8 episodes

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

Flugvarpið Jóhannes Bjarni Guðmundsson

  • News
  • 5.0 • 16 Ratings

Fjallað er um flugmál á Íslandi, viðburði, málefni og áhugavert fólk tekið tali. Jói Baddi hefur langa reynslu sem atvinnuflugmaður og kennari og sameinar hér áhuga sinn á flugi og fjölmiðlum.

  # 8 - Útboðsdeilur í innanlandsflugi

  # 8 - Útboðsdeilur í innanlandsflugi

  Rætt er við Kára Kárason flugrekstrarstjóra Flugfélags Austurlands, Friðrik Adolfsson framkvæmdastjóra Norlandair og Hörð Guðmundsson forstjóra Ernis um nýafstaðið útboð vegagerðarinnar í innanlandsflugi. Flugfélagið Ernir missir spón úr sínum aski eftir að samið var við Norlandair um flug á Bíldudal og Gjögur. Flugfélag Austurlands fær ekkert en var með lang lægsta tilboðið.

  • 55 min
  #7 - Mannskæðasta flugslysið

  #7 - Mannskæðasta flugslysið

  Fjallað er um mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar þegar DC-8 þota Loftleiða fórst í aðflugi í Colombo á Sri Lanka 15. nóvember 1978. Rætt er við þrjú þeirra sem komust lífs af, Oddnýju Björgólfsdóttur flugfreyju, Þuríði Vilhjálmsdóttur fugfreyju og Harald Snæhólm flugstjóra.

  • 49 min
  #6 - Fyrsti kvenflugmaður Icelandair

  #6 - Fyrsti kvenflugmaður Icelandair

  Sigríður Einarsdóttir flugstjóri er brautryðjandi kvenna í atvinnuflugi á Íslandi og segir hér frá merkilegum ferli sínum. Hún var fyrst kvenna til að vera ráðin flugmaður hjá Icelandair og mátti leggja ýmislegt á sig til að þykja ekki eftirbátur karla í stéttinni. Hún er í dag með reynslumestu flugstjórum félagsins og segist ekki hafa viljað starfa við neitt annað í gegnum árin, þrátt fyrir ákveðna fordóma gagnvart kvenflugmönnum.

  • 50 min
  #5 - Rafmagnsflugvélarnar eru að koma

  #5 - Rafmagnsflugvélarnar eru að koma

  Orkubylting er að verða í fluginu því rafmagns-, tvinn- og vetnisflugvélar munu gjörbreyta öllum flugrekstri á næstu árum. Matthías Sveinbjörnsson flugmaður og verkfræðingur segir hér frá nýjustu þróun í notkun nýrra aflgjafa í flugi. Matthías er líka forseti Flugmálafélags Íslands sem vinnur ötullega við að efla alla flugstarfsemi og hann þekkir þannig vel hversu flugið er nátengt hagsæld á Íslandi.

  • 41 min
  # 4 - Frækileg sjúkraflug á Vestfjörðum

  # 4 - Frækileg sjúkraflug á Vestfjörðum

  Guðmundur Harðarson flugstjóri hjá Cargolux hlaut riddaraskross í Luxemborg fyrir störf sín. Hann segir okkur frá ferlinum og krefjandi aðstæðum í sjúkraflugum á upphafsárunum hjá flugfélaginu Erni.

  • 44 min
  #3 - Boeing 737 MAX

  #3 - Boeing 737 MAX

  Boeing 737 MAX flugvélin er til umfjöllunar og farið yfir hvað Boeing þarf að laga og hvernig það verður gert með Þórarni Hjálmarssyni þjálfunarflugstjóra Icelandair. Jarðskjálfti uppá 5,6 hristi aðeins upp í þættinum.

  • 33 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
16 Ratings

16 Ratings

Helga Lóa ,

Fræðandi og skemmtilegt efni

Flug kemur okkur öllum við og þetta er virklega fræðandi og áhugavert hlaðvarp. Vissi satt best að segja ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á flugi!

MaesaKriss ,

Mæli með!

Frábært, fræðandi og fagmannlegt hlaðvarp!

omargudnason ,

Flugvarpið

Frábært, fræðandi og skemmtilegt. Hlakka til að heyra meira!!! Vel gert Jói

Top Podcasts In News