrir hvert lið, bestu leikmenn valdir og hverjir eiga mest inni

  Aukasendingin fékk til sín Þann Hundtrygga Hraunar Karl og Þann Kvíðna Guðmund Auðunn til þess að gefa tímabili allra liða Subway deildar karla einkunn, velja besta leikmann hvers liðs og finna út hver á mest inni fyrir seinni helming deildarkeppninnar.
  Þá eru einnig til umræðu fyrsta og önnur deild, fréttir vikunnar, slúður, nýjir leikmenn og margt fleira.
  Í lokin er svo farið yfir leikina sem framundan er og spáð fyrir næstu umferð.
  Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

  • 1 hr 26 min
  Social Chameleon #15 - Davíð Eldur um íslenskan körfubolta, Keflavík og margt, margt fleira

  Social Chameleon #15 - Davíð Eldur um íslenskan körfubolta, Keflavík og margt, margt fleira

  Dominykas Milka ræddi við ritstjóra Körfunnar Davíð Eld Baldursson um hina ýmsu fleti íslensks körfubolta, hvernig það hafi verið að alast upp sem stuðningsmaður Keflavíkur, hvernig það kom til að hann tók við Körfunni og margt, margt fleira. 
  Tekið er fram að þátturinn er tekinn upp á milli jóla og nýárs 2021.
  Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.
  Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.
  Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

  • 1 hr 2 min
  Aukasendingin: Hannes um frekara norrænt samstarf, Höllina, VÍS bikarinn og Covid frestanir “Verðum að geta treyst hverjum og einum”

  Aukasendingin: Hannes um frekara norrænt samstarf, Höllina, VÍS bikarinn og Covid frestanir “Verðum að geta treyst hverjum og einum”

  Vegna sóttkvíar og einangrunar stjórnenda Aukasendingarinnar var brugðið á það ráð að fresta hefðbundinni umfjöllun þáttarins um íslensku deildirnar fram í næstu vikur. Í staðinn var heyrt í formanni KKÍ Hannesi Jónssyni og hann spurður út í hin ýmsu málefni sem brenna á aðdáendum þessa dagana.
  Ræðir Hannes frekara samstarf Norðurlandana, frestanir tengdar kórónuveirufaraldrinum, færslu VÍS bikarkeppninnar fram í mars og hver staðan sé á nýjum þjóðarleikvang.
  Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

  • 28 min

Customer Reviews

4.3 out of 5
15 Ratings

15 Ratings

Sick Ma ,

🤝

Áfram Körfubolti!

Þ ,

Gott podcast

Gott efni en smá tip: ekki hósta beint í micinn

Top Podcasts In Sports

RÚV
Vísir
Hjörvar Hafliðason
Rick Shiels, Guy Charnock

You Might Also Like

Podcaststöðin
Hjörvar Hafliðason
Tal
FM957
Helgi Jean Claessen