19 episodes

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

Legvarpi‪ð‬ Stefanía Ósk Margeirsdóttir

  • Education
  • 4.9 • 30 Ratings

Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

  Ljósmæðralíf: Hólmfríður Garðarsdóttir á hamfara- og átakasvæðum í 27 ár

  Ljósmæðralíf: Hólmfríður Garðarsdóttir á hamfara- og átakasvæðum í 27 ár

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni "Ljósmæðralíf" sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir eða Hófí eins og hún er kölluð. Í viðtalinu segir hún frá störfum sínum sem sendifulltrúi hjá Rauða Krossinum og reynslu sinni af því að vera ljósmóðir á hamfara- og átakasvæðum víðsvegar um heiminn auk þess að taka þátt í þróunarverkefnum. Meðal þeirra landa sem hún hefur starfað í síðastliðin 27 ár eru Afganistan, Bosníu-Hersegovína, Mósambík, Malaví, Suður-Súdan, Norður-Kórea, Úkraína, Íran og Írak. Það er ótrúlegt að heyra af lífi eða öllu heldur lífsstíl Hófíar sem er alltaf klár þegar kallið kemur, gjarnan með stuttum fyrirvara. Hún hefur vægast sagt magnaðar sögur að segja af aðstæðum kvenna í barneign þar sem oft þarf að beita útsjónarsemi til að yfirstíga hinar ýmsu hindranir. Hnetumauk í Súdan til þess að bæta upp fyrir blóðleysi, soðna ýsan á Íslandi til að kjarna sig þegar heim er komið og allt þar á milli með Hófí. Komið með!

  • 1 hr 45 min
  Breytingaskeið kvenna

  Breytingaskeið kvenna

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Gestur þáttarins er ljósmóðirin Steinunn Zophoníasdóttir og ræðir hún við Legvörpur um breytingaskeið kvenna sem sveipað hefur verið dulúð og skömm. Steinunn fer meðal annars yfir helstu niðurstöður úr meistararannsókn sinni á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu ásamt líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum sem konur ganga í gegnum á þessu tímabili, sem og einkenni og bjargráð.

  • 1 hr 19 min
  Ljósmæðralíf: Björg Sigurðardóttir á Grænlandi

  Ljósmæðralíf: Björg Sigurðardóttir á Grænlandi

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæðralíf” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Björg Sigurðardóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum í Grænlandi. Þangað hefur hún farið fjölmargar ferðir víðsvegar um landið og bjó hún og starfaði sem ljósmóðir í heilt ár í bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Björg lýsir fyrir okkur aðbúnaði og aðstæðum á fæðingarvaktinni og helstu ljósmæðraáskorunum. Einnig heyrum við sögur af grænlenskri menningu, samfélaginu og nálægðinni við stórbrotna náttúruna þar sem virðing og aðdáun Bjargar á landi og þjóð skín í gegn.

  • 1 hr 22 min
  Einhverfar konur í barneignarferlinu

  Einhverfar konur í barneignarferlinu

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Legvarpið snýr nú aftur í bættum hljóðgæðum úr stúdíói Landspítala Hlaðvarpsins. Voru legvarpskonur gripnar í smá yfirheyrslu í byrjun þáttar þar sem heyra má spjall um ljósmæðra-áhugann, lífið og tilveruna. Gestur dagsins er engin önnur en ljósmóðirin og Njarðvíkur/Blönduós-drottningin Rut Vestmann sem kemur sterk inn með efni þáttarins á 20.mínútu þar sem hún leiðir okkur í allan sannleikann um þarfir einhverfra kvenna í barneignarferlinu. Komiði með!

  • 1 hr 6 min
  Ljósmæðralíf: Birna Gerður í Eþíópíu

  Ljósmæðralíf: Birna Gerður í Eþíópíu

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæðralíf” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er reynsluboltinn og ljósmóðirin Birna Gerður Jónsdóttir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum í Eþíópíu þar sem hún bjó og starfaði á 10. áratugi síðustu aldar. Birna Gerður dregur upp ljóslifandi mynd af lífi og aðstæðum eþíópískra kvenna í barneign á þessum tíma og fáum við að heyra vægast sagt ótrúlegar og áhrifamiklar sögur.

  • 1 hr 22 min
  Sjálfræði kvenna og siðferðilegar flækjur

  Sjálfræði kvenna og siðferðilegar flækjur

  Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um siðferðileg álitamál sem tengjast barneignarferlinu. Rætt verður um þá flóknu stöðu sem myndast þegar tveir einstaklingar tilheyra sama líkama, ásamt öðrum eldheitum siðferðilegum flækjum. Slík umfjöllun er í eðli sínu margslungin og viðkvæm en gestur þáttarins er Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og lektor sem hefur kannað hugtök siðfræðinnar á borð við sjálfræði kvenna, upplýst val og forræðishyggju. Í forrétt eru örlítið léttvægari pælingar á borð við of lítil föt, kitl í biðröðum og hvar Stefanía og Sunna hafa nú haldið sig í alla þessa Legvarps-lausu mánuði. Komiði með!

  • 1 hr 34 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
30 Ratings

30 Ratings

Birta Rún ,

Svo skemmtilegt og fróðlegt!

Áhugaverð umræðuefni og skemmtilegar stelpur, gerist ekki betra!

Top Podcasts In Education

Listeners Also Subscribed To