14 episodes

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

Legvarpið Stefanía Ósk Margeirsdóttir

  • Education
  • 4.9, 23 Ratings

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu.

  Sængurlegan

  Sængurlegan

  Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins spjalla þær um fyrstu dagana eftir fæðingu sem kallast sængurlega en er það viðburðarríkur tími þar sem foreldrar stíga sín fyrstu skref í nýju hlutverki og kynnast barninu sínu. Farið verður yfir líkamlega og andlega þætti varðandi heilsu móður eftir fæðingu, upphaf brjóstagjafar og hegðu nýburans. Þátturinn er stútfullur af fróðleiksmolum og góðum ráðum sem ættu að nýtast verðandi og nýjum foreldrum vel við að spjara sig í þessum stórmerkilega tilfinningarússíbana sem fyrstu dagarnir eftir fæðingu geta verið.
  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr 27 min
  Typpa-Pælingar

  Typpa-Pælingar

  Hver man ekki eftir Píku-Pælingum sem slógu í gegn í Legvarpinu á sínum tíma?! Í tilefni af Mottumars ætla ljósmæðranemarnir Stefanía og Sunna og skipta um gír og gægjast yfir í karlaklefann. Þar tekur enginn annar en Lárus Jón Björnsson eða Lalli, vel á móti þeim. Lalli er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í neðanbeltisvandamálum karla. Hann heldur úti Facebook- og instagram-reikningnum Neðanbeltis-Karlaheilsa þar sem nálgast má stórskemmtilega fræðslupistla. Í þættinum segir Lalli frá vegferð sinni inní neðanbeltis-bransann og fræðir um karlaheilsu, helstu einkenni frá neðanbeltissvæði karla, mögulegar orsakir, meðferð og hvert hægt er að leita með slíkan vanda. Þátturinn er hlaðinn sprenghlægilegum sögum og gríni svo hér er í raun á ferðinni eitt stórt og bráðsmitandi hláturskast. Hlustið, hlægið, fræðist!

  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr 24 min
  Notkun mænurótardeyfingar í fæðingu

  Notkun mænurótardeyfingar í fæðingu

  Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Í þessum þætti Legvarpsins verður fjallað um mænurótardeyfingu í góðum félagsskap ljósmóðurinnar Katrínar Sifjar Sigurgeirsdóttur. Hvers vegna hefur orðið veruleg aukning á notkun mænurótardeyfinga í fæðingum? Hverjar eru afleiðingarnar? Og eru konur í raun að taka UPPLÝSTA ákvörðun um þessa verkjameðferð? Komið með í eldheitar umræður um þetta umdeilda fyrirbæri sem virðist hreyfa við tilfinningum á þann hátt að það er freistandi að hlaupa undan umræðum um málið, eða í það minnsta tipla á tánum.
  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr
  Stærri brjóst, betra líf?

  Stærri brjóst, betra líf?

  Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er áhrif brjóstastækkunar með ígræðslu brjóstapúða á heilbrigði kvenna og er gestur þáttarins ljósmæðraneminn Kristín Georgsdóttir. Í þættinum deilir Kristín sinni eigin reynslu af því að vera með brjóstapúða, áhrif þeirra á brjóstagjöf sína en einnig þegar hún lét fjarlægja þá. Fjallað verður um Breast Implant Illness eða BII sem fjölmargar konur með brjóstapúða hafa tengt við vegna ýmissa sérkennilegra og óljósra einkenna. Komið með í áhugaverða umræðu um allt frá líkamsímynd kvenna og útlitskröfum að ábyrgð skurðlækna sem framkvæma brjóstastækkun.

  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr
  Val á fæðingarstað

  Val á fæðingarstað

  Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er val kvenna á fæðingarstað og er gestur þáttarins Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor í ljósmóðurfræði við HÍ. Farið verður lauslega yfir þróunina hér á landi síðustu áratugina en fæðingar hafa á skömmum tíma færst úr heimahúsum yfir á sjúkrahús. Þá berum við saman valmöguleika höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina en veruleiki margra fjölskyldna er því miður sá að ekki er fæðingarstaður eða ljósmæðravakt í þeirra heimabyggð. Að auki verður leitast við að svara spurningum um hvers vegna það er mikilvægt að konur hafi val og afhverju þetta er í raun sjóðheitt, feminískt og oft á tíðum hápólitískt hitamál. Njótið kæru vinir!

  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr 12 min
  Pabbi Í Orlofi

  Pabbi Í Orlofi

  Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þessum þætti fjalla þær um fæðingarorlof feðra og þátttöku þeirra í umönnun barna sinna fyrsta árið og árin. Umræðan teygist yfir í hinar ýmsu pælingar um staðalímyndir kynjanna, jafnrétti og menningu þegar kemur að barnauppeldi. Gestur þáttarins að þessu sinni er Keflvíkingurinn snjalli, Björn Geir Másson. Hann er búsettur í Bandaríkjunum ásamt eiginkonu sinni og 16 mánaða dóttur. Hann leiðir okkur í allan sannleikann um hlutverk sitt og daglegt líf sem heimavinnandi húsfaðir fjarri stuðningsneti vina og fjölskyldu. Björn Geir lumar á ýmsum góðum sögum og pælingum sem hann færir hlustendum með sínum einstaklega skemmtilega hætti.
  Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

  • 1 hr 13 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
23 Ratings

23 Ratings

Birta Rún ,

Svo skemmtilegt og fróðlegt!

Áhugaverð umræðuefni og skemmtilegar stelpur, gerist ekki betra!

Top Podcasts In Education

Listeners Also Subscribed To